Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 20
Á r n i S n æ va r r 20 TMM 2013 · 2 tók Jón því vel og að þessu myrkraverki loknu reyndi hann aldrei að hafa áhrif á minn fréttaflutning. Jón náði undirtökunum á Stöð 2 með harðfylgi og ósvífni. Hann vildi byggja upp fjölmiðlaveldi og hala inn fé úr skemmtigeiranum, en hann hafði hvorki áhuga né skilning á pólitík. Það var til dæmis óviturlegt hjá honum að amast við því að Stöð 2 keypti sjónvarpsþætti af prófessor Hannesi H. Gissurarsyni og þegar hann stuggaði við Elínu Hirst var hann kominn í stríð við Sjálfstæðisflokkinn. Svo sjálfsörugg var fréttastofa Stöðvarinnar að þegar reynt var að koma að frétt um að Jón hefði lagt til fé til kaupa á píanói á heimaslóðum sínum á Suðurnesjum tókst ekki að finna því stað í einum einasta fréttatíma Stöðvar 2 og Bylgjunnar þótt svipaðar sögur rötuðu stundum inn í fréttir. Jón virðist núna öllum gleymdur og eiginlega finnst manni skondið til þess að hugsa að hann sitji útvatnaður á friðarstóli eftir að hafa verið útmál- aður sem skrattinn sjálfur árum saman, og tekið við hlutverki Sovétríkjanna í kaldastríðsheimsmynd Sjálfstæðismanna, þangað til Jón Ásgeir tók við kaleiknum. Skífu-Jón keypti fyrirtækið í samvinnu við Sigurjón Sighvatsson, kvik- mynda framleiðanda með skuldsettri yfirtöku. Þetta var snilldarflétta hjá Jóni því hann var langstærsti umboðsmaður kvikmynda og tónlistar og því sat hann í ákveðnum skilningi beggja megin borðsins. Sigurjón var svo góður tengiliður í Hollywood. Báðir borguðu sjálfum sér himinháar fjár- hæðir í „ráðgjöf“ – Jón hefur þá væntanlega gefið ráð um hvaða kvikmyndir ætti að kaupa af Skífunni og hvaða tónlist fyrirtækisins ætti að spila. Svo séður var Jón að Stöð 2 leigði íbúð af honum í Cannes þegar kaupstefnur þar stóðu yfir og þótti sumum starfsmönnum það ill vist að kúra á gólfinu hjá Skífu-Jóni á meðan aðrir hrutu á Grandhótelum á la Croisette. Það er gömul saga og ný að maður sem skuldar bankanum þúsund kalla á ekki roð við honum, en allt annað er upp á teningnum ef þú skuldar bank- anum þúsund milljónir. Þrátt fyrir góðan hagnað af Stöð 2 og miklar greiðslur til eigenda fyrir- tækisins, beinar jafnt sem óbeinar, stóð fyrirtækið ekki undir afborgunum af lánum sem tekin voru til að kaupa sjálft fyrirtækið! Af ástæðum sem engar skýringar hafa fengist á, taldi Kaupþing sér það í hag að kaupa með afföllum stóran hluta skulda Stöðvarinnar (eða Norðurljósa). Skuldamál Stöðvar 2 voru orðin svo miðlæg í starfseminni að það þótti sjálfsagt að lögmaður fyrirtækisins tæki við sem forstjóri. Sigurður G. Guð- jónsson hafði enga reynslu af stjórn fyrirtækja, hvað þá fjölmiðla og eina sjáanlega stjórnunarreynsla hans var að hafa leikið lykilhlutverk í kjöri sveitunga síns, Ólafs Ragnars Grímssonar í forsetakosningunum 1996.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.