Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 28
Á r n i S n æ va r r 28 TMM 2013 · 2 Ég hrökklaðist úr landi og hef að mestu unnið hjá alþjóðastofnunum síðan en var þó um hálfs árs skeið á Fréttablaðinu. Það liðu ekki nema örfáar vikur eftir að ég var rekinn að hringt var í eina þeirra kvenna sem reknar voru um sumarið og henni boðin vinna að nýju. Fljótlega var búið að ráða í allar þær stöðu sem losaðar höfðu verið, en kjörin höfðu rýrnað. Hvað bjó hér að baki? Gat verið að eigendurnir hefðu tekið fyrirtækið í gíslingu; starfsmennirnir væru teknir af lífi hver á fætur öðrum til að hóta lánadrottninum (Kaupþing átti orðið skuldirnar) að ef þeir fengju ekki góðan díl myndu þeir skilja eftir sviðna jörð og ónýtt fyrirtæki? Því lengri tími sem liði, því minna yrði eftir upp í skuldirnar. Eða voru stjórnendurnir einfaldlega svona fullkomlega óhæfir til að reka fyrirtæki og eiga í sómasamlegum samskiptum við starfsfólk? Lengst af virðist einnig hafa verið haldið áfram að pumpa út fé í ráðgjafa- greiðslur, þóknanir og ýmiss konar kostnað til eigenda; svo háar upphæðir að laun nokkurra starfsmanna voru eins og upp í nös á ketti. Framhaldið þekkja svo allir. Baugur eignaðist fyrirtækið og Jón og Sigurjón voru lausir allra mála. Sú staða var komin upp að einn maður, Jón Ásgeir Jóhannesson, hafði yfirburðastöðu í matvöruverslun og ýmsum við- skiptum, átti dagblað, tímarit, sjónvarps- og útvarpsstöðvar, að ógleymdum ítökum í fjármálafyrirtækjum. Við þessu reyndi Davíð Oddsson að bregðast á fautalegan hátt með því að leggja fram frumvarp um að takmarka hringa- myndun í eignarhaldi fjölmiðla. Frumvarp Davíðs var efnislega svipað frumvarpi sem Ólafur Ragnar Grímsson hafði áður lagt fram á þingi. Blaðamannafélagið sem fagnaði frum- varpi forsetans verðandi, snerist nú af alefli til fylgis við eigendur Stöðvar 2. Fjölmiðlar í eigu Baugs lögðust gegn frumvarpinu og náði baráttan hámarki þegar starfsmenn fyrirtækisins gengu fylktu liði að Alþingi og lögðu banana, vafalaust keypta í Bónus, á tröppur löggjafarsamkundunnar. Varð Ólafur Ragnar Grímsson síðan við ósk kosningastjóra síns frá 1996 um að neita að skrifa undir lög sem meirihluti Alþingis hafði samþykkt. Landsmenn gátu nú næstu árin lifað hamingjusamlega í náðarfaðmi Baugs- fjölskyldunnar: eftir góðan nætursvefn í rúmi úr húsgagnaverslun hringsins gat fjölskyldan burstað í sér tennurnar og borðað morgunmatinn allt keypt í búðum Baugs og rennt yfir fréttirnar úr Fréttablaðinu, slegið svo lán í Íslandsbanka til að kaupa sjónvarp og horft á þingmenn í þáttum um kosn- ingabaráttu sem nutu styrkja Baugs á sjónvarpsstöð Baugs. Og talað í síma á vegum auðhringsins. Fréttamenn á Stöð 2 fengu örlítinn styrk fyrir að láta síma- og netviðskipti sín fara í gegnum Tal sem var hluti af samsteypunni. Áður en upp úr sauð á Stöð 2 hafði ég reynt að fá útskrift af símareikningi mínum hjá fyrirtækinu. Fékk ég þvert nei enda gæti eigandi númersins – Stöð 2 – einn fengið slíka útskrift. Þrátt fyrir margítrekaðar spurnir fékk ég aldrei svör um það hvort fyrirtækið hefði fengið útskrift af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.