Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 8
K r i s t r ú n H e i m i s d ó t t i r 8 TMM 2013 · 2 Sunnudaginn 25. ágúst 1968 strax eftir að sovétherinn ruddist inn í Tékkó birtirðu grein í Þjóðviljanum sem hét „Endurfæðing Stalínismans“. Hún hefst á orðunum: „Ofbeldisárás Sovétríkjanna og leppa þeirra á Tékkóslóvakíu hefur nú bundið enda á þýðingarmestu tilraun til að byggja upp sósíalískt lýðræði í Austur-Evrópu og þar með valdið algjörum þáttaskilum fyrir sósíal- ískar hreyfingar um allan heim. Umbótaleiðin, hverjar nánari hugmyndir sem menn kunna að hafa um hana, virðist eftir síðustu atburði útilokuð.“ Breyttust áhrif sovéska módelsins á íslensk stjórnmál við þessa „endur- fæðingu stalínismans“? „Afstaða íslenskra sósíalista til austurblokkarinnar breyttist mikið – við- brögðin voru þau að slíta flokkstengslum við Sovétríkin og fylgiríki þeirra. Þetta var auðveldara vegna þess að helstu leiðtogarnir Einar Olgeirsson, Magnús Kjartansson og Lúðvík Jósefsson – voru fjarverandi í ágúst 1968. Það kom síðar í ljós að þeir hefðu viljað fara vægar í sakirnar. Svavar Gests- son, þá kornungur maður, ritstýrði Þjóðviljanum í fjarveru Magnúsar og var sammála þeirri afstöðu sem ég tók í áðurnefndri grein. Kjartan Ólafs- son samdi ályktunina um að slíta flokkstengslum og fékk hana samþykkta. Síðar meir – á áttunda áratugnum – voru einhverjir aðilar innan Alþýðu- bandalagsins, þar á meðal Einar og Lúðvík, fylgjandi því að taka aftur upp samband, en úr því varð aldrei af hálfu flokksins sem slíks. Ég veit að Einar Olgeirsson varð reiður við mig og fannst ég hafa gengið allt of langt í ágúst 1968. Hann sagði oft við mig og aðra: „Sovétríkin eru þrátt fyrir allt hið mikla vald sem tryggir áframhaldandi tilveru sósíalismans í heiminum“ eða eitthvað í þá veru. Hann gagnrýndi innrásina harkalega, en hefði ekki viljað slíta tengslum. Í sögu Einars Olgeirssonar má lesa stóran hluta sögunnar um áhrif sovétmódelsins á íslensk stjórnmál þótt það sé ekki sagan öll. Mikilvægt er að hafa í huga að á Íslandi er aldrei hreinræktaður kommúnistaflokkur nema í örstuttan tíma á fjórða áratugnum. Reynt er að bolsévísera þennan flokk 1933–35 með hraði. Þá voru menn eins og Steinn Steinarr reknir úr flokknum, Einar komst naumlega frá brottrekstri og Brynjólfur Bjarnason var áminntur fyrir umburðarlyndi. Svo verður stefnu- breyting í Moskvu með fyrirskipun um samstarf við sósíaldemókrata og aðra vinstri flokka; það reyndist hið mikla tækifæri Einars Olgeirssonar sem hann nýtti vel. Einar var lenínisti í þeim skilningi að hann trúði á flokkinn sem upplýsta forystusveit með sögulega köllun; en hann var eins og kunnugt er líka mikill aðdáandi Rousseaus og meðtók frá honum hugmyndir um beint lýðræði. Það er ekki auðvelt að átta sig á því hvernig þessi tvö sjónarmið tengdust, en segja má að til hafi orðið popúlistískt tilbrigði við lenínískt grundvallarstef – ekki það eina af því tagi, en nokkuð sér á parti. Flokkurinn átti að vera forystusveit fólksins. Því má svo bæta við að Einar var á þriðja áratugnum aðdáandi Búkharíns; líklega hefur hann síðar réttlætt fyrir sjálfum sér örlög hans með pólitískri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.