Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Síða 10

Skessuhorn - 17.06.2015, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 201510 Veiðin í Norðurá í Borgarfirði hefur verið ágæt, en áin hafði um helgina gefið yfir 60 laxa og fiskur var að koma á hverri vakt. Vatnið var mikið í ánni en hefur sjatnað verulega á ný eftir flóðið mikla að- fararnótt þriðjudags í liðinni viku. „Vatnið er frábært þessa dagana í ánni og smálaxinn er að mæta í auknum mæli. Staðan er því fín,“ sagði Elvar Örn Friðriksson er við spurðum um veiðarnar. „Laxarnir eru flestir á bilinu 70 - 85 cm og koma vel haldnir úr sjónum,“ sagði Elvar Örn. Byrjunin í Þverá og Kjarará lofar góðu „Veiðin byrjar bara vel hjá okkur í Þverá en opnunarhollið veiddi 15 laxa og það verður að teljast ágæt,“ sagði Ingólfur Ásgeirsson er við spurðum um opnunina í Þverá í Borgarfirði. Vatnið er mikið í ánni þessa dagana, svo veiðin í Kjarará gæti orðið mjög góð. En með- al þeirra sem opna á fjallinu eru tannlæknarnir Þórarinn Sigþórs- son og Egill Guðjohnsen. „Veið- in í Kjarará fyrsta hálfa daginn var átta laxar sem fengust víða um ána, svo þetta lítur vel út hérna við árn- ar,“ sagði Ingólfur við Kjarará. Lítið hefur frést úr Straumunum síðan svæðið var opnað, en lax er kominn á land. Á þjóðhátíðardag- inn 17. júní mun Laxá í Leirársveit verða opnuð. „Menn eru orðn- ir verulega spenntir að opna, það er langt síðan fyrsti fiskurinn sást í ánni,“ sagði Haukur Geir Garð- arsson er við spurðum um stöðuna. Um næstu helgi verður svo opnað í Langá og Grímsá. gb Yfir sextíu laxar komnir úr Norðurá Lilja María Sigfúsdóttir með fallegan lax úr Norðurá fyrir fáum dögum. Ljósm. Elvar Örn. Við veiðar í Þverá. Tillaga skipulags- og umhverfisráðs að reglum um sjóð til styrkveiting- ar vegna viðhalds á ytra byrði húsa á ákveðnum svæðum á Akranesi var samþykkt af bæjarstjórn 24. febrúar síðastliðinn. Ráðstöfunarfé til styrk- veitinganna er ákveðið í fjárhags- áætlun bæjarsjóðs og árið 2015 var 15 milljónum veitt í þennan nýja viðhaldssjóð. Miðvikudaginn 10. júní var styrkjum úr sjóðnum úthlut- að í fyrsta skipti. Markmiðið bæjar- yfirvalda með styrkveitingunni er að bæta ásýnd ákveðinna svæða sem heyra undir Akraneskaupstað. Það er skipulags- og umhverfisráð sem metur hvaða svæði eiga kost á styrk hverju sinni og leggur tillögur þess efnis fyrir bæjarráð. Að þessu sinni var ákveðið að eigendum fasteigna við Kirkjubraut (frá Merkigerði) og Skólabraut stæði til boða að sækja um styrki til viðhalds á þeim hús- eignum sínum. Eigendur 14 fasteigna hlutu styrk að þessu sinni vegna eftir- talinna húsa: Skólabraut 20, kr. 600 þúsund: mál- un húss og lagfæring á þakrennum. Skólabraut 22, kr. 400 þúsund: mál- un þaks. Skólabraut 23, kr. 600 þúsund: skipta um klæðningu og lagfæra glugga og þakkant. Skólabraut 25, kr. 380 þúsund: við- gerð á þaki og gluggum, málun glugga og þaks. Skólabraut 29, kr. 1.200 þúsund: endurnýjun klæðningar, þakkants og glugga. Skólabraut 33, kr.1.200 þúsund: endurnýjun á ytra byrði húss, klæðn- ing, gler og gluggar. Kirkjubraut 2, kr. 455 þúsund: end- urnýjun glugga á jarðhæð. Kirkjubraut 6A, kr. 1.200 þúsund: endurgerð þakkants og glugga. Kirkjubraut 8, kr. 830 þúsund: mál- un húss að utan og endurnýjun glugga. Kirkjubraut 17, kr. 510 þúsund: lag- færa skemmda klæðningu og kanta fyrir ofan útihurðir. Kirkjubraut 19, kr. 600 þúsund: steypuviðgerðir og málun húss að utan. Kirkjubraut 21, kr. 600 þúsund: end- urnýjun þaks og renna. Kirkjubraut 22, kr. 600 þúsund: endurnýjun á bárujárnsklæðningu og viðgerð á gluggum. Kirkjubraut 23, kr. 1.200 þúsund: járnklæðning tekin, útveggir ein- angraðir og steinaðir. (listinn er fenginn af vef Akranes- kaupstaðar) Alls námu styrkirnir 10.375.000 krónum og var fasteignunum skip- að í tvo flokka eftir viðhaldsþörf. Þar sem mikil þörf var á viðhaldi gat styrkurinn mest numið 1.200 þúsund krónum og mest 600 þús- und krónum þar sem þörf var talin minni. Styrkupphæðir gátu þó aldrei numið meiru en helmingi af áætluð- um kostnaði við viðhald og viðgerð- ir tiltekinna fasteigna. Fjórir hæstu styrkirnir, 1,2 milljón króna hver, runnu til eigenda vegna viðhalds þeirra húsa sem sjá má að meðfylgj- andi myndum. kgk Úthlutað úr viðhaldssjóði í fyrsta skipti á Akranesi Fulltrúar Akraneskaupstaðar ásamt styrkþegum. Skólabraut 29. Skólabraut 33. Kirkjubraut 23. Kirkjubraut 6A. Vitakaffi | Stillholti 16-18 | Sími 431 1401 Hamborgararnir okkar hafa slegið í gegn. Nú höfum við bætt Salsaborgara og Grænmetisborgara á matseðilinn. Minnum á að hægt er að hringja og panta til að taka með, síminn er 431-1401. • Lifandi tónlist allar helgar. • Frítt WiFi Verið velkomin Úrvals hamborgarar, samlokur, ka og kökur Opnunartími til 1. september SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.