Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 18

Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 18
L / T L A T í M A R I T 1 Ð En — mér var lítt mögulegt að ímynda mér þetta, því að kaldir regndropar seytl- ofan á mig, stúlkan þrýsti sér fast upp að mér, hlýr andardráttur hennar lék um andlit mitt, og þrátt fyrir dálitla vínlykt, hafði þetta þægileg áhrif á mig. Storm- urinn æddi, regnið skall á bátnum og það skampaði í öldunum. Þó að við þrýstum okkur sem þéttast hvort að öðru, skulfum við samt af kulda. Allt var þetta ofur raunverulegt, og ég er viss um, að engan hefur dreymt þann draum, sem væri jafn þjakandi og skelfilegur sem þessi veruleiki. En stöðugt var Natasha að tala. Hún talaði af þeirri samúð og þeim vingjarn- leik, sem aðeins konur eiga til. Ég fann, að röddin og vingjarnlegu orðin tendruðu dálítinn eld í brjósti mér og að eitthvað í hjartu minu tók að bráðna. Tár hrukku af augum mér eins og hagl og sópuðu burt úr hjarta mínu miklu af því illa og heimskulega, sorg og óhrein- indum, sem höfðu safnazt þar fyrir fram á þessa stund. Natasha huggaði mig. „]æja, góði minn! Þetta lagast. Vertu ekki að setja þetta fyrir þig. Það Iagast! Quð gefur þér tækifæríð aftur. .. . Þú 16

x

Litla tímaritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.