Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 7
B r o s t i n f r a m t í ð – 2 0 á r u m s í ð a r TMM 2013 · 2 7 að markmiði umsköpun þjóðfélagsins í heild, ekki aðeins lagfæringu á ein- stökum göllum þess. Um leið eru gagnrýnd úrkynjunarfyrirbæri í sögu þessara hreyfinga, sem hámarki náðu í stalínismanum. Sú gagnrýni er sett fram frá vinstri, þ.e. hún felur ekki í sér fráhvarf frá hinum byltingarsinnaða marxisma heldur tekur einmitt mið af honum.“ Hvað var þetta vinstri 1970 hjá þér og síðan upp frá því? „Ég skrifaði „Þætti úr sögu sósíalismans“ í Frankfurt sumarið ’69; bókin var partur af nýrri ritröð Máls og menningar. Útgáfunefnd raðarinnar, Loftur Guttormsson, Hjalti Kristgeirsson, Árni Bergmann og Sigfús Daðason vildi gefa hana út en Kristinn E. Andrésson alls ekki. Hann lét þó undan um síðir. Eftir 1968 var ég endanlega afhuga sovéskum sósíalisma og bókin ber þess merki. Þá var „þetta vinstri“ í ætt við ný-trotskyisma en á sama tíma – ég var þá að skrifa doktorsritgerð undir handleiðslu Jürgens Habermas í Frankfurt 1968 – hafði krítísk teoría Frankfurt-skólans vaxandi áhrif á viðhorf mín. Nánar tiltekið, gagnrýnin teoría með ívafi af marxískri fyrirbærafræði frá Tékklandi. Róttæka vinstrið veslaðist svo upp má segja, því að raunsönn tenging var ekki möguleg. Það voru engin samtök á Vesturlöndum sem ég hefði getað átt samleið með. Eftir að ég fór að kenna í Ástralíu (þangað flutti ég 1975) fékkst ég meira við klassíska félagsfræði en áður, hélt því svo áfram þegar ég var í rann- sóknarleyfi hjá Habermas 1979–80 og las auk þess í handriti meginhlutann af Theorie des kommunikativen Handelns, sem Habermas var þá að ljúka við. Það rann smátt og smátt upp fyrir mér að Weber og Durkheim hefðu haft meira til síns máls gagnvart Marx en ég hafði áður gengið út frá. Þannig fjarlægðist ég ný-marxisma. Núna myndi ég skilgreina mitt vinstri sem sósíal-demókratískt sensibílitet, þó reiðubúið til umræðu um róttækari vinstri lausnir ef þær eru settar fram af viti og forðast að daðra við einræði – en þeir sem nú teljast höfuðspámenn á róttæka vinstri vængnum uppfylla ekki þessi skilyrði.“ Viðbrögð íslenskra sósíalista við falli múrsins 1989 og svo austurblokkarinnar sem heild með hrunið Sovétríkjanna 1991 var meiri þögn en hjá öðrum. Það var hvorki fagnað né harmað. Hvernig skýrirðu það í sögulegu samhengi? „Ég var staddur í Ástralíu þegar þetta gerðist (burtséð frá stuttri Evrópu- heimsókn fyrir og eftir jól og nýár 1989–90, sem nægði til þess að ég sá eitthvað af atburðunum í Tékkóslóvakíu með eigin augum) og fylgdist því ekki með íslenskum fjölmiðlum. Ég held þó að það sé ofmælt að íslenskir sósíalistar hafi tekið hruni austurblokkarinnar með einni saman þögn. Ugglaust er það rétt að umræðan hefði mátt vera meiri. En þess ber líka að gæta að vinstrimenn á Íslandi voru í allt annarri aðstöðu en kommúnistaflokkar í Vestur-Evrópu – vegna þeirrar sögu sem þeir áttu að baki, og uppgjörsins 1968.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.