Litla tímaritið - 01.06.1929, Síða 24

Litla tímaritið - 01.06.1929, Síða 24
L 1 T L A TÍMAR I T I Ð „Húðin er fullkomlega heilbrigð, æð- arnar eðiilegar og ekki vottur af bólgu. Höndin er eins eðiileg og frekast getur verið“. „Mér sýnist sfaðurinn ögn rauðari". „ Hvar?“ Sjúklingurinn gerði hring á handar- bakið, á stærð við krónupening: „Hérna“. Læknirinn horfði á manninn og fór nú að halda, að hann væri ekki með ölium mjalla. „Þér verðið að dvelja hér í borginni, og ég reyni svo að hjálpa yður innan skamms", sagði hann. „Mér er ómögulegt að bíða eina mín- útu. Þér megið ekki álíta mig vitskertan eða haldinn einhverri hugvillu. Eg hef hræðilega verki í þessu ósýnilega sári og óska þess, að þér skerið þennan kringlótta blett burt alveg að beini“. „Það geri ég ekki, herra minn“. „Hvers vegna ekki?“ „Vegna þess, að það er ekkert að yður í hendinni. Hún er eins heilbrigð og mín eigin“. „Þér teljið mig víst brjálaðan eða haldið, að ég sé að blekkja yður“, sagði sjúklingurinn um leið og hann dró 1000- 22

x

Litla tímaritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.