Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Side 29
Ó , þ e t t a va r i n d æ l t s t r í ð
TMM 2013 · 2 29
símanúmerum, en að venju vildi Blaðamannafélagið ekkert af þessu máli
vita. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hversu óeðlilegt það er að
fréttamenn geti ekki talað í eigin síma án þess að eigendur fyrirtækisins geti
vitað upp á hár við hverja þeir tala – og hvenær.
Það blasir við að við slíkar aðstæður geta fjölmiðlar ekki sinnt aðhalds-
hlutverki sínu. Að mínu mati var á þessum tíma sáð fræjum meðvirkni og
hjarðhegðunar sem áttu eftir að einkenna fjölmiðla Norðurljósa, síðar 365, á
tímum útrásar og hruns.
Seint mun eigendum fjölmiðla skiljast að eign á fjölmiðli er vandmeðfarið
vopn. Það er freistandi að grípa til þessa skæða vopns en sá galli er á gjöf
Njarðar að í hvert skipti sem sverðinu er sveiflað, gufar það upp í höndunum
á eigandanum. Trúverðugleikinn er verðmætasta eign fjölmiðlafyrirtækis
og án hans er það verðlítið – hvað sem excelskjölin segja. Sverðið er til-
komumikið og beitt en því verður ekki beitt og notkun þess er álíka gáfuleg
og að brenna fyrirtækið til grunna.
*
Litlu mátti muna að ég gengi á ný til liðs við minn gamla vinnustað þegar
mér var boðið að stýra þætti er íslenskt CNN leit dagsins ljós á vegum sam-
steypu Stöðvar 2 og Fréttablaðsins undir nafninu NFS. Ég íhugaði alvarlega
að þiggja boð þetta boð en rann kalt vatn á milli skinns og hörunds þegar
mér var sýnt fram á að til þess að NFS dæmið gengi upp þyrfti fyrirtækið að
ná til sín svo stórum hluta af öllum auglýsingatekjum á íslenskum markaði,
þar á meðal talsverðu frá öðrum fjölmiðlafyrirtækjum eigin samsteypu, að
tæpast væri fjárhagslegur grundvöllur fyrir rekstrinum. Í þessu spili var
greinilega vitlaust gefið og mér sýndist tilvist NFS hafa einhvern annan til-
gang en að græða fé eða halda uppi málefnalegri fréttaumræðu á Íslandi.
Hvernig hefði NFS til dæmis fjallað um hrunið, aðdraganda og afleiðingar?
Kannski átti Marshallinn kollgátuna þegar hann sagði: „Á endanum ert það
þú sem ræður, Jón Ásgeir.“
Batnandi mönnum er best að lifa og ég gladdist yfir því þegar ofsóttir
heimildarmenn á Íslandi fengu sína Marshallaðstoð á Alþingi. Það kom
mér hins vegar á óvart að flutningsmaðurinn skyldi ekki rifja upp sína eigin
reynslu af málefninu.
*
Þessa sögu segi ég ekki af neinum hefndarhug enda hef ég sæst við alla sem
ég hef troðið illsakir við. Mér til undrunar hefur þessi saga hins vegar ekki
verið sögð í tíu ár, þótt mér hafi stundum fundist ærið tilefni til (hrun, rann-
sóknarskýrsla, frumvörp á þingi) því krafan um sjálfstæði blaðamanna og
frelsi fjölmiðla er sígild.