Litla tímaritið - 01.06.1929, Síða 57

Litla tímaritið - 01.06.1929, Síða 57
L l T L A T 1 M A R 1 T I Ð skeyta um ónot kaupmannanna þingaði hún sí og æ um verðið og margsnéri hverjum skilding af hinum litlu reitum, áður en hún lét hann frá sér fara. Mánaðarlega urðu þau að borga víxla og reyna að fá öðrum framlengt. Maðurinn vann langt fram á nótt við bókfærslu fyrir kaupsýslumann nokkurn, og á nóttunum fékkst hann oft við afskrift- ir og fékk 5 skildinga fyrir örkina. Þetta líf helzt í tíu ár. Að tíu árum liðnum höfðu þau borg- að allt aftur, allt ásamt okurrentum. Hún var orðin gömul. Hún var orðin ein af þessum þreknu, stórgerðu, harð- hentu konum, sem maður sér svo oft á fátækum heimilum, hinum óþrifalegu klæddu konum með ógreitt hár og rauð- ar hendur, sem sjálfar þvo gólf sitt, og ávalt eru svo háværar. Þó kom það fyrir, þegar maður hennar var í stjórnarráð- inu, að hún settist við gluggann, og Iét sig dreyma um hið Iöngu liðna kvöld, þennan danzleik, þar, sem hún hafði verið svo fögur og svo dáð. Hvað mundi hafa skeð, ef hún hefði ekki týnt djásninu? Hverveit? Hverveit? En hvað lífið er undarlegt og hverfult, 55

x

Litla tímaritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.