Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Page 92
M a g n ú s B j a r n a s o n 92 TMM 2013 · 2 sinni, Hvað með evruna?, telja ekki útilokað að til langs tíma litið geti kaup- máttur launa aukist um 24% við upptöku evru. Höfundur þessarar greinar hefur í bók sinni og doktorsritgerð „The Political Economy of Joining the European Union, Iceland’s Position at the Beginning of the 21st Century“ sýnt útreikninga sem benda til að á um tveimur áratugum eftir upptöku evru á Íslandi verði kaupmáttur milli 4,6% og 28% hærri en án aðildar að mynt- bandalaginu. Í doktorsritgerðinni er þó bent á að 28% sé alls ekki raunhæf tala miðað við að nokkurra ára reynsla er þegar komin á hina sameiginlegu mynt og ritgerðin notar töluna 5% kaupmáttaraukning þegar öll Evrópa hefur tekið upp evru, en 2,5% við núverandi evrusvæði.16 Líklegt er því að langtímaáhrif aðildar að myntbandalagi ESB muni auka kaupmátt launa á Íslandi á bilinu 4–5%, en ekki er hægt að útiloka að langtímaáhrifin verði mun meiri. Margir hafa vonast til að upptaka evru muni lækka bankavexti. Eins og bent var á hér að ofan er upptaka evru háð því að vextir séu lágir áður en evra er tekin upp, en þegar evran er einu sinni komin sem gjaldmiðill haldast vextir Seðlabanka Evrópu sem yfirleitt hafa verið lægri en vextir Seðla- banka Íslands. Á árunum 2000–2004 voru vextir Seðlabanka Íslands ekki fjarri vöxtum Seðlabanka Evrópu en eftir árið 2005 jókst bilið hratt með vaxtahækkunum á Íslandi. Engu að síður hafa vextir Seðlabanka Íslands farið lækkandi síðan 2009 (með nokkrum sveiflum). Það eitt að vextir Seðla- bankans til viðskiptabankanna séu lágir þýðir þó ekki að viðskiptavinir viðskiptabankanna (einstaklingar og fyrirtæki) njóti góðra kjara. Mikill munur er á útlánsvöxtum viðskiptabankanna til fólks og heimila annars vegar, og þeirra tiltölulega góðu kjara sem vextir Seðlabankans eru hins vegar, en einstaklingar fá ekki lán beint hjá Seðlabankanum, aðeins bankar. Mismunurinn er hagnaður viðskiptabankanna og þar er ekki við Seðla- bankann að sakast.17 Meðan fákeppni ríkir á bankamarkaði á Íslandi er ekki líklegt að vextir til einstaklinga náist eins mikið niður og á meginlandinu. Með upptöku evru er gengisáhættan hins vegar úr sögunni og lítil áhætta fyrir íslenskar fjölskyldur að taka lán í evrum í Evrópu. Hætt er hins vegar við að margir bankar á meginlandinu verði ragir við að lána útlendingum (í þessu tilfell íslenskum einstaklingum) vegna lagaumhverfis og inn- heimtuvandræða ef um vanskil yrði að ræða. Eigi að síður ætti upptaka evru að minnka vexti til einstaklinga sem nemur vaxtamun Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Evrópu. Þessi munur er þegar þetta er ritað um 5%.18 Hluti af þessum vaxtamun á skýringar í að verðbólga er almennt hærri á Íslandi en í Evrópu, en hluti stafar einfaldlega af að vextir á Íslandi eru hærri en gengur og gerist. Háir vextir eru gleðitíðindi fyrir fjármagnseigendur, en alls ekki fyrir lántakendur. Eins hafa margir bent á að lægri vextir geri húsnæðiskaup hagstæðari. Það er fátt svo á vogarskálum viðskipta- og hagfræði að ekki komi eitthvað á móti. Lágir vextir ýta undir eftirspurn eftir húsnæði sem svo ýtir verðinu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.