Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 25
Ó , þ e t t a va r i n d æ l t s t r í ð TMM 2013 · 2 25 brást við af því önuglyndi sem hann var þekktur fyrir í hópi blaðamanna en fréttin var staðfest. Þetta var svosem enginn risa-uppsláttur enda sorglega algengt að ráðamenn (og blaðamenn!) þiggi sporslur hjá fyrirtækjum eins og komið hefur á daginn. Sjálfur var ég umsjónarmaður Íslands í dag þegar þetta var og sat í mynd- veri þegar fréttin var lesin í yfirliti frétta klukkan sjö þar sem boðað var framhald í fréttunum klukkan hálfátta. Þegar aðalfréttirnar fóru í loftið á hálfta tímanum varð ég hins vegar jafn undrandi og aðrir áhorfendur því ekki var aukatekið orð um margboðaða frétt um veiðiferð fjármálaráðherr- ans í boði bankamannanna. Tíu mínútum fyrir útsendingu var Þór Jónsson varafréttastjóri kallaður í símann. Hinum megin á línunni var Sigurjón Sighvatsson sem bað hann lengstra orða að taka út fréttina um laxveiðiferðina því framtíð fyrirtækisins væri í hættu; viðræður við Kaupþing væru á viðkvæmu stigi og þeim væri stefnt í voða, yrði fréttin flutt. Þór segist hafa náð til Karls Garðarssonar fréttastjóra sem var í sumarleyfi og hafi hann tekið þá umdeilanlegu ákvörðun að sleppa fréttinni. Óhætt er að segja að allt hafi orðið vitlaust á fréttastofunni. Hringt var til fréttastjóra og forstjóra og hótuðu fréttamenn því að ganga á dyr ef setið yrði áfram á fréttinni. Aðalatriði hennar höfðu hvort sem er farið í loftið bæði í fréttayfirliti og í kynningu á Bylgjunni og því má segja að ákvörðunin um að sitja á fréttinni hafi verið með ólíkindum fáránleg. Sjálfur stóð ég ekki framarlega í þessum mótmælum enda upptekinn við rannsóknir á botninum á stórum bjór og orðinn úrkula vonar um að fréttastofan myndi nokkru sinni rétta úr kútnum. Auðvitað var ég algjörlega sammála andófinu en beitti mér ekki af þeim krafti sem ég var vanur. Ef eitthvað var reyndi ég að bera klæði á vopnin og það átti eftir að reynast mér dýrkeypt. Einu sinni á ágústkvöldi þar sem ég spígsporaði niður Skólavörðustíginn rakst ég á kunningja minn, Árna Pál Árnason, sem á þeim tíma rak nokkur lögfræðileg erindi fyrir Sigurjón Sighvatsson. Sagði ég nafna mínum að ef hann vildi ráða umbjóðenda sínum heilt ætti hann að segja honum að láta af þessum afskiptum; fréttamenn myndu ganga út í mótmælaskyni og hann væri að gera eign sína verðlausa. Nokkru síðar var gleðskapur á heimili mínu, einu sinni sem oftar á þessum tíma, þegar farsíminn hringdi og það reyndist vera Sigurjón Sighvatsson sem símaði frá kvikmyndaborginni Hollywood. Ég var mjög hreinskilinn við Sigurjón og sagði honum undanbragðalaust skoðanir mínar á þessu máli. Sigurjón hlustaði og sagðist skilja sjónarmið mín en bað mig að bíða rólegan; þetta mál allt á misskilningi byggt og ég ætti að bíða rólegur enda væri til mikils ætlast af mér hjá fyrirtækinu. Fréttin var loks send út, en segja má að það hafi einungis verið mála- mynda verknaður. Stjórnendur fyrirtækisins áttu engan kost því Steingrímur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.