Litla tímaritið - 01.06.1929, Blaðsíða 65
L 1 T L A
T í M A R I T I Ð
mundi gerast einskonar heilagur Franz
frá Assisi vegna þess, hve óvænt fræ-
korni þessara rósa var svo kynlega kast-
að, sem flöktandi ljósglætu, í undrandi
sálu mína. Það vill svo vel til, að í okk-
ar fyndna landi eru hugsjónir eitt og
þjóðfélagslíf allt annað. Þesskonar eldar
brenna ekki, og menning vor heldur
áfram“.
„En hvað þetta er Ieyndardómsfult og
skáldlegt. Munt þú ekki segja okkur frá
dagdraumum þínum vegna rósanna, af
því að við létum þig bíða drykklanga
stund? Fataherbergið var fullt.Fyrirgefðu “.
„Við skulum í guðanna bænum byrja
að borða", hrópaði önnur ungfrúin. „Eg
er orðin ákaflega svöng. Vertu góð-
ur Max og komdu með okkur á eftir í
miðnæturmessu í St. Péturs kirkju. Sara
hin fræga mun syngja þar og mig lang-
ar mjög til að-fara. Gætir þú ekki sím-
að til þess að fá sæti“.
Nokkru seinna biðu þau á gangstétt-
inni eftir bifreið. Hávær drenghnokki,
með of stóra húfu, var að selja blöð og
hrópaði í sífellu: „Síðasta útgáfa! Um-
ræður í þinginu! Þingmenn samþykkja
launahækkun fyrir sjálfa sig! Síðasta út-
63