Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 27

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 27
Ó , þ e t t a va r i n d æ l t s t r í ð TMM 2013 · 2 27 gengið nyti ég ekki lengur trausts stjórnenda fyrirtækisins, þ.e.a.s. Sigurðar G., stjórnarformannsins Jóns Ólafssonar og Sigurjóns Sighvatssonar. Síðar sama dag sagði Karl fjölmiðlum og samstarfsmönnum sínum án þess að depla auga að ég hefði verið látinn fara út af „skipulagsbreytingum“. Það var og. Að segja að ég hafi kvatt Stöð 2 dapur í bragði væri „understatement of the year“. Ég var algjörlega bugaður, ég sat í tíu ára gamalli druslunni minni rúmlega fertugur, atvinnulaus auminginn og grét. Allt sem ég hafði byggt upp og lifað fyrir frá því ég veiktist af bakteríunni á DV hjá sómamönn- unum Ellert B. Schram og Jónasi Kristjánssyni, var hrunið til grunna. Ég hafði lagt mig allan fram og lagt allt í sölurnar fyrir þetta starf og nú hafði mér verið kastað á dyr. Ég gat ekki hugsað mér neinn annan starfsvettvang en þennan. Flestir sýndu mér vináttu og nærgætni og er mér sérstaklega minnis- stætt að Kári Stefánsson af öllum mönnum hringdi í mig til að stappa í mig stálinu. Það gerðu líka vinir, ættingjar og langflestir vinnufélagar. „Blaðamannafélagið snýst ekki um rassgatið á þér“ Ef til vill var ég barnalegur að búast við því að Blaðamannafélag Íslands myndi, þó ekki væri nema til málamynda, mótmæla því að blaðamaður væri rekinn úr starfi í kjölfar harðrar baráttu um sjálfstæði ritstjórnar sem er lykilatriði í því að tjáningarfrelsi þrífist. Einu máli má gilda um hver lak í frettir.com. Hefðu fréttamenn Stöðvar 2 átt að þegja yfir fréttum og láta Sigurð G. Guðjónsson og Karl Garðarsson grafa fréttina um laxveiðar Geirs H. Haarde? Gat Blaðamannafélag Íslands látið það viðgangast að fréttamenn (þar á meðal formaðurinn) væru niðurlægðir og látnir ganga gegnum svipugöng til að reyna að knýja þá til sagna um hver hefði lekið fréttinni um þöggunina í frettir.com? Því miður hafði Blaðamannafélagið og sérstaklega formaðurinn, Róbert Marshall, hvorki bein í nefinu né nægilegt faglegt stolt til þess að bregðast við og því var brottrekstri mínum ekki mótmælt og eftirmál laxveiðiferðarinnar komu aldrei til kasta stéttarfélags blaðamanna. Sjálfur reyndi ég hvað ég gat til þess að fá Blaðamannafélagið til að hreyfa við málinu en uppskar tölvupósta frá formanninum þar sem hann sagði að þar sem brottrekstri kvennanna fjögurra hefði ekki verið mótmælt, væri engin ástæða til að mótmæla mínum: „Blaðamannafélagið snýst ekki um rassgatið á þér“. Það er óhugnanleg lógík í þessu; lógík sem best verður útskýrð með því sem kallað er Stokkhólms-heilkennið, þegar gíslarnir festa ást á ofsækjend- um sínum. Nokkrum mánuðum síðar sagði ég mig úr Blaðamannafélagi Íslands, en svo þrotinn var ég sjálfstrausti að ég gerði það ekki opinbert.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.