Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 116
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 116 TMM 2013 · 2 metnaði í bland við ríka leikgleði, sem birtist ákaflega vel í bók Einars Melax frá árinu 1984 og nefnist Lautinant Tómas trélitabók – og inniheldur myndir sem eru greinilega vel til þess fallnar að vera litaðar. Smekkleysa Eins og áður segir leystist Medúsuhópurinn upp um sama leyti og ljóðasafn Sjóns, Drengurinn með röntgenaugun, kom út hjá Máli og menningu. Áhrif hópsins áttu þó eftir að lifa, í breyttu formi og með nokkrum manna- breytingum, en hluti af Medúsumönnum stofnaði útgáfufyrirtækið Smekk- leysu árið 1986, og sama ár kom út fræg smáskífa hljómsveitarinnar Sykur- molarnir, „Ammæli“. Björk hafði verið að nokkru leyti viðloðandi Medúsu, auk hennar voru Einar Melax og Þór Eldon meðal upphaflegu mol anna. Aðrir molar voru þeir Bragi Ólafsson, Einar Örn Benediktsson, Friðrik Erlingsson og Sigtryggur Baldursson, sem allir komu úr pönkinu. Ólafur Jóhann Engilbertsson var einn af stofnmeðlimum Smekkleysu og hefur starfað innan vébanda hennar á margvíslegan hátt, meðal annars með því að setja upp sýningar og koma að ýmsum viðburðum en starfsemi Smekk- leysu er afar fjölbreytt. Það er því ljóst að tengslin milli hópanna eru mikil – og er þá ótalinn þáttur Sjóns sjálfs, sem hefur frá upphafi verið virkur í starfi Smekkleysu. Eins og Ólafur Jóhann Engilbertsson rekur í greininni „Rætur Smekkleysu þræddar“ (2003) var Smekkleysu ætlað að halda hlut neðanjarðarmenningar á lofti, bæði í textum og tónlist.42 Þessi fyrstu ár var meiri kraftur í bókaútgáfu en síðar varð, nokkrar ljóðabækur komu út, þar á meðal fyrsta ljóðabók Braga Ólafssonar, Dragsúgur (1986), sem þá hafði spilað meðal annars með pönkhljómsveitinni Purrki Pillnikk auk Kuklsins, sem var mikilvægur fyrirrennari Sykurmolanna. Einnig má nefna lítið safnrit sem nefndist Kráarljóð, en þar kom einmitt tenging Medúsunnar og Smekkleysunnar svo fallega í ljós, því ljóðskáldin voru mörg hver fyrrum Medúsuliðar. Ólafur Jóhann bendir á að í upphafi hafi áherslan í útgáfu Smekkleysu verið síst minni á bækur en hljómplötur. Auk bóka má nefna myndasögutímaritið (gisp!), en Ólafur sá að mestu um útgáfu þess árin 1991–92 undir merkjum Smekkleysu.43 Hljómsveitin Kukl var stofnuð 1983 og er almennt talin hafa innihaldið rjómann af tónlistarfólki pönkbylgjunnar.44 Ferli hennar, sem einkenndist af virðingu fremur en vinsældum, lauk árið 1986, sama ár og Smekkleysa er stofnuð og smáskífan „Ammæli“ kemur út. Eins og frægt er orðið sló lagið í enskri útgáfu óvænt í gegn í Bretlandi og var smáskífa vikunnar í tímaritinu Melody Maker þegar það kom út 17. ágúst 1987.45 Með þessu hófst sigurganga íslenskrar tónlistar í útlöndum, og sér ekki fyrir endann á. Sama ár kom Sjón fram á tónleikum með Sykurmolunum undir nafninu Johnny Triumph, en sá birtist svo í skáldsögunni Stálnótt. Lag Johnny, „Lúftgítar“, var gefið út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.