Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 78

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Qupperneq 78
Á r n i B e r g m a n n 78 TMM 2013 · 2 Laxness segir sjálfur svo í Skáldatíma um sína fyrri trú á „sovésku til- raunina“: „Afneitun staðreynda fylgir oft dýrmætustu vonum manna og hugsjónum“.25 Slík afneitun leiðir fyrr eða síðar til beiskra vonbrigða. En útópísk fegrun heimsins, eða jafnvel einstakra landa jarðar getur eigi að síður haft nokkuð jákvætt gildi: hún styður marga á erfiðum stundum og leyfir þeim ekki að gleyma því að til nokkurs er að vinna, að ekki þarf allt að vera sem er. Hin bókmenntalega staðleysutrú hjálpaði Halldóri Laxness og rússneskum lesendum hans til að finna hver annan, að minnsta kosti um stundarsakir. Og þetta gat gerst vegna þess að af ólíkum ástæðum skipuðu fagurbókmenntir furðulega mikilvægan sess í andlegu lífi þessara tveggja þjóða. Nú eru aðrir tímar, eins og hver maður veit. Úr öllum hornum má heyra kvörtun um að fagurbókmenntir hafi þokað fyrir öðrum miðlum og skemmtan sem gera tilkall til yfirráða yfir tíma og sálum. Að þær hafi, jafnt á Íslandi sem í Rússlandi og í öðrum plássum heimsins glatað áhrifamætti sínum, týnt hlutverki sínu, slitnað úr tengslum við það sem eitt sinn var kallað „heimspeki vonarinnar“. Fáum mun koma það til hugar á okkar dögum að skáldskapurinn bjargi heiminum, að fagrar bókmenntir geti verið einskonar brú sem menn þramma yfir til öðruvísi og betra samfélags. En tími Halldórs Laxness var einmitt sá tími þegar við mörg, hvort heldur væri á Íslandi eða Rússlandi, trúðum á stórkostlegan tilgang bókmenntanna, sá tími er liðinn, en hann var merkilegur og um sumt farsæll og af honum stafar enn birtu yfir okkar hvunndagsleika. Þessi grein er að mestu samhljóma erindi sem flutt var í Moskvu á ráðstefnu um Halldór Laxness sem haldin var 12. október 2012 í tilefni 110 ára afmælis skálds- ins. Tilvísanir 1 Halldór Laxness: Gerska ævintýrið. Reykjavík 1938, bls. 24, 29. 2 Útgáfusagan er rakin í grein Árna Bergmann: „Utan við markaðslögmálin. Verk Halldórs Laxness á rússnesku“. Þar ríkir fegurðin ein. Öld með Halldóri Laxness. 2002, bls. 74–75. 3 Halldór Laxness: Skáldatími, 1963, bls. 140. 4 Skáldatími, bls. 293. 5 Skáldatími, bls. 297. 6 „Utopia describes a state of impossible perfection which nevertheless is in some genuine sense not beyond the reach of humanity.“ Krishan Kumar: Utopianism, 1991, bls. 3. 7 Um Rússland sem staðleysu fyrr og síðar sjá Árni Bergmann: „Trúin á Rússland“, Tímarit Máls og menningar, 3, 2004. 8 Gerska ævintýrið, bls. 153. 9 Gerska ævintýrið, bls. 148. 10 Um Ólaf Kárason sem Kristsfígúru sjá Gunnar Kristjánsson: Fjallræðufólkið. Persónur í verk- um Halldórs Laxness, 2002. 11 Halldór Laxness: Heimsljós, 1955, I, bls. 173. 12 Heimsljós, II, bls. 178. 13 Um Ólaf Kárason og Örn Úlfar sjá m.a.: Halldór Guðmundsson. „Ofar hverri kröfu. Um fegurðarþrá í Fegurð himinsins“. TMM, 2. 98. bls. 22.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.