Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Síða 45
H e i l ö g þ r e n n i n g : L a n d , þ j ó ð o g t u n g a
TMM 2013 · 2 45
segir: „Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, orti Snorri Hjartarson á
sínum tíma og hafi þau orð nokkurn tímann átt við rök að styðjast þá gera
þau það naumast lengur.“17
Hér rekast á tvenns konar sjónarmið. Ofangreindir höfundar, Guðmundur
Hálfdanarson og Guðmundur Andri Thorsson, sem ég dró inn í umræðuna
sem dæmi um málshafa annarrar orðræðu en hinnar gömlu og hefðbundnu,
eru náttúrlega engu minni föðurlandsvinir eða ástmegir tungunnar en t.d.
Hjörtur Pálsson – eða Snorri, Magnús Torfi, Tryggvi eða Vigdís, svo einnig
þau séu nefnd til sögunnar á ný. Viðhorfið er einfaldlega annað, og kemur
fram í orðum þeirra, sem og í orðum margra annarra fræðimanna og rithöf-
unda sem á síðustu árum hafa skoðað íslenskt mál, íslenska þjóð og íslenska
menningu frá öðrum sjónarhóli en þeim sem á rætur aftur á 19. öld, í þeirri
baráttu sem leiddi til sjálfstæðis.18
Tilvísanir
1 Þótt það skipti litlu máli má nefna að þetta hefti TMM var komið út fyrir 30. mars, þegar átökin
á Austurvelli urðu, eins og sjá má af því að ritið var auglýst bæði í Þjóðviljanum og Morgun-
blaðinu föstudaginn 25. mars, bls. 7 og 10.
2 Sjá t.d. Páll Valsson. 1990. „Þögnin er eins og þaninn strengur.“ Þróun og samfella í skáldskap
Snorra Hjartarsonar, bls. 168. Studia Islandica – Íslensk fræði 48. Reykjavík: Bókaútgáfa Menn-
ingarsjóðs.
3 Snorri Hjartarson. 1952. Á Gnitaheiði, bls. 16–17. Reykjavík: Heimskringla.
4 Svo frjáls vertu móðir. Nokkur ættjarðarljóð 1944–1954. Kristinn E. Andrésson valdi kvæðin.
Reykjavík: Mál og menning, 1954.
5 Svo frjáls vertu móðir, bls. 3. Sbr. Snorri Hjartarson. 1960. Kvæði 1940–1952, bls. 70–71. Reykja-
vík: Heimskringla. Snorri Hjartarson. 1981. Kvæði 1940–1966, bls. 72–73. Reykjavík: Mál og
menning. Snorri Hjartarson. 1992. Kvæðasafn, bls. 62–63. Reykjavík: Mál og menning. Snorri
Hjartarson. 2006. Kvæðasafn, bls. 87. Reykjavík: Mál og menning 2006.
6 Sbr. Páll Valsson 1990, bls. 168.
7 Magnús Torfi Ólafsson. 1955. „Nýtt blómaskeið íslenzkra ættjarðarljóða“. Birtingur 1955, [1.
árg.], 2. hefti, bls. 44–45.
8 Páll Valsson 1990, bls. 168.
9 Fréttablaðið 14. mars 2012. Greinin er nú aðgengileg í vefritinu Vísi, http://www.visir.is/land,-
thjod-og-tunga/article/2012703149973.
10 Vefslóð: http://www.vigdis.is/is/forseti_islands#0301.
11 Snorri Hjartarson 2006, bls. 22.
12 Morgunblaðið 31. maí 1984, bls. 13, Alþýðublaðið 31. maí 1984, bls. 3, Þjóðviljinn 31. maí 1984,
bls. 5, DV 1. júní 1984, bls. 12.
13 Morgunblaðið 2. ágúst 1984, bls. 33, Alþýðublaðið 3. ágúst 1984, bls. 4, Þjóðviljinn 3. ágúst 1984,
bls. 8.
14 Íslensk kvæði. Vigdís Finnbogadóttir valdi kvæðin. Reykjavík: Mál og menning, 1989.
15 Áslaug Baldursdóttir. 2009. „Rof á milli kynslóða.“ Viðtal við V.F. í Stúdentablaðinu, 4. tbl. 85.
árg. nóv. 2009, bls. 19–23. Vefslóð: http://www.student.is/sites/default/files/um_student/skjol/
sdntblnov09web.pdf.
16 Guðmundur Hálfdanarson. 2007. Íslenska þjóðríkið – uppruni og endimörk, bls. 233. Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag.
17 Guðmundur Andri Thorsson. 2001. „Land, þjóð og tungur“, Morgunblaðið, Menningarblað/
Lesbók 19. maí 2001. Vefslóð: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/606461/.
18 Hér hefur umfjöllunin verið einskorðuð við tunguna en minna rætt um þjóð og ekkert um land
og náttúru.