Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 85
Á h r i f E S B -a ð i l d a r á í s l e n s k h e i m i l i TMM 2013 · 2 85 Hvað breytist við ESB-aðild? Umræðan um hvort Ísland eigi að ganga í ESB er í raun spurning um hvort beri að stíga skrefið inn í ESB til fulls eða ekki. Finnland og Svíþjóð notuðu EFTA-EES samstarfið sem stökkpall þegar þau gengu í ESB árið 1995, en á sama tíma felldu Norðmenn ESB-aðildarumsókn sína í þjóðaratkvæða- greiðslu.3 Auk fjórfrelsisins, mun ESB-aðild Íslands fela í sér fulla þátttöku í: (1) Tollabandalagi ESB. (2) Landbúnaðarmálefnum ESB. (3) Myntbandalaginu (að ákveðnum skilyrðum uppfylltum). (4) Sameiginlegum fjármálum og styrkjakerfi ESB. (5) Sjávarútvegsmálum ESB. (6) Öðrum tengdum ESB-málefnum4, stofnunum ESB, o.fl. Tollabandalag ESB felur í sér að engir tollar eru lagðir á vörur sem verslað er með innan ESB. Skiptir þar ekki máli hvert upprunalegt framleiðslu- land vörunnar er – vara sem er innan landamæra ESB er frjáls ferða sinna. Þegar vörur eru fluttar inn í ESB frá löndum sem ekki eru aðilar að ESB eru þær eingöngu tollaðar á ytri landamærum ESB. Öll ESB-löndin hafa sömu tollskrá og tollar á ytri landamærum ESB eru alls staðar hinir sömu. Toll- tekjurnar renna til ESB að frádregnum 25% kostnaði við innheimtu sem tollafgreiðsluríkið heldur eftir. Neytandi í ESB-ríki getur því keypt vörur í hvaða ESB-landi sem er án nokkurra formsatriða og flutt hana heim. Ef varan er til einkaneyslu er virðisaukaskattur (söluskattur) greiddur í því ríki sem hún er keypt í, óháð búsetu kaupandans. Verslun innan ESB telst hvorki inn- né útflutningur og því er virðisaukaskattur ekki endurgreiddur þegar kaupandinn tekur vöruna með heim þótt hann búi í öðru ESB-landi. Frá þessu eru þó nokkrar undantekningar, t.d. ef um ökutæki er að ræða eða ef verslað er fyrir meira en 15 milljónir kr., en þá ber að greiða söluskattinn í heimaríkinu. Ef aðkeyptar vörur eru ætlaðar til endursölu, er virðisauka- skatturinn greiddur í því ríki sem endanlegi kaupandinn fær vörurnar afhentar í. Ef Ísland gengur í ESB verður því ekkert sem bannar Íslendingum að kaupa sér t.d. sjónvarp í öðru ESB-ríki og koma með það heim, annaðhvort í persónulegum farangri eða gegnum póstverslun og fá það afhent án nokk- urra aðflutningsgjalda. Sérreglur gilda þó um tóbak og áfengi til að hindra misnotkun, en þar þarf að vera hægt að sýna fram á að um eðlilegt magn til einkanota sé að ræða og að varan sé ekki ætluð til endursölu. Þótt ekki sé tollgreiðslueftirlit sem slíkt á innri landamærum ESB kemur það þó ekki í veg fyrir löggæslueftirlit og stikkprufur á ólöglegum varningi, s.s. eitur-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.