Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Page 20

Skessuhorn - 17.06.2015, Page 20
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 201520 Sendum íslenskum konum baráttukveðjur í tilefni aldarafmælis kosningaréttar Danfríður Skarphéðinsdóttir var kjörin á þing árið 1987 fyrir Samtök um Kvennalista og er fyrsta konan á Vesturlandi sem tók sæti á Alþingi. Kvennalist- inn var stofnaður árið 1983 og bauð þá fram í þremur kjör- dæmum landsins. Á þeim tíma sátu alls þrjár konur á þingi fyrir aðra stjórnmálaflokka og höfðu aldrei verið fleiri. Kvennalistinn hlaut þrjú þing- sæti í kosningunum 1983 og það eitt varð til þess að konum á þingi fjölgaði um 100%. Mik- ill áhugi var meðal kvenna um allt land á framboðinu og var stefnan strax sett á að bjóða fram á landsvísu árið 1987. Á Vesturlandi hófst ævintýrið með stofnfundi á Akranesi árið 1984. Þá var Vesturlandsang- inn stofnaður. Danfríður Skarphéðinsdóttir varð þingkona Samtaka um Kvennalista á Vesturlandi. Hún segir í samtali við Skessuhorn að allt þetta ferli hafi verið einstakt pólitískt ævintýri og sannað hverju konur fá áork- að með samstöðu og samvinnu. „Fyrstu þrjár þingkonur Kvenna- listans ruddu brautina fyrir aðrar konur og ekki síst fyrir að sjónar- mið kvenna heyrðust í sölum Al- þingis. Sumarið eftir kosningarnar 1983 lögðu hinar nýkjörnu þing- konur ásamt mörgum fleiri kon- um land undir fót og ferðuðust í rútu um allt land í þrjár vikur í því skyni að kynna stefnu sína og hlusta á sjónarmið kvenna í byggðum landsins. Þessi ferð veitti konunum nauðsynlegt veganesti til að undir- búa þingstörfin og tengjast konum vítt og breitt um landið.“ Fyrsta þingkona Íslands kom af kvennalista Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan sem kjörin var á Alþingi árið 1922 og þá af kvennalista. Ingi- björg gekk síðar til liðs við Íhalds- flokkinn sem varð að Sjálfstæðis- flokki. Það liðu því ríflega sextíu ár þangað til konur tóku sig saman og stofnuðu sérstök kvennaframboð á ný. Á þessum tíma höfðu orðið miklar breytingar á stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Breyttir atvinnuhætt- ir og þéttbýlismyndun hafði mik- il áhrif á daglegt líf og ört vaxandi vinnumarkaður kallaði á vinnufúsar hendur kvenna. Þegar þær komu út á vinnumarkaðinn blasti hins veg- ar við að ekki höfðu verið gerð- ar nauðsynlegar ráðstafanir til að konur gætu sinnt vinnu og heim- ili. Til dæmis var það svo að nær einungis börn einstæðra mæðra og námsmanna fengu pláss á leiksól- um, skóladagur barna var stuttur og sundurslitinn og engin athvörf þeg- ar honum lauk. Það var við þessar aðstæður sem konur stofnuðu ný kvennaframboð, fyrst á Akureyri og í Reykjavík fyrir sveitastjórn- arkosningarnar vorið 1982 og ári síðar voru Samtök um Kvennalista stofnuð og ákveðið að bjóða fram til Alþingis. Hugmyndafræði og stefna Kvennalistans Markmiðið með hinum nýju kvennaframboðum var að tryggja að sjónarmið kvenna væru höfð að leiðarljósi til jafns við sjónarmið karla þar sem ákvarðanir eru tekn- ar. Kvennalistakonur bentu á að öll mál væru kvennamál og vegna reynslu og menningar kvenna hefðu þær í mörgum tilvikum aðra sýn á málefnin en karlar. Þær bentu einnig á að það væri mikið tjón fyr- ir samfélagið að nýta ekki þann auð sem felst í lífssýn og þekk- ingu kvenna og töluðu í því sam- bandi um reynsluheim kvenna sem var splunkunýtt orð í pólitíkinni á þessum tíma. Í efnahagsmálum lögðu þær áherslu á hagfræði hinn- ar hagsýnu húsmóður og bentu á aldalanga reynslu kvenna við að vinna eftir henni með góðum ár- angri. Kvennalistakonur vildu líka breyta vinnuaðferðum og lögðu mikla áherslu á grasrótarstarf sem m.a. fólst í því að dreifa ábyrgð og völdum. Þær kusu ekki formann og reyndu að koma sem flestum kon- um á framfæri við að túlka stefn- una, láta sem flestar raddir hljóma. Einnig gilti sú vinnuregla að reyna alltaf að ná sameiginlegri niður- stöðu í öllum lykilmálum án at- kvæðagreiðslu. Það var oft nokk- uð tímafrekt en oftast voru konur sáttar og þótti þær standa á nokkuð föstum grunni eftir að hafa hlust- að á og rætt öll sjónarmið sem upp komu hverju sinni. Eitt af stóru málum Kvennalistans var að laun kvenna yrðu endurmetin í því skyni að jafna laun kynjanna og þær vildu að tryggt yrði að lægstu laun í sam- félaginu dygðu til framfærslu. Braut á launaþættinum við myndun stjórnar Kvennalistinn fékk góðan byr í kosningunum árið 1987 og tvö- faldaði fylgi sitt. Í kjölfar kosning- anna sýndu Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur því áhuga að mynda ríkisstjórn með Kvennalistanum. „Fyrstu vikurnar í nýju starfi fóru því m.a. í að taka þátt í stjórnar- myndunarviðræðum. Þetta var ansi bratt en lærdómsríkt,“ segir Dan- fríður. „Krafan um launajafnrétti og að lægstu laun dygðu til framfærslu var í okkar huga ófrávíkjanleg og við vildum lögbinda lægstu laun ef aðrar leiðir fyndust ekki. Launa- mál voru okkur mikið hjartans mál enda fylltu konur láglaunahóp- ana og þess vegna létum við brjóta á þessu. Við vorum að sjálfsögðu gagnrýndar fyrir þetta og vændar um að þora ekki í ríkisstjórn. Ég tel víst að við hefðum ekki síður verið gagnrýndar ef við hefðum gefið eft- ir þetta stefnumál. Launamálin og staða kvenna á vinnumarkaði voru meginstef í stefnu Kvennalistans og við gátum ekki og vildum ekki slaka á kröfum okkar um að tekið yrði á þessum málum.“ Á undan sinni samtíð Þó ekkert yrði úr því að Kvenna- listinn settist í ríkisstjórn sátu þing- konur hans ekki auðum höndum. Mörg mál sem þóttu „kvennamál“ á þessum tíma eru það ekki í dag. Kvennalistinn ruddi þar víða braut- ina. Guðrún Agnarsdóttir flutti m.a. tillögu um neyðarmóttöku fyrir fórnarlöm nauðgana. Þetta var fyrsta tillaga Kvennalistans sem Al- þingi samþykkti. Neyðarmóttakan vakti athygli út fyrir landssteinana og varð fyrirmynd í nágrannalönd- um okkar. Tillaga Snjólaugar Guð- mundsdóttur um eflingu hand- verks og smáiðnaðar var einn af sprotunum sem ýtti úr vör Hand- verki og Hönnun sem nú eru öfl- ug samtök handverks- og listiðnað- arfólks um land allt. „Af mörgu er að taka þegar litið er á tillögurmar sem Kvennalistakonur fluttu á Al- þingi. Þar má m.a. nefna lengingu fæðingarorlofs, einsetinn skóla og jöfnun námskostnaðar. Einnig vil ég nefna atvinnumál kvenna í dreif- býli og eflingu ferðaþjónustu sem við sáum fyrir okkur sem vænlegan kost í atvinnumálum, ekki síst fyrir konur. Þá vil ég einnig nefna frum- varp um fiskveiðar sem Kvennalist- inn flutti. Í því var rík áhersla lögð á fiskinn sem sameiginlega auðlind og eign þjóðarinnar. Einnig voru í frumvarpinu ákvæði sem tengdu kvótann við byggðarlög þannig að koma mætti í veg fyrir að hann hyrfi þegar skip eru seld úr heima- byggð. Ég held að fullyrða megi að í ýmsum málum vorum við hrein- lega á undan samtíðinni. Jafnframt má fullyrða að með því að koma þessum málum á dagskrá var braut- in rudd og ég held að fáir véfengi nú hin beinu og óbeinu áhrif Kvenna- listans á íslenska pólitík.“ Hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður „Í málflutningi okkar lögðum við m.a. áherslu á hagfræði hinnar hag- sýnu húsmóður. Það þótti nú ekki flott og margir gerðu óspart grín að þessu“ segir Danfríður brosandi „en ég held að æ fleiri hafi séð skyn- semina í þessari hagfræði, ekki síst nú á allra síðustu árum.“ Danfríður bætir einnig við að með framboði Kvennalistinn – ævintýri í íslenskri pólitík - segir Danfríður Skarphéðinsdóttir, fyrsta og eina þingkona Kvennalistans á Vesturlandi Danfríður Skarphéðinsdóttir, fyrsti og eini þingmaður Samtaka um Kvennalista á Vesturlandi. Fréttaveita Vesturlands

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.