Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 47

Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 47
I. I T L A T í M A R I T / Ð „Kjólnum, sem þú notar í leikhús. Mér finnst hann vera full-boðlegur“. Hann þagnaði undrandi og orðlaus, þegar hann sá konu sína gráta. Tvö stór tár runnu niður eftir kinnum hennar. „Hvað er að þér?“ stamaði hann, „hvað er að þér?“ • Með miklu viljaþreki harkaði hún af sér og sagði rólega um leið og hún þurkaði kinnar sínar: „Ekkert. Eg hef engin föt og get því ekki farið í þetta boð. Qefðu aðgöngu- miðann einhverjum af starfsbræðrum þín- um, sem á konu betur klædda en ég er“. Hann varð alveg ráðalaus. „En heyrðu, góða Matthildur mín“, sagði hann, „hvað mundi það kosta að kaupa klæðnað, sem þú gætir líka notað við önnur tækifæri; bara eitthvað óbrotið?" Hún hugsaði sig um nokkur augnablik, reiknaði í huganum, um leið og hún tók tillit til þeirrar upphæðar, sem hún gæti beðið um, án þess að það gengi fram af manni hennar og hún fengi þvert nei. Maður hennar var sem sé mjög sparsamur. Loks svaraði hún hálf-hikandi. „Eg get ekki sagf það alveg nákvæm- lega, en ég hugsa þó, að 400frankarnægi“. 45

x

Litla tímaritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.