Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 85
Á h r i f E S B -a ð i l d a r á í s l e n s k h e i m i l i
TMM 2013 · 2 85
Hvað breytist við ESB-aðild?
Umræðan um hvort Ísland eigi að ganga í ESB er í raun spurning um hvort
beri að stíga skrefið inn í ESB til fulls eða ekki. Finnland og Svíþjóð notuðu
EFTA-EES samstarfið sem stökkpall þegar þau gengu í ESB árið 1995, en
á sama tíma felldu Norðmenn ESB-aðildarumsókn sína í þjóðaratkvæða-
greiðslu.3
Auk fjórfrelsisins, mun ESB-aðild Íslands fela í sér fulla þátttöku í:
(1) Tollabandalagi ESB.
(2) Landbúnaðarmálefnum ESB.
(3) Myntbandalaginu (að ákveðnum skilyrðum uppfylltum).
(4) Sameiginlegum fjármálum og styrkjakerfi ESB.
(5) Sjávarútvegsmálum ESB.
(6) Öðrum tengdum ESB-málefnum4, stofnunum ESB, o.fl.
Tollabandalag ESB felur í sér að engir tollar eru lagðir á vörur sem verslað
er með innan ESB. Skiptir þar ekki máli hvert upprunalegt framleiðslu-
land vörunnar er – vara sem er innan landamæra ESB er frjáls ferða sinna.
Þegar vörur eru fluttar inn í ESB frá löndum sem ekki eru aðilar að ESB eru
þær eingöngu tollaðar á ytri landamærum ESB. Öll ESB-löndin hafa sömu
tollskrá og tollar á ytri landamærum ESB eru alls staðar hinir sömu. Toll-
tekjurnar renna til ESB að frádregnum 25% kostnaði við innheimtu sem
tollafgreiðsluríkið heldur eftir. Neytandi í ESB-ríki getur því keypt vörur
í hvaða ESB-landi sem er án nokkurra formsatriða og flutt hana heim. Ef
varan er til einkaneyslu er virðisaukaskattur (söluskattur) greiddur í því
ríki sem hún er keypt í, óháð búsetu kaupandans. Verslun innan ESB telst
hvorki inn- né útflutningur og því er virðisaukaskattur ekki endurgreiddur
þegar kaupandinn tekur vöruna með heim þótt hann búi í öðru ESB-landi.
Frá þessu eru þó nokkrar undantekningar, t.d. ef um ökutæki er að ræða eða
ef verslað er fyrir meira en 15 milljónir kr., en þá ber að greiða söluskattinn
í heimaríkinu. Ef aðkeyptar vörur eru ætlaðar til endursölu, er virðisauka-
skatturinn greiddur í því ríki sem endanlegi kaupandinn fær vörurnar
afhentar í.
Ef Ísland gengur í ESB verður því ekkert sem bannar Íslendingum að
kaupa sér t.d. sjónvarp í öðru ESB-ríki og koma með það heim, annaðhvort
í persónulegum farangri eða gegnum póstverslun og fá það afhent án nokk-
urra aðflutningsgjalda. Sérreglur gilda þó um tóbak og áfengi til að hindra
misnotkun, en þar þarf að vera hægt að sýna fram á að um eðlilegt magn
til einkanota sé að ræða og að varan sé ekki ætluð til endursölu. Þótt ekki
sé tollgreiðslueftirlit sem slíkt á innri landamærum ESB kemur það þó ekki
í veg fyrir löggæslueftirlit og stikkprufur á ólöglegum varningi, s.s. eitur-