Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 8
K r i s t r ú n H e i m i s d ó t t i r
8 TMM 2013 · 2
Sunnudaginn 25. ágúst 1968 strax eftir að sovétherinn ruddist inn í Tékkó
birtirðu grein í Þjóðviljanum sem hét „Endurfæðing Stalínismans“. Hún hefst
á orðunum: „Ofbeldisárás Sovétríkjanna og leppa þeirra á Tékkóslóvakíu
hefur nú bundið enda á þýðingarmestu tilraun til að byggja upp sósíalískt
lýðræði í Austur-Evrópu og þar með valdið algjörum þáttaskilum fyrir sósíal-
ískar hreyfingar um allan heim. Umbótaleiðin, hverjar nánari hugmyndir sem
menn kunna að hafa um hana, virðist eftir síðustu atburði útilokuð.“
Breyttust áhrif sovéska módelsins á íslensk stjórnmál við þessa „endur-
fæðingu stalínismans“?
„Afstaða íslenskra sósíalista til austurblokkarinnar breyttist mikið – við-
brögðin voru þau að slíta flokkstengslum við Sovétríkin og fylgiríki þeirra.
Þetta var auðveldara vegna þess að helstu leiðtogarnir Einar Olgeirsson,
Magnús Kjartansson og Lúðvík Jósefsson – voru fjarverandi í ágúst 1968.
Það kom síðar í ljós að þeir hefðu viljað fara vægar í sakirnar. Svavar Gests-
son, þá kornungur maður, ritstýrði Þjóðviljanum í fjarveru Magnúsar og
var sammála þeirri afstöðu sem ég tók í áðurnefndri grein. Kjartan Ólafs-
son samdi ályktunina um að slíta flokkstengslum og fékk hana samþykkta.
Síðar meir – á áttunda áratugnum – voru einhverjir aðilar innan Alþýðu-
bandalagsins, þar á meðal Einar og Lúðvík, fylgjandi því að taka aftur upp
samband, en úr því varð aldrei af hálfu flokksins sem slíks.
Ég veit að Einar Olgeirsson varð reiður við mig og fannst ég hafa gengið allt
of langt í ágúst 1968. Hann sagði oft við mig og aðra: „Sovétríkin eru þrátt fyrir
allt hið mikla vald sem tryggir áframhaldandi tilveru sósíalismans í heiminum“
eða eitthvað í þá veru. Hann gagnrýndi innrásina harkalega, en hefði ekki
viljað slíta tengslum. Í sögu Einars Olgeirssonar má lesa stóran hluta sögunnar
um áhrif sovétmódelsins á íslensk stjórnmál þótt það sé ekki sagan öll.
Mikilvægt er að hafa í huga að á Íslandi er aldrei hreinræktaður
kommúnistaflokkur nema í örstuttan tíma á fjórða áratugnum. Reynt er að
bolsévísera þennan flokk 1933–35 með hraði. Þá voru menn eins og Steinn
Steinarr reknir úr flokknum, Einar komst naumlega frá brottrekstri og
Brynjólfur Bjarnason var áminntur fyrir umburðarlyndi. Svo verður stefnu-
breyting í Moskvu með fyrirskipun um samstarf við sósíaldemókrata og
aðra vinstri flokka; það reyndist hið mikla tækifæri Einars Olgeirssonar sem
hann nýtti vel. Einar var lenínisti í þeim skilningi að hann trúði á flokkinn
sem upplýsta forystusveit með sögulega köllun; en hann var eins og kunnugt
er líka mikill aðdáandi Rousseaus og meðtók frá honum hugmyndir um
beint lýðræði. Það er ekki auðvelt að átta sig á því hvernig þessi tvö sjónarmið
tengdust, en segja má að til hafi orðið popúlistískt tilbrigði við lenínískt
grundvallarstef – ekki það eina af því tagi, en nokkuð sér á parti. Flokkurinn
átti að vera forystusveit fólksins.
Því má svo bæta við að Einar var á þriðja áratugnum aðdáandi Búkharíns;
líklega hefur hann síðar réttlætt fyrir sjálfum sér örlög hans með pólitískri