Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 25

Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 25
L I T L A T f M A R I T I Ð ayllina seðil upp úr veski sínu og lagði á. borðið. „Þér sjáið, að mér er alvara. Eg lít svo á, að verkið sé ekki oflaunað með þúsund gyllinum. Gerið það nú fyrir mig að framkvæma skurðinn". „Þó að þér byðuð mér alla heimsins peninga, mundi ég ekki snerta heilbrigðan lim með skurðarhnífnum". „Hví ekki?“ „Það er gagnstætt meginreglu okkar læknanna. Menn mundu kalla yður fá- bjána og saka mig um að hafa fært mér í nyt grunnhyggni yðar eða bera mér á brýn, að ég kynni ekki skil á heilbrigðu og sjúku“. „Gott og vel, herra. Þá ætla ég að biðja yður annarar bónar. Eg geriskurð- inn sjálfur, þó að vinstri hönd mín sé heldur stirð til slíkra hluta. Það sem ég bið yður, er að annast um sárið eftir á“. Læknirinn sá, að manninum var alvara, því að hann fór úr frakkanum og bretti upp ermarnar. Meira að segja tók hann upp vasahníf sinn, þar eð hann hafði ekki annað betra, og áður en læknirinn gat komið í veg fyrir það, var hann búinn að skera sig djúpan skurð. „Hættið", kallaði hann, hræddur um 23

x

Litla tímaritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.