Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 139

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2013, Blaðsíða 139
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 2 139 „Minn hugarburður“ Í viðtali sem áður hefur verið vísað í, við tímaritið Spássíuna, skilgreinir Auður Jóndóttir skáldverk sitt þannig, eftir að hafa rætt tengsl þess við fjölskyldusögu sína: „Á endanum er þetta bara minn hugarburður.“8 Orðavalið er sérlega skemmtilegt í ljósi þess að á meðan að Auður skrifaði bókina gekk hún með sitt fyrsta barn og sá „burður“ kemur víða við sögu og tengist tilurð bókarinn- ar með órjúfanlegum hætti. Meðgangan og móðurhlutverkið er eitt af viðfangs- efnum Ósjálfrátt og tengist annar vegar þroskasögu Eyju og því hvernig hún þarf „að finna konuna í sér“ og hins vegar hugleiðingum um sköpunina og eðli hennar. Sagan hennar Eyju er draumur óléttrar konu. Hún hugsar um hana í reykspú- andi umferðaröngþveitinu, þunguð af framtíð og óttanum við endalok hennar, að flóðbylgja hamfara ríði yfir heiminn og eyði öllum sögum. Hún hefði ekki átt að fara út að hjóla, mollan veldur henni stöðugri ógleði; hún hefði átt að skrifa því óteljandi orð vilja út úr líkamanum, á upplýstan tölvuskjáinn, til að skapa rými fyrir barnið sem stækkar óðum. Hún hefur aldrei þráð framtíðina eins ákaft og núna, aldrei óttast eins mikið um afdrif sögunnar eftir sinn dag. (322) Sköpun skáldsögunnar og sköpun barnsins eru svo að segja sami hluturinn í huga Eyju; hún hefur skrifað í sig barnið: „Orðin örvuðu blóðrásina þang- að til hormónarnir vöknuðu af værum blundi. Hvað myndi læknirinn segja ef hann vissi að hún hefði skrifað sig ólétta með því að hugsa dag eftir dag til lítillar stúlku“ (323). Litla stúlkan sem vísað er til er barn Öggu, systur Eyju. Þegar Agga verður ófrísk uppgötvar Eyja nýja og áður óþekkta þrá: „þá finnst henni skyndilega að líf sitt sé komið á end- astöð. Lífið sem hófst þegar Skíða- drottningin bauð henni í ferðalag“ (172). Og: „Hún lifir lífinu sem hún hefur allt- af þráð en allt í einu sárvantar hana eitt- hvað, bara af því að litla systir hennar er ólétt“ (173). Lengi vel voru barneignir hlutskipti sem Eyja gat ekki hugsað sér; á einum stað segir hún um mömmu og Skíðadrottninguna að þær séu „báðar búnar að gera hið óhugsandi: fæða barn“ (48). En þegar Agga eignast dóttur sína „opnast áður óþekkt gátt í heilabúinu“ Eyju (217) og það er sú gátt sem leiðir hana fyrst til innhverfar íhugunar og síðan til formæðranna sem stunduðu ósjálfráða skrift. Og Eyja byrjar að skrifa sögu þeirra og sögu sína undir þeim formerkjum að hún sé að skrifa til systurdóttur sinnar.9 Og verkið tekur völdin, ósjálfrátt, sú óþroskaða unga kona sem steig út úr skáldskap Garrans, með hjálp ömmu, mömmu og Skíða- drottningarinnar, er í lok bókar þroskuð móðir sem hefur umskapað líf sitt og umbreytt því í skáldverk; í bókina Ósjálfrátt sem er ein af þessum fágætu bókmenntaverkum sem erfitt er að hætta að tala um því þræðirnir eru svo margir og hefur svo sannarleg ekki öllum verið gerð skil hér. Tilvísanir 1 Sjá viðtal: „Mesti lífsháskinn í því sem stendur manni næst. Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir leitar fanga í eigin fjölskyldusögu og vinnur úr henni skáldskap.“ Spássían. 2012 (3. árg., 2. tbl.), s. 22. 2 Sama viðtal, s. 22. 3 Sama viðtal, s. 24. 4 Halldór Laxness. 1959. Salka Valka. (Þriðja útgáfa) Reykjavík: Helgafell, s. 13. 5 Það er óneitanlega gaman að lesa þennan þátt í Ósjálfrátt sem nokkurs konar spuna við Sölku Völku og sjá fyrir sér eiginkonu Nóbelsskáldsins þrábiðja Sölku að losa sig við Steinþór og hlýða kalli skáldgyðjunnar. 6 Auður Jónsdóttir. 2002. „Hvetjandi fremur en letjandi.“ Ekkert orð er skrípi ef það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.