Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 56

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 56
S v e r r i r N o r l a n d 56 TMM 2013 · 2 Ég er kominn með annan fótlegginn út um stofugluggann þegar heimilis- síminn hringir. Mér er meinilla við að tala í símann. Eiginlega á maður aldrei að segja neitt án þess að hugsa sig fyrst lengi um. Og geri maður það, kemst maður iðulega að þeirri niðurstöðu að það sem maður ætlar að segja sé ekki þess virði að segja það, og því segir maður ekki neitt. Þetta held ég að sé góð lífsregla. Fólki finnst mjög óþægilegt að tala við mig í símann. En nú minnist ég þess skýrt sem kærastan mín brýndi fyrir mér í morguns- árið, meðan hún gerði pílates-æfingarnar sínar: „Ef síminn hringir og ég er ekki heima, þá verðurðu að svara. Það er mjög mikilvægt! Skilurðu það?“ Um leið og ég lyfti upp símtólinu seilist ég eftir sykruðum eplabáti með hinni hendinni. Sykraði eplabáturinn liggur ásamt öðrum sykruðum eplabátum í skál sem stendur við hlið doðrantsins um forna, egypska list- muni. Ég hef hugsað mér að segja: Halló, hver er þar? en nú kem ég ekki upp orði þar sem sykraði eplabáturinn situr fastur í kokinu. „Hvað á það að þýða að koma ekki til dyra?“ heyrist spurt á hinum end- anum. Í andarteppunni missi ég símann og finn að ég er einnig að missa jafn- vægið. Gólfið bylgjast undir mér og allt um kring gnæfa svimháar pappírs- stæður með handritum að sex misheppnuðum skáldsögum sem ég næ nú aldrei að ljúka við. Eitt þessara verka, „Rannsókn á tilfinningalífi mínu frá því í frumbernsku með sérstakri áherslu á brokkgengt ástarlíf mitt“, er 3.700 vélritaðar síður og á það dett ég nú með miklum bægslagangi. Pappírinn þyrlast um stofuna og á sama andartaki skýst sykraði eplabáturinn upp úr kokinu á mér. Löðursveitt mús staulast út úr holu sinni og dregur ávöxtinn þyngslalega með sér aftur heim. Eplabitinn skilur eftir sig glitrandi rák af slefi baðaða sólarljósi sem streymir inn um gluggann. „HALLÓ!“ heyrist ítrekað öskrað í símann. Með skjálfandi hendi tek ég þetta litla, þreytandi tæki upp af gólfinu og slekk á því. Síðan feta ég mig inn í eldhúskrókinn, sundurknosaður á sál og líkama, og kveiki þar á hraðsuðukönnunni. Fyrr en varir er ég byrjaður að vaska upp. Mér finnst mjög gott að vaska upp. Það hvílir hugann. Við hjalandi nið vatnsbununnar svíf ég brátt inn í unaðslegan þankalausan dróma, en strýk þá uppþvottasvampinum heldur of ákaft um fíngert vínglas og mölva það. Eitt glerbrotanna stingst djúpt inn í hægri baugfingurinn á mér. Ég ætla að rífa út glerbrotið en ýti því þá óvart enn lengra inn í fingurinn. Mér liggur við yfirliði, enda hef ég aldrei þolað að sjá eigið blóð. Glerbrotið er nú næstum komið alla leið í gegnum fingurinn. Það eru komnir blóðdropar hér og þar um allt eldhúsið. Ég skríð inn á baðherbergi þar sem mér tekst með herkjum að toga glerbrotið út úr fingrinum með nefhárasnyrti kærustunnar minnar. Tuttugu mínútum síðar, þegar ég hef skrúbbað blóðið af eldhúsinn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.