Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 2

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 2
2 TMM 2013 · 2 Frá ritstjóra Jóhann Páll Árnason heimspekingur hefur mestallan sinn aldur starfað við erlenda háskóla í Ástralíu og Evrópu og nánast engan þátt tekið í íslenskri þjóðfélagsumræðu áratugum saman. Á sínum tíma hafði bók hans Þættir úr sögu sósíalismans mikil áhrif á ungt fólk sem vildi hugsa á nýjan hátt um sósíalismann en bókin, sem kom úr árið 1970, hafði að geyma óvægna gagnrýni á sovétkommúnismann – frá vinstri. Í fjörlegu og skemmtilegu viðtali talar Kristrún Heimisdóttir hér við Jóhann Pál um 20 ára gamla bók hans um hrun Sovétríkjanna, Brostin framtíð; kommúnismann og alræðið, sögu íslenskra sósíalista og Einar Olgeirsson sérstaklega, þann svipmikla leiðtoga, auk þess sem hrunið hér á landi ber á góma og eftirleik þess sem enn stendur. Af nokkuð öðrum toga er grein Árna Snævarr sem hann gefur undir titil- inn „innanstéttarkróníka“. Greinin er skrifuð í léttum dúr og er kald hæðnis- leg á köflum en ekki fer á milli mála að hún fjallar um alvarlegt málefni sem varðar allt samfélagið. Árni var um árabil fréttamaður á Stöð tvö en hefur starfað erlendis um hríð og nú segir hann söguna af sjónvarpsmennskunni og endalokum hennar, eins og hún horfir við honum. Þar koma ýmsir við sögu og ýmislegt látið flakka – og ekki hlífir Árni sjálfum sér heldur – en fyrst og fremst hefur grein Árna að geyma áleitin umhugsunarefni um hlut- verk fjölmiðla í samfélaginu, sjálfstæði þeirra, umgengni þeirra við valdið, peningalegt og pólitískt, og ábyrgð eigenda þeirra og hvað getur gerst þegar hagsmunir rekast á. Loks má benda sérstaklega á fróðlega úttekt dr. Magnúsar Bjarnasonar á þeim áhrifum sem hugsanleg aðild að ESB kann að hafa á íslensk heimili. Magnús hefur ritað doktorsritgerð um efnið og áður fjallað um það opinberlega en í þessari nýju úttekt kemst hann að svipuðum niðurstöðum og áður: að áhrif fullrar aðildar geti orðið umtalsverð. Og er þá fátt eitt talið af fjölbreyttu efni heftisins. Sögur og ljóð, greinar og ritdómar … Guðmundur Andri Thorsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.