Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 58

Litla tímaritið - 01.06.1929, Page 58
L 1 T L A T f M A R I T I Ð en hvað lílið þarf til þess, að freisa eða eyðileggja mann! Sunnudag nokkurn, þegar hún hafði gengið út í Champs Elysées til þess að hvíla sig eftir erfiði vikunnar, sér hún konu, sem gengur þar ásamt barni. Það var frú Forester, sem enn var ung, fög- ur og töfrandi. Frú Loisel komst við. Atti hún að yrða á hana? Já, það var skylda hennar. Nú, þegar hún var búin að borga, gat hún vel sagt upp alla söguna. Því ekki það? Og svo gekk hún til hennar. „Góðan daginn, Jóhanna". Hin þekkti hana ekki og furðaði sig á því, að vera ávörpuð svo kunnuglega af þessari fátæklega klæddu konu. „Eg veit ekki .. .“, stamaði hún. „Vður skjátlast víst“. „Nei, ég er Matthildur Loisei". Vi,nkona hennar hrópaði upp yfir sig. „O, veslings Matthildur, en hvað þú hefir breyzt". „Já, Eg hef ekki átt sjö,dagana sæla, síðan ég sá þig seinast. Ég hef átt við marga örðugleika að stríða ... og það þín vegna". „Mín vegna ... hvernig þá?“ 56

x

Litla tímaritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.