Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 32
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 32 TMM 2018 · 1 – Jú, ég fletti því upp og fæðing getur táknað endurfæðingu eða nýtt upphaf en líka þann hluta sjálfsins sem er vanræktur. Og höfuðstærðin þýðir að vanræktur hluti sjálfsins þarfnist sérstakrar umhyggju og athygli. (60) Drauminn má lesa að minnsta kosti á tvo vegu, annars vegar í samhengi sögunnar sjálfrar, Guðrún Vatnalilja hefur í einhverjum skilningi „fætt“ Jónas, gert hann að þeim sem hann er, sem föður, þótt hann sé ekki líffræði- legur faðir hennar. Á hinn bóginn má túlka hann táknrænt. Þessi fæðingar- draumur þar sem dóttir fæðir föður sinn reynist einmitt boða endurfæðingu Jónasar, sem karlmanns, sem föður, og í einhverjum skilningi verður hann frelsari þeirrar stríðshrjáðu borgar sem hann kemur til. Undir lok sögu er hann meira að segja farinn að lækna halta. Í símtali við dóttur sína þegar hann hefur endurfæðst til lífsins og lagt öll sjálfsmorðsáform til hliðar biður hann hana að útvega sér gervifætur fyrir fólk sem hefur slasast í stríðinu, hann ætlar sér greinilega að koma aftur til landsins og í seinna skiptið ætlar hann sér ekki bara að lagfæra hús heldur fólk. Þegar við bætist hlið- stæðan milli Jónasar og heilags Jósefs, sem ganga báðir ófeðruðum börnum í föðurstað, fer lesandann að gruna að hér, líkt og í Afleggjaranum, standi persónurnar í sérstökum tengslum við guðdóminn. Í sínu nýja lífi er Jónas einhvers konar trésmiður, og í dóttur hans virðist framtíðin vera falin. Að lokum Það eru liðin rúm tíu ár síðan höfundur þessarar greinar las Afleggjarann fyrst og skautaði þá nær algerlega framhjá hinni táknrænu vídd sögunnar. Mér fannst hún merkileg sem skáldsaga um kyngervi og sambönd í nútím- anum þótt augljóst væri að sviðsmyndin og ýmislegt í tungumálinu væri sótt í táknheim trúar og dulspeki. Aðrir gagnrýnendur voru ekki jafn glám- skyggnir, Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um það í ritdómi í þessu tímariti hvernig tvö merkingarsvið sögunnar, hið trúarlega og hið veraldlega, renna fumlaust saman.14 Ég get þakkað það erlendum nemendum mínum við Háskóla Íslands að augu mín opnuðust fyrir því hversu stórt hlutverk hins trúarlega og tákn- ræna er í sögunni, ekki síst nemendum sem hafa alist upp í kaþólskri trú og eru læsari á táknheim hennar en flestir Íslendingar. Reynsla mín af því að lesa Afleggjarann með fjölbreyttum nemendahópi hafði svo óneitanlega áhrif á það hvernig ég mætti Ör þegar hún kom út. Það mætti halda lengi áfram að rekja þræði milli þessara tveggja sagna og frá þeim til annarra texta. Hér hefur svo dæmi sé tekið ekkert verið fjallað um síðusár Arnljóts eftir skurðaðgerðina og tengsl þess við örin í Ör, eða hina margbrotnu notkun ljóssins sem tákns í Afleggjaranum. Niðurstaðan held ég að yrði þó alltaf á svipuðum nótum. Í báðum sögum hvílir merkingarsköpunin á frjóum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.