Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 11
B r o s t i n f r a m t í ð – 2 0 á r u m s í ð a r TMM 2013 · 2 11 og endurskipulagt sig – að vissu marki. Hún er ekki sá lokaði heimur eða það utansögulega svarthol sem sumir höfundar hafa viljað gera úr henni. Á áratugnum eftir dauða Stalíns var stjórnarfari í Sovétríkjunum breytt úr einveldi (autokrati) í fáveldi, fjöldaterror var lagður niður, svo og mann- fórnir af því tagi sem Stalín hafði tekið upp og kallað réttarhöld. Allt voru þetta takmarkaðar breytingar, en þar með er ekki sagt að þær hafi verið þýðingarlausar. Þær ýttu líka undir tilraunir til róttækari umbóta í Austur- Evrópu. Tékkneska umbótahreyfingin var auðvitað að miklu leyti sprottin af viðbrögðum við efnahagsörðugleikum eftir 1960 en hún fékk afgerandi styrkingu frá 22. flokksþinginu í Moskvu í árslok 1961, þar sem gengið var lengra í gagnrýni á Stalín en verið hafði 1956.“ Ber að líta svo á að íslenskir kommúnistar hafi stutt alræðishugmynd um stjórnarfarið sem þeir vildu koma á? „Sögunni er ekki hægt að lýsa þannig að íslenskir íslenskir vinstri menn hafi einfaldlega verið blekktir af klíku í Moskvu – það stenst ekki frekar en að hrunið á Íslandi sé bara verk óreiðumanna. Ef menn vilja teljast hugsandi verur verða þeir að taka einhverja ábyrgð á skoðunum sínum. En hversu hallir voru íslenskir kommúnistar eða sósíalistar undir alræðishugmyndir? Auðvitað var gengið til móts við þær með því að viðurkenna Sovétríkin sem „stórveldi alþýðunnar“ en eins og ég reyndi að útskýra hér að ofan, fól það ekki í sér skilyrðislausa hollustu við sovétmódelið, né heldur við lenínskar flokkshugmyndir. Auðvitað gætti slíkra viðhorfa, en eftir 1938 voru þau ekki skyldubundinn rétttrúnaður. Þetta verður þá spurning um viðhorf ein- staklinga – þar með talinna forystumanna – og skoðanahópa. Því má svo kannski bæta við að í sögu kommúnismans á Íslandi eru engir glæpir; og það verður ekki sagt um alla þá kommúnistaflokka sem ekki náðu völdum. Í nýlegri bók um íslenska kommúnista (ef bók skyldi kalla; þetta er lítið annað en myndskreyttur svartur listi) segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson að þeir hafi hvorki verið betri né verri en aðrir kommúnistar. Með öðrum orðum: Einar Olgeirsson var hvorki betri né verri en Stalín; það þarf varla að hugsa þá hugsun til enda til þess að sjá hvers konar fjarstæða þetta er. Í ljósi þessarar forsögu verður skiljanlegt að staða róttækra vinstri manna á Íslandi gagnvart umskiptunum miklu í Austur-Evrópu var önnur en kommúnistaflokka á meginlandinu. Þar með er ég ekki að neita því að Sósíalistaflokkurinn fjarlægðist Sovétríkin ekki eins hratt og rækilega og hann hefði átt að gera. Reynsla tuttugustu aldarinnar hefur sýnt svo að ekki verður um villst að vinstri pólitík sem ekki byggir á lýðræði og réttarríki er á leið til glötunar. Það vafðist of lengi fyrir íslenskum vinstri mönnum að viðurkenna þetta án fyrirvara.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.