Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 26

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 26
Á r n i S n æ va r r 26 TMM 2013 · 2 Sævarr Ólafsson, fyrrverandi fréttamaður, hélt úti síðunni www.frettir.com og greindi þar ítarlega frá gangi mála. „Það verður einhver rekinn fyrir þetta“ Sigurður G. Guðjónsson forstjóri og Karl Garðarsson fréttastjóri voru nú komnir úr sumarfríi og var boðað til fundar. Sigurður krafðist þess að hver sá starfsmaður fréttastofunnar sem hefði gefið Steingrími upplýsingar um laxveiðifréttina skyldi gefa sig fram og yrði hann rekinn umsvifalaust. Gekk hann síðan á starfsmenn hvern á fætur öðrum og spurði þá: viður- kenndi auðvitað enginn að hafa lekið í Steingrím. Ég neitaði hins vegar að segja af eða á um það hvort ég hefði talað við Stein grím. Mótmælti ég framkomu Sigurðar og vefengdi rétt hans til að beita slíkum hótunum. Benti ég einnig á að fréttamenn væru algjörlega ótrúverð- ugir gagnvart heimildarmönnum sínum ef þeir viðurkenndu rétt eigin fyrir- tækis til að reka „whistleblower“ úr eigin röðum. Fréttamönnum á Stöð 2 bar vissulega skylda til að segja fréttina af laxveiðum Geirs H. Haarde í boði Kaupþings og bann Stöðvar 2 við að flytja fréttina er auðvitað eitt grófasta dæmi um misbeitingu eigenda fjölmiðla- fyrirtækis á valdi sínu og ein grófasta skerðing á tjáningarfrelsi sem um getur í íslenskri fjölmiðlasögu. En tilraun Sigurðar G. Guðjónssonar og Karls Garðarssonar til að finna og reka heimildarmann frettir.com eru ekkert síður alvarleg aðför að starfi og starfsheiðri íslenskra blaðamanna. Sjálfur hef ég aldrei upplifað aðra eins heift og hatur eins og hjá Sigurði G. þennan ágústdag þegar röðin kom að mér í yfirheyrslunni yfir frétta- mönnum stöðvarinnar. Blár í framan af bræði æpti hann á mig að ég skyldi viðurkenna að ég hefði lekið fréttinni, enda gæti ég átt á hættu að einhver sakleysingi yrði annars rekinn. „Það verður einhver rekinn fyrir þetta.“ Það hvarflaði ekki að mér að gera Sigurði það til geðs að viðurkenna rétt hans til að skipa spænskan rannsóknarrétt yfir starfsmönnum og koma fram við þá eins og sauðfé. Ég hef aldrei sagt af eða á um hvort ég hafi verið heimildar- maður frettir.com, en því er auðvitað ekki að leyna að margir voru nánari vinir okkar ágæta gamla starfsfélaga en ég. Við Sigurður störðum hvor á annan í óratíma að mér fannst. Þegar hann gafst upp á undan mér, vissi ég mína sæng uppreidda. Ég þekkti Sigurð nógu vel til þess að vita að hann myndi aldrei fyrirgefa að hann skyldi hvorki geta beygt mig né brotið. Það kom mér því ekki neitt á óvart að vera kallaður inn á teppi hjá Karli Garðarssyni örfáum dögum síðar. Hann hrósaði mér í hástert og sagðist ekki hafa haft neitt út á störf mín að setja. Mér hefði verið ætlað frjálst hlut- verk utan venjulegra fréttavakta en af því yrði ekki og mér bæri að yfirgefa vinnustaðinn þegar í stað. Ástæðan væri sú að eftir það sem á undan væri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.