Litla tímaritið - 01.06.1929, Side 22

Litla tímaritið - 01.06.1929, Side 22
L l T L A T í M A R I T 1 Ð legur sjúkdómur. Það bagaði mig ekki mikið fyrst 1 stað, en nú upp á síðkastið hef ég haft brennandi uerki. Eg hef ekki viðþol fyrir sársauka. Hann vex með hverri stundu og er orðinn alveg óþol- andi. Er ég nú hingað kominn til þess að leita mér lækninga við þessu, því a.ð ég brjálast, ef þessu heldur áfram. Eg vil láta brenna það eða skera burtu eða gera eitthvað við það“. Læknirinn reyndi að hugga manninn með því að segja honum, að aðgerð væri ef til vill ekki nauðsynleg. „]ú, jú“, sagði hann ákafur, „ég vil láta skera í það; ég er blátt áfram til þess kominn, að hinn sjúki partur sé skorinn burt. Annað stoðar ekki“. Með talsverðri varúð dró hann hönd- ina úr faltanum og hélt þannig áfram: „Ég verð að biðja yður að láta yður ekki bregða, þótt þér sjáið ekkert sárið á hendinni. Þetta er mjög svo óvenju- legt tilfelli“. Læknirinn fullvissaði hann um, að það væri ekki vani sinn að falia í stafi, þó að hann sæi eitthvað óvenjulegt. Er hann hafði skoðað höndina, fór nú samt svo, að hann sleppti henni steinhissa, því að 20

x

Litla tímaritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.