Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 37

Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 37
L 1 T L A T l M A R / T 1 Ð Kristján aetlar að fyrirfara sér. Hann er kominn í útjaðar borgarinnar, nálægt sjónum. Allan eftirmiðdaginn og fram á kvöld hefur hann gengið götu úr götu og brotið heilann um þetta áform sitt. Hvað eftir annað hefur hann spurt sjálfan sig, hvort hann mundi þora það, þegar til kæmi. Allt af hefur hann svarað þeirri spurningu játandi, en þó fundið til geigvænlegrar hræðslu, er hannsá í hug- anum framkvæmd þessarar fyrirætlunar. Kristján hafði oftast verið hræddur við myrkrið og sérstaklega að ganga fram með sjó, þegar dimmt var orðið. Mörgum sinnum hefur hann hugsað um, að í rauninni væri ekkert að hræðast. En það var eins og hann byggist við að sjá, þá eða þegar, lík í fjörunni eða vofu koma gangandi á móti sér. Stundum hafði hann reynt að finna ástæðuna fyrir þessari ímyndun. Eiginlega komst hann aldrei að neinni niðurstöðu. Þó fannst honum oft, að þessi hræðsla gæti átt 35

x

Litla tímaritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.