Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 13
B r o s t i n f r a m t í ð – 2 0 á r u m s í ð a r TMM 2013 · 2 13 „Rétt er það að kalda stríðið hafði afsiðandi áhrif á stjórnmálalífið. En hjá okkur blandast þetta saman við eldri umræðuhefð, og eins og ýmsir hafa orðið til að benda á, virðist hún lifa góðu lífi eftir 1989. Ofstopi, belgingur og gífuryrði eru áberandi þættir í pólitískum kúltúr Íslendinga, og ekki hefur þetta batnað á árunum eftir hrunið. Stjórnmál verða aldrei átakalaus, en eitt- hvað er hægt að gera til að halda átökunum innan strangari marka.“ Margir vinstrimenn fögnuðu því hér veturinn 2008–9 að hrunin væri varan- lega í heiminum frjálshyggjan sem pólitísk hugmyndafræði. Á Íslandi væri hruninn ríkisflokkurinn Sjálfstæðisflokkur og jafnframt hið mislukkaða lýðveldi Ísland. Nú er sigurinn okkar sögðu margir vinstrimenn, „nú er okkar 1989“, sagði einn þrautreyndur forystumaður íslenskra sósíalista í mín eyru. Er það svo? „Þetta er líklega best að taka í tveimur pörtum. Fyrri parturinn, um hrun frjálshyggjunnar, stendur heima – í þeim skilningi að um hug mynda fræði- legt gjaldþrot var að ræða; þrátt fyrir það reynist erfitt að losna við kredduna, bæði vegna þess að hún er samrunnin voldugum stofnunum, og vegna þess hve rækilega var girt fyrir að annars konar hugsun kæmist til áhrifa innan hagfræðinnar. Um þetta fjallar ágæt bók eftir enska félagsfræðinginn Colin Crouch, The strange non-death of neoliberalism. Hitt er rugl – á sama plani og sú kenning að Íslendingar hafi fyrir 1991 búið við eitthvert afbrigði af sovétmódelinu (fyrir 2008 heyrði ég menn sem annars virtust með réttu ráði halda þessu fram). Sjálfstæðisflokkurinn var ekki ríkisflokkur af sama tagi og þeir sovésku; það sem hér hrundi var ekki heil ríkis-og efnahagsbygging, heldur ofvaxinn og fyrirfram dauðadæmdur en goðsöguvæddur afleggjari, fóðraður og verndaður af stjórnmálaleiðtogum og hugmyndafræðingum. Samanburður við 1989 varpar litlu sem engu ljósi á íslenska hrunið. Þar með er ekki sagt að ekki megi skoða það í breiðara sögulegu samhengi. Frjálshyggjan var alþjóðlegur faraldur, en tók á sig ýmsar myndir, stundum í ósamræmi við sjálfsskilning og opinberar yfirlýsingar þeirra sem að henni stóðu. Václav Klaus t.d. var oft kallaður besti lærisveinn járnfrúarinnar en þegar betur er að gáð virðist leið hans nokkuð sérstök. Enn er, held ég, ósvarað þeirri spurningu hvers vegna gráthlægilegasta afbrigði frjáls- hyggjunnar (um það verður varla deilt) spratt upp á Íslandi; það bíður sam- eiginlegra rannsókna sagnfræðinga og félagsfræðinga. Samanburðarrannsóknir á hruninu þyrftu reyndar að fara út í fleiri sálma. Stundum læra þjóðir af stóráföllum, stundum ekki (fáir eða engir hafa í því tilliti gert betur en Danir eftir 1864; Þjóðverjar lærðu ekkert af fyrri heimsstyrjöldinni, en heilmikið af þeirri síðari). Hvernig hefur Íslendingum gengið þetta? Ég held ég verði að taka undir með þeim sem telja hvorki kosningabaráttuna né kosningaúrslitin í apríl sl. lofa góðu (í þeim hópi eru fyrrverandi áhrifamenn í stjórnmálum, en virkir stjórnmálamenn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.