Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 42
Ve t u r l i ð i G . Ó s k a r s s o n 42 TMM 2013 · 2 við fjöldann síðar. Á hinn bóginn er umtalsverð fjölgun dæma eftir 1980 áhugaverð, og þarfnast skýringar; þar dugir tæpast heldur tilvísun í fleiri tímarit og aukinn blaðsíðufjölda. „Rannsóknarspurning“ mín, þegar ég lagðist í þessa ör-rannsókn, laut að því hvort sjá mætti að orðin „land, þjóð og tunga“ í þjóðernislegu samhengi fjölgaði eftir að kvæði Snorra Hjartarsonar birtist árið 1949. Tilgátan sem leiddi af spurningunni var að svo væri. Það virðist þó ekki vera raunin fyrstu áratugina, a.m.k. ekki svo að skýrt sé. Þau fáu dæmi sem eru staðfest frá sjötta áratugnum benda ekki til þess að fyrsta lína kvæðisins hafi þá þegar verið ígildi málsháttar eða spakmælis sem rataði að hjartastað Íslendinga, svo vitnað sé til orða Hjartar Pálssonar hér að framan. En þegar á líður, einkum frá og með níunda áratug liðinnar aldar, fjölgar dæmum svo mjög að varla er hægt að draga aðra ályktun en að þau spegli samspil tungumáls og sjálfsmyndarsköpunar: Þekkt skáld datt niður á góða ljóðlínu – fyrirgefið hvað þetta hljómar hversdagslega – og allir stökkva upp til handa og fóta. (Að vísu nokkuð seint.) Jafnvel þeir sem halla sér til hægri í pólitík snúa blinda auganu við þeirri staðreynd að orðunum var í upphafi beint gegn því sem var þeim heilagt, aðildinni að NATO og samstarfinu við Bandaríkin; einnig þeir gera orðin að sínum. Tungumálið og íslensk sjálfsmynd sameina stríðandi fylkingar og eins og í boltanum styðja allir sitt lið. Þegar leitað er að „land, þjóð og tunga“ á Internetinu nú þegar fer að vora árið 2013 (með leitarvélinni Google) koma í ljós margfalt fleiri dæmi en þau sem finna má á timarit.is, meira en 23 þúsund. Manni fallast hendur gagn vart slíkum dæmafjölda, en öll þau sem ég skoðaði þegar ég setti saman þessar línur voru beinar eða óbeinar tilvísanir í kvæði Snorra Hjartarsonar. (Það ber þó að athuga að mörg dæmin eru endurtekningar eins og sama dæmis og raunverulegur dæmafjöldi er því eitthvað minni en leitarniðurstaðan gefur til kynna. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að þessi þrenning hefur æði oft komið þeim í hug sem hafa tjáð sig á netinu undanfarin ár.) Vigdísarþáttur Vigdís Finnbogadóttir hefur, sem kunnugt er, oft nefnt tungumálið sem einn mikilvægasta þáttinn í sjálfsmynd Íslendinga, t.d. í einhverri fyrstu ræðu sem hún hélt eftir að hún varð forseti árið 1980: „Við erum oft á það minnt, að það er íslensk tunga, sem öðru fremur gerir okkur að Íslendingum.“10 Vigdís er meðal þeirra sem oft vitna í kvæði Snorra Hjartarsonar og gerði upphafsorð þess að nokkurs konar kjörorði sínu skömmu eftir að hún tók við embætti, eins og Hjörtur Pálsson bendir á í inngangi sínum að Kvæðasafni Snorra.11 Til dæmis vitnar hún í kvæðið í grein um landvernd 31. maí árið 198412 og í ræðu við embættistöku 1. ágúst 1984, þegar hún var sett í embætti í annað sinn.13 Vigdís valdi ljóðin í safnið Íslensk kvæði sem Mál og menning
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.