Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 39
H e i l ö g þ r e n n i n g : L a n d , þ j ó ð o g t u n g a TMM 2013 · 2 39 kjarnann í því viðhorfi, sem [íslensk] ættjarðarljóð eru af sprottin, Ísland, Íslend- ingar og íslenzk menning eru skáldunum það sem heilög þrenning er hinum trúaða. Hrikafegurð íslenzkrar náttúru, mikil forlög smárrar þjóðar, sem landið byggir og menning hennar, vígð friði en frábitin ofbeldi, renna saman í máttuga heild. Öllu þessu ógnar hin erlenda herseta. Herskapurinn flekkar íslenzka náttúru …7 Í framhaldinu vitnar Magnús í kvæðið Hernámsárin eftir Jón Helgason í Kaupmannahöfn (bls. 17 í kvæðasafninu): „Ó bliknandi lyng undir ban- vænum skotreykjarsvælum! / Ó brekkusóley, sem kremst undir járnbentum hælum!“ Á líku máli og Magnús er Páll Valsson í rannsóknarritgerð sinni um Snorra Hjartarson og kallar kvæðið „harðort særingarljóð gegn inn- göngu Íslands í NATO sem endanlega var ráðin á Alþingi í mars 1949“.8 Snorri Hjartarson lét sjálfur í ljósi, beint og óbeint, að kvæðið hefði tví- eða jafnvel þríþættan uppruna og merkingu, með vísun í eigin útlegð fjarri ættlandinu, í atburðina 1949 en jafnframt með almennari vísun í líðan og örlög þess sem dvelur fjarri ættjörð sinni og þarf að tjá sig á erlendu máli. „M.“ í Morgunblaðinu 1957 gerir lítið úr vísuninni í hættu af þátttöku í hern- aðarsamstarfi en bæði Magnús Torfi og Páll Valsson leggja áherslu á hana. Ætla hefði mátt að kvæðið hefði mætt andstöðu meðal þeirra sem aðhylltust NATO-samstarfið. Vel má vera að orðspor Snorra Hjartarsonar sem eins af bestu skáldum þjóðarinnar, og velvild jafnvel þeirra sem ekki voru honum sammála í pólitík (til dæmis „M.“ Morgunblaðsins), hafi dregið úr slíkri gagn- rýni. Og hvað sem um slíkt má segja þá hefur fyrsta lína kvæðisins eignast eigið líf, ef svo má segja, og hefur um langan aldur verið notuð retórískt jafnt af þeim sem horfa til vinstri sem til hægri í pólitík. Það er land, þjóð og tunga sem skilgreinir íslenskt þjóðerni; um það eru nær allir sammála. Í inngangi að nýlegri heildarútgáfu kvæða Snorra Hjartarsonar (Kvæða- safn, 2006) ræðir Hjörtur Pálsson um þá hættu sem ýmsir telji að steðji að íslenskri tungu. Hann telur að ekki þurfi að spyrja að leikslokum ef „tungan fjarlægðist svo uppsprettulindir sínar að silfurþráðurinn slitnaði og skjólan brotnaði við brunninn“ (bls. 21). En meðan við eigum von um að svo grimmileg örlög bíði ekki tungu okkar og bókmennta, þrátt fyrir hættumerkin og háðsglósur þeirra sem ekkert er heilagt, hljóta ljóð Snorra að vitja þeirra aftur og aftur sem eiga Ísland að ættjörð, íslensku að móðurmáli og skammast sín ekki fyrir að vera þjóð eða standa vörð um náttúru Íslands þegar þeim þykir of langt gengið. Þeim geta enn virst landvarnarljóð hans einkennilega tímabær, og þeir taka undir með honum … Hjörtur birtir fyrsta erindi kvæðis Snorra, „Land þjóð og tunga“, og heldur áfram (bls. 22): Sú þrenning sem Snorri Hjartarson ávarpaði þannig þegar hann óttaðist um líf hennar var honum heilagur dómur. Svo rakleiðis hefur fyrsta línan líka ratað að hjartastað margra Íslendinga að hún er að verða eins og málsháttur eða spakmæli sem við grípum til þegar okkur finnst við eiga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.