Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 46

Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 46
L 1 T L A T í M A R I T I Ð heim meö stórt bréf í hendinni, mjög hreykinn og glaður í bragöi. „Hérna er nokkuð til þín“, sagði hann. Hún flýtti sér að opna bréfið og fann spjald með eftirfarandi áletrun: „Menntamálaráðherra Qeorges Ramp- onneau og frú óska eftir að njóta þess heiðurs að fá að sjá herra og frú Loisel í ráðherrahöllinni mánudagskvöldið 18. janúar". I stað þess að verða hrifin, eins og maður hennar hafði búizt við, kastaðí hún boðsbréfinu gremjulega á borðið og sagði: „Hvað á ég eiginlega að gera við þetta?" „En, elskan mín, ég hélt að þetta mundi gleðja þig svo mikið. Þú ferð aldrei neilt og hér bauðst svo ágætttæki- færi. Það hefur kostað mig afarmikla fyrirhöfn, að útvega þetta heimboð. Menn sækjast mjög eftir þeim og það eru ekki marqir af minniháttar starfsfólkinu, sem fá það. Þú munt sjá þar alla þessahelztu embættismenn og frúr þeirra. Hún leit önuglega til hans og hreytti úr sér: „I hverju á ég að vera?“ Þetta hafði hann alls ekki hugsað um og hann stamaði: 44

x

Litla tímaritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.