Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 50
L I T L A
T f M A R I T 1 Ð
demants-djásn. Hún fekk hjartslátt af
ákafri löngun. Hendur hennar titruðu,
þegar hún greip það. Hún setti það um
háls sér, utan á hinn hálsháa kjól og stóð
frá sér numinn af að skoða sjálfa sig.
Þ ví næst spurði hún hikandi og kvíðafull:
„ Geturðu lánað mér þetta, aðeins þetta? “
„]á, með mestu ánægju".
Hún fleygði sér um háls vinkonu sinnar,
kysti hana ákaft og flýtti sér af stað með
fjársjóð sinn.
Boðsdagurinn rann upp. Frú Loisel
vakti mikla athygli. Hin glæsilega og
tignarlega unga kona, sem var eitt gleði-
bros, var fegurst allra þeirra, er við-
staddar voru. Allir karlmennirnir horfðu
á hana, spurðust fyrir um, hver hún
væri og reyndu að láta kynna sig henni.
Hinir ungu stjórnmálaerindrekar dönzuðu
við hana; jafnvel ráðherrann veitti henni
eftirtekt.
Hún danzaði með eldfjöri og ástríðu.
Olvuð af gleði hafði hún gleymt öllu.
Hugur hennar snérist aðeins um sigur
þann, sem fegurð hennar hafði unnið,
þann sigur, er gleður konuhjartað svo
innilega. Hún Iifði f skýjaborgum ham-
ingjunnar, mynduðum af þeirri hylli og
48