Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 32

Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 32
L I T L A T í M A R I T ! Ð lýstu hinu innilegasta vinfengi og áköf- ustu ást. Hann lagði ríkt á við hana að gæta þagmælsku. En þau orð, sem hann viðhafði um bjánalega eiginmenn! Hann sagði henni fyrir um, hvernig hún ætti að fara á bak við mann sinn. Hvert einasta bréf var skrifað eftir giftingu okkar. Ég drakk þennan eiturbikar í botn. Síðan braut ég bréfin saman, lagði þau á sinn stað og læsti skúffunni. Ég vissi, að ef ég færi ekki til hall- arinnar, þá mundi hún koma heim um kveldið. Það varð og. Hún stökk fjör- lega út úr vagninum, þaut á móti mér inn í anddyrið og kysti mig og faðmaði með hinni mestu blíðu. Ég lét sem ekk- ert væri. Við mösuðum saman, borðuðum kveld- verð og gengum til sængur eins og venju- lega, hvort til síns herbergis. Nú hafði ég ákveðið hvað gera skyldi, og ég ætl- aði að framkvæma það með ósveigjan- leik vitstola manns. Hvílík svik af nátt- úrunnar hálfu' að lána syndinni svona hreinskilnislegt andlit, sagði ég við sjálfan mig um leið og ég gekk inn í herbergi hennar um miðnætti og Ieit á fagra, sak- leysislega andlitið hennar. Hún svaf. 30

x

Litla tímaritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.