Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 29
Ó , þ e t t a va r i n d æ l t s t r í ð TMM 2013 · 2 29 símanúmerum, en að venju vildi Blaðamannafélagið ekkert af þessu máli vita. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hversu óeðlilegt það er að fréttamenn geti ekki talað í eigin síma án þess að eigendur fyrirtækisins geti vitað upp á hár við hverja þeir tala – og hvenær. Það blasir við að við slíkar aðstæður geta fjölmiðlar ekki sinnt aðhalds- hlutverki sínu. Að mínu mati var á þessum tíma sáð fræjum meðvirkni og hjarðhegðunar sem áttu eftir að einkenna fjölmiðla Norðurljósa, síðar 365, á tímum útrásar og hruns. Seint mun eigendum fjölmiðla skiljast að eign á fjölmiðli er vandmeðfarið vopn. Það er freistandi að grípa til þessa skæða vopns en sá galli er á gjöf Njarðar að í hvert skipti sem sverðinu er sveiflað, gufar það upp í höndunum á eigandanum. Trúverðugleikinn er verðmætasta eign fjölmiðlafyrirtækis og án hans er það verðlítið – hvað sem excelskjölin segja. Sverðið er til- komumikið og beitt en því verður ekki beitt og notkun þess er álíka gáfuleg og að brenna fyrirtækið til grunna. * Litlu mátti muna að ég gengi á ný til liðs við minn gamla vinnustað þegar mér var boðið að stýra þætti er íslenskt CNN leit dagsins ljós á vegum sam- steypu Stöðvar 2 og Fréttablaðsins undir nafninu NFS. Ég íhugaði alvarlega að þiggja boð þetta boð en rann kalt vatn á milli skinns og hörunds þegar mér var sýnt fram á að til þess að NFS dæmið gengi upp þyrfti fyrirtækið að ná til sín svo stórum hluta af öllum auglýsingatekjum á íslenskum markaði, þar á meðal talsverðu frá öðrum fjölmiðlafyrirtækjum eigin samsteypu, að tæpast væri fjárhagslegur grundvöllur fyrir rekstrinum. Í þessu spili var greinilega vitlaust gefið og mér sýndist tilvist NFS hafa einhvern annan til- gang en að græða fé eða halda uppi málefnalegri fréttaumræðu á Íslandi. Hvernig hefði NFS til dæmis fjallað um hrunið, aðdraganda og afleiðingar? Kannski átti Marshallinn kollgátuna þegar hann sagði: „Á endanum ert það þú sem ræður, Jón Ásgeir.“ Batnandi mönnum er best að lifa og ég gladdist yfir því þegar ofsóttir heimildarmenn á Íslandi fengu sína Marshallaðstoð á Alþingi. Það kom mér hins vegar á óvart að flutningsmaðurinn skyldi ekki rifja upp sína eigin reynslu af málefninu. * Þessa sögu segi ég ekki af neinum hefndarhug enda hef ég sæst við alla sem ég hef troðið illsakir við. Mér til undrunar hefur þessi saga hins vegar ekki verið sögð í tíu ár, þótt mér hafi stundum fundist ærið tilefni til (hrun, rann- sóknarskýrsla, frumvörp á þingi) því krafan um sjálfstæði blaðamanna og frelsi fjölmiðla er sígild.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.