Litla tímaritið - 01.06.1929, Side 61

Litla tímaritið - 01.06.1929, Side 61
L 1 T L A T í M A R I T I Ð stúlkum sínum. Áreiðanlega systrum, brún- eygum og grískum yfirlitum. Matsöluhúsið er þéttskipað. Þar ríkir gleði og glaumur. Hljóðfæraslátturinn ómar um salinn. Qlös, silfraðir munir og skínandi glóaldin Ijóma á hvítum borðdúkunum. Þjónar hlaupa, bjóða borð, draga fram stóla og sýna matseðla. Van Dal hafði þegar pantað í síma. Allt er reiðubúið. Handa ungfrún- um, er spegill í fataherberginu. ... Á meðan þingmaðurinn bíður eftir þeim, lítur hann í kringum sig. Það er orðið nokkuð áliðið. Margir eru farnir að borða eftirmatinn. Danzmær, með gylt sjal og nakta fætur, svífur milli borð- anna, eins og fiðrildi blóm af blómi. Gegnum gluggana rýna andlit með star- andi augu, þrútin nef, barnslega munna og frostbólgnar kinnar. „Dragið niður gluggatjöldin“,skipar yfirþjónninnhóglega. Um leið og rauðklæddu vikadrengirnir fullnægja skipun yfirþjónsins, kemur inn gömul og gráhærð kona, í svörtum tötr- um, með fulla körfu af rósum. Með titr- andi hendi býður hún blómin: „Rósir handa frúnni". Digur maður og þung- brýnn snýr sér við, hafnar blómunum og það er eins og augu hans segi: „Sérðu 39

x

Litla tímaritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litla tímaritið
https://timarit.is/publication/1313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.