Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 33
L / T L A
T í M A R 1 T / Ð
Eitrið hafði verkað á sál mína^og étið
sig inn í hverja æð líkamans. Ég lagði
höndina hægt á háls hennar og þrýsti á
af öllu afli. Hún opnaði augun og horfði
forviða á mig eitt augnablik. Síðan lok-
aði hún þeim aftur og dó. Hún gerði
ekki minnstu hreyfingu sér til varnar;
heldur dó hún eins rólega og væri hana
að dreyma. Hún bar engan kala til mfn,
jafnvel ekki fyrir það, að ég stytti henni
aldur. Einn blóðdropi vætlaði úr munni
hennar og fjell á hönd mína — þér
þekkið staðinn. Eg tók ekki eftir honum
fyr en næsta morgun, og þá var hann
þornaður. Hún var jörðuð í kyrþey. Eg
bjó hér í sveit á eignajörð minni, og
yfirvöld voru engin til að rannsaka málið.
Þar að auki mundi engum hafa dottið
það í hug, því að hún var eiginkona mín.
Hún átti hvorki ættingja né vini, og ég
þurfti engum spurningum að svara. Af
ásettu ráði auglýsti ég ekki lát hennar
fyr en eftir jarðarförina. Ég vildi með
því komast hjá áleitni manna.
Ekki fann ég til samvizkubits. Að vísu
hafði ég verið grimmur, en hún hafði
verðskuldað það. Ég hataði hana ekki.
Eg gat hæglega gleymt henni. Aldrei hefur
31