Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2018, Side 82
Vi ð a r H r e i n s s o n 82 TMM 2018 · 1 hugmyndir. Um leið þarf að hafa í huga að nær öll miðlun hugmynda, bók- mennta, gagnrýni eða þekkingar var allt önnur en nú tíðkast og einskorðuð við þá handritamenningu sem ríkti á þessum tíma. Kirkjan einokaði prent- verkið fyrir sinn einhliða boðskap og það gat verið ýmist hending eða áhugi sem réð hvað komst í umferð í taugakerfi handritamenningarinnar. Aldrei var hægt að útiloka með banni að gagnrýnin skrif kæmust á kreik þó það gæti verið verulega áhættusamt fyrir höfunda. Ekkert er í raun vitað um hið beina tilefni þess að Jón skrifaði þessa lýsingu í tveim gerðum, annað en að hann hafi viljað bera sannleikanum vitni. Jón virðist hafa afhjúpað Baskavígin samviskunnar vegna, á grunni sið- ferðishugmynda sem hann hafði melt og mótað með sjálfum sér. Og það var ekki sjálfsagt mál. Guðsmiðjuhugmyndin var undirstaða valda- og hug- myndakerfa og slík kerfi þurfa að vera einföld svo þau virki í framkvæmd, svo hægt sé að halda almúga niðri með einföldum og skýrum boðskap. Það má gagnrýna siðferðisbresti eins og heimsósómaskáldin gerðu ef það er gert á forsendum viðtekinna gilda en ef gagnrýnin beinist að rótum valdakerfisins gegnir öðru máli. Í dag má skamma stórgróðamenn fyrir svindl en ekki efast um kapítalismann, markaðshyggjuna og frjálst flæði fjármagns. Jón tíundar heimildarýni sína í inngangi ritsins og getur þess háðslega að allir heim- ildarmenn hans um vígin hafi verið undirgefnir landeigendum og þrír þeirra landsetar Ara í Ögri. Þannig sé augljóst að þeir hafi frekar fegrað málstað Ara og svert málstað Baskanna: Nú með því að allir þessir voru undirgefnir menn og þrír af þeim landsetar bóndans Ara, og svo einninn höfðu næsta mikla óvild á þeim spönsku, einkum af því stóra skipi, er að sönnu ófegrað allt þeirra málefni hér útí, en hinna fegrað og fríðkað, sem sjálfur guð veit satt vera, sem þó vera verður fyrir margs sakir.9 Með þessum orðum ristir Jón óvenju djúpt og vegur djarflega að stétta- skiptingu samtíma síns og þeirri bjögun sannindanna sem af henni hlaust. Með endurreisninni varð ekki einungis sú hugmyndagerjun sem nefnd var hér í upphafi og varð til þess að menn fóru að draga í efa margar stoðir valdakerfanna. Fjölbreytni hugmynda jókst og vitund um flóknari veruleika dafnaði, samfara því að hin nútímalega sjálfsvera tók að mótast. Sjálfstætt hugsandi menn tóku í meira mæli að vinna úr veruleikanum eftir eigin leiðum og Jón hlýðnaðist einmitt ekki einföldum hugmyndaheimi valdsins. Þannig komst hann einatt í vandræði. Jón kvað niður drauga, læknaði fólk og kenndi gagnleg fræði. Stjórnvöld höfðu horn í síðu hans fyrir sjálfstæðið og mektarmenn sökuðu hann um ketterí eða villutrú. Galdrar urðu það yfirskin sem nota átti til að klekkja á honum þegar séra Guðmundur Einarsson prófastur á Staðarstað skrifaði hið hatramma og mælskuþrungna rit Hugrás gegn meintum göldrum Jóns. Með samansúrrað valdakerfi kirkju og landeigenda að bakhjarli réðst hann með hatursfullu offorsi gegn Jóni (slíkt tíðkast reyndar enn þann dag í dag þó að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.