Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 78
Á r n i B e r g m a n n
78 TMM 2013 · 2
Laxness segir sjálfur svo í Skáldatíma um sína fyrri trú á „sovésku til-
raunina“: „Afneitun staðreynda fylgir oft dýrmætustu vonum manna og
hugsjónum“.25 Slík afneitun leiðir fyrr eða síðar til beiskra vonbrigða. En
útópísk fegrun heimsins, eða jafnvel einstakra landa jarðar getur eigi að
síður haft nokkuð jákvætt gildi: hún styður marga á erfiðum stundum og
leyfir þeim ekki að gleyma því að til nokkurs er að vinna, að ekki þarf allt
að vera sem er. Hin bókmenntalega staðleysutrú hjálpaði Halldóri Laxness
og rússneskum lesendum hans til að finna hver annan, að minnsta kosti um
stundarsakir. Og þetta gat gerst vegna þess að af ólíkum ástæðum skipuðu
fagurbókmenntir furðulega mikilvægan sess í andlegu lífi þessara tveggja
þjóða. Nú eru aðrir tímar, eins og hver maður veit. Úr öllum hornum má
heyra kvörtun um að fagurbókmenntir hafi þokað fyrir öðrum miðlum og
skemmtan sem gera tilkall til yfirráða yfir tíma og sálum. Að þær hafi, jafnt
á Íslandi sem í Rússlandi og í öðrum plássum heimsins glatað áhrifamætti
sínum, týnt hlutverki sínu, slitnað úr tengslum við það sem eitt sinn var
kallað „heimspeki vonarinnar“. Fáum mun koma það til hugar á okkar
dögum að skáldskapurinn bjargi heiminum, að fagrar bókmenntir geti verið
einskonar brú sem menn þramma yfir til öðruvísi og betra samfélags. En
tími Halldórs Laxness var einmitt sá tími þegar við mörg, hvort heldur væri
á Íslandi eða Rússlandi, trúðum á stórkostlegan tilgang bókmenntanna, sá
tími er liðinn, en hann var merkilegur og um sumt farsæll og af honum
stafar enn birtu yfir okkar hvunndagsleika.
Þessi grein er að mestu samhljóma erindi sem flutt var í Moskvu á ráðstefnu um
Halldór Laxness sem haldin var 12. október 2012 í tilefni 110 ára afmælis skálds-
ins.
Tilvísanir
1 Halldór Laxness: Gerska ævintýrið. Reykjavík 1938, bls. 24, 29.
2 Útgáfusagan er rakin í grein Árna Bergmann: „Utan við markaðslögmálin. Verk Halldórs
Laxness á rússnesku“. Þar ríkir fegurðin ein. Öld með Halldóri Laxness. 2002, bls. 74–75.
3 Halldór Laxness: Skáldatími, 1963, bls. 140.
4 Skáldatími, bls. 293.
5 Skáldatími, bls. 297.
6 „Utopia describes a state of impossible perfection which nevertheless is in some genuine sense
not beyond the reach of humanity.“ Krishan Kumar: Utopianism, 1991, bls. 3.
7 Um Rússland sem staðleysu fyrr og síðar sjá Árni Bergmann: „Trúin á Rússland“, Tímarit Máls
og menningar, 3, 2004.
8 Gerska ævintýrið, bls. 153.
9 Gerska ævintýrið, bls. 148.
10 Um Ólaf Kárason sem Kristsfígúru sjá Gunnar Kristjánsson: Fjallræðufólkið. Persónur í verk-
um Halldórs Laxness, 2002.
11 Halldór Laxness: Heimsljós, 1955, I, bls. 173.
12 Heimsljós, II, bls. 178.
13 Um Ólaf Kárason og Örn Úlfar sjá m.a.: Halldór Guðmundsson. „Ofar hverri kröfu. Um
fegurðarþrá í Fegurð himinsins“. TMM, 2. 98. bls. 22.