Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 43

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 43
H e i l ö g þ r e n n i n g : L a n d , þ j ó ð o g t u n g a TMM 2013 · 2 43 gaf út 198914 og þar á meðal var „Land þjóð og tunga“ (bls. 161) sem áður hafði ekki verið í slíku úrvali. Í viðtali í Stúdentablaðinu árið 2009 (2009/4, bls. 21) segir Vigdís:15 „‘Land, þjóð og tunga’ hefur lengi verið uppáhaldstilvitnun mín. Snorri Hjartarson, verðlaunaskáld Íslendinga, setti þessi orð í ljóð á síðustu öld. Það eru þessi þrjú orð sem ég nota þegar mig langar til að segja eitthvað sem menn kunni að taka mark á.“ Viðmælandinn spyr: „Hvað eiga Íslendingar helst að standa vörð um?“ Vigdís svarar: „Um land, þjóð og tungu og fyrst og fremst að standa beinir í baki í stundarandstreymi og gæta þess að börnin fái trú á að það sé gott að búa á Íslandi.“ Skömmu áður segir hún í sama viðtali (bls. 19 og 20): Það er afar mikilvægt ef við ætlum að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð að við glötum aldrei tungumálinu. Íslendingar átta sig ekki allir á því að við höfum algjöra sérstöðu af því að við eigum þetta tungumál. Íslenskan er gersemar okkar sem við verðum að rækta alla daga, allar stundir. Við eigum ekkert dýrmætara en þetta, tunguna og landið. Við eigum þetta land og við erum sjálfstæð þjóð, hvað er hægt að biðja um meira? Þess vegna þurfum við að rækta tunguna svo hún glatist ekki því þá glötum við sérkennum okkar. […] Tungumálið er sjálfsmynd þeirra sem það tala – enginn ætti nú að þekkja það betur en við Íslendingar. Það er eftirtektarvert hvað ritdæmum um „land, þjóð og tungu“ í blöðum og tímaritum fjölgar mikið eftir 1980, sem fyrr segir, og varla er það einber tilviljun að sú aukning fer saman við forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur. En þó að forseti þjóðar hafi vissulega áhrif á viðhorf og skoðanir, einkum þegar hann er vinsæll og viðmótið hlýtt, er ekki sennilegt að Vigdís for- seti sé stærsti eða eini aflvakinn þar á bak við. Fremur má telja að hún hafi endurspeglað tímann og viðhorfin – og geri enn. Íslensk þjóðernishyggja er sterk og á sér djúpar rætur meðal þjóðarinnar – það má kalla þessa „hyggju“ öðru nafni, ef menn vilja, t.d. þjóðarkennd eða jafnvel átthagakennd ef orðið þjóðernishyggja styggir einhvern. Þáttur tungumálsins er þar sérlega eftir- tektarverður og erlendir fræðimenn þreytast ekki á að spyrja um hann og ástæður hans. Þrátt fyrir augljósan vöxt erlendra áhrifa á tunguna og merki um ýmsar breytingar hefur hugmyndafræðin um sterka, hreina og einsleita tungu á margan hátt styrkst á síðustu áratugum, t.d. við ýmiss konar stöðlun sem orðið hefur fyrir tilstuðlan fjölmargra orðabóka, alþjóðlegra staðla, íslensks viðmóts í tölvum, handbóka um íslenskt mál o.fl., svo fáein dæmi séu nefnd. Lokaorð Tungumálið er ofið í sjálfsmynd meðal-Íslendingsins, og viðhorfi til tung- unnar má e.t.v. best líkja við trú eða stjórnmálaskoðun – og þar á ég við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.