Litla tímaritið - 01.06.1929, Síða 52

Litla tímaritið - 01.06.1929, Síða 52
I 1 T L A T I M A R I T I Ð hrörlegu vögnum, sem aðeins sjást að næturlagi, eins og þeir skömmuðust sín á daginn fyrir vesaldóm sinn. Vagnstjórinn ók þeim heim til þeirra, í Rue des Martyrs. Þunglyndislega gengu þau upp. Nú var gleði hennar lokið. Og hann hugsaði um, að klukkan tíu næsta dag ætti hann að vera í stjórnarráðinu. Hún fór úr yfirhöfninni, sem hún hafði varpað yfir herðar sér, og gekk fram fyrir spegilsins, til þess að sjá sig enn einu sinni í öllu skrautinu. Allt í einu rak hún upp óp. Djásnið var horfið. „Hvað er að þér?“ spurði maður hennar, sem þegar var hálfnaður með að fara úr fötunum. Hún snéri sér óttaslegin að honum. „Ég hef ... ég hef ... ég hef týnt hálsdjásni frú Forester". Hann þaut upp af stólnum. „Hvað segirðu? ... hvernig í ósköp- unum hefur það atvikazt? ... Það er ómögulegt. ...“ Og svo leituðu þau í fell- ingum kjólsins og kápunnar, allsstaðar. En þau fundu það ekki. „Értu viss um, að þú hafir haft það, þegar þú fórst út úr danzsalnum?" „Já, ég handlék það úti í anddyrinu", 50

x

Litla tímaritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.