Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201830 Á Hlöðum í Hvalfjarðarsveit hefur Guðjón Sigmundsson, betur þekkt- ur sem Gaui litli, undanfarin ár byggt upp glæsilegt hernámssetur. Blaðamaður Skessuhorns settist nið- ur með Gauja á Hernámssetrinu að Hlöðum fyrir skemmstu og fékk að heyra alla söguna á bakvið setrið og hvernig Gaui sjálfur endaði í Hval- firði. Gaui fæddist í Hafnarfirði en ólst upp í Reykjavík en flutti í Hval- fjörðinn vorið 2010 eftir að hafa komið þangað á fund vegna mark- aðsmála Hótels Glyms. Á fundin- um kom að tali við hann þáverandi sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar og sagði honum frá tómu félagsheimili sem væri til leigu og stæði rétt innan við hótelið og bauð honum að koma og kíkja á það. „Það fór svo að ég fór og hitti konuna sem sá um Hlað- ir og sagði henni hversu góð hug- mynd það væri að hún myndi finna sér hús á Akranesi og flytja þangað og leigja mér húsið sitt í Hlíðarbæ, sem stendur hér rétt ofan við Hlaðir. Þessu var hún alveg sammála enda vann hún á Akranesi og gæti sparað sér mikinn pening og tíma í akstur. Svo fór að ég var fluttur í húsið ein- um og hálfum mánuði síðar,“ segir Gaui litli og hlær. Opnaði fyrst vísi að Hvalasafni Þarna var hann kominn inn í Hval- fjörð og stóð í stóru galtómu félags- heimili en vissi ekki alveg hvað hann ætlaði að gera þar. En Gaui hefur um árabil unnið í leikmyndabransan- um þar sem hann hefur bæði búið til leikmyndir og haldið utan um leik- muni. Þá vann hann einnig lengi við viðburðastjórnun. „Fyrsta hugsun- in var að nýta þetta hús í tengslum við þessi störf sem ég þekkti og hafði unnið áður, eins og viðburðastjór- nun“ segir hann. „Þarna hugsaði ég með mér að ég væri staddur í Hval- firði, með hvalstöð rétt innar í firðin- um og svo Hvalavatnið og allt þetta hvalatengda hér í nágrenninu. Það lá því í augum uppi að mínu mati að opna hér hvalasafn þar sem ég myndi segja sögu hvalveiða. Ég fór að safna dóti og koma hér fyrir. Árið 2011 fór Kristján að veiða hvalinn og um vor- ið sama ár keypti Kristján Karl Krist- jánsson vinur minn Ferstikluskálann. Við ákváðum því að hvalasafnið væri betur sett í Ferstikluskála og flutti það yfir og er það nú minnsta hvala- safn í Evrópu,“ segir Gaui. Hernámssetrið stækkaði ört Aftur stóð hann þá í galtómu félags- heimili og þurfti að finna ný not fyrir það. „Ég vissi að ég vildi segja sögu en vissi bara ekki strax hvaða sögu. Ég mundi svo eftir því að hafa heyrt sögur af hernáminu, bæði frá foreldrum mínum og ömmu. Sög- urnar voru misjafnar en uppistaðan var alltaf ástandið og veslings kon- urnar sem lágu undir þessum dát- um og þáðu fyrir það tyggigúmmí, súkkulaði og silkisokka. Ég fór þá að velta þessum möguleika fyrir mér, að segja sögu hernámsins en ég vissi að Hvalfjörður spilaði stórt hlutverk á þessum árum. Ég fór fljótlega á stúf- ana í leit að dóti fyrir safnið en sjálf- ur átti ég nokkra hluti sem ég setti hér upp á barpallinn,“ segir Gaui litli. Fljótlega fór að spyrjast út um safnið og fólk í geymslutiltekt hafði samband við Gauja og bauð honum ýmsa muni fyrir safnið og enn í dag er fólk að hafa samband við hann. „Ég reyni að keyra á milli einu sinni í viku og safna saman dóti, því ég vil ekki að þetta lendi kannski í ruslinu. Ég læt oft eitthvað flakka sem ég tel einskis virði fyrir safnið en ann- að kem ég með hingað. Húsið er um 700 fermetrar og það er varla pláss fyrir meira og varla flötur á veggjum sem ég get hengt hluti upp,“ segir Gaui litli og bendir blaðamanni inn í sal sem er þakinn hernámstengdum munum frá gólfi til lofts. Hefur ekki riðið feitum hesti frá þessu Hernámssetrið að Hlöðum er í dag ríkt af verðmætum munum sem hefðu ef til vill glatast ef ekki væri fyrir framlag Gauja litla. „Þetta hef- ur verið gríðarleg vinna og stund- um þegar maður er að byggja svona upp og móti blæs hugsar maður að kannski sé komið að því að leggja árar í bát og hætta. Það væri oft auð- veldara. Svo er ekki eins og ég hafi riðið feitum hesti frá öllu þessu. En svo getur verið dýrara að bakka ef maður hefur lagt of mikið í verk- efni. Þá vill maður berjast áfram og það hef ég alltaf ákveðið að gera. Svo kemur að því að maður upp- skeri erfiðið og þá er allt þess virði,“ segir Gaui og vísar í styrk sem hann fékk fyrir skemmstu úr uppbygg- ingarsjóði Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Styrkurinn hljóðar upp á 1.500.000 krónur sem á að nýta í markaðsstarf. „Við gerðum líka leigusamn- ing við Hvalfjarðarsveit sem trygg- ir framtíð Hernámssetursins hér á Hlöðum næstu átta árin og gefur okkur tækifæri til að gera enn betur. Þetta er allt gríðarlega mikilvægt og hvetur mig áfram,“ segir Gaui. „Ég hef lagt mikla vinnu í þetta safn og það er líka því hér viljum við hjón- in vera. Ég hef getað gert þetta því ég get tekið að mér ýmis störf sam- hliða rekstri safnsins. En það er minn vilji að geta byggt hér upp starfsemi sem krefst þess ekki að ég vinni annars staðar líka. Hér vil ég vera og taka á móti gestum og segja merkilega sögu hernámsins. Það er mér mikill heiður að finna þessa velvild sveitarstjórnar og planið er að lifa hér í sátt við menn og mýs og ég viss um að það náist þegar við höfum lokið við öll þau verkefni sem liggja fyrir og fleiri til,“ seg- ir hann og bætir því við að honum þykir gott að vinna á setrinu. „Ég hef verið einn í stjórn og stjórnar- fundir hafa því alltaf farið mjög vel fram og það er alltaf allt samþykkt og allir kátir. Þar af leiðandi hef ég getað gert þessa hluti eins og þeir eru,“ segir Gaui og hlær og bætir við að hann hafi alltaf verið lánsam- ur með hversu margt gott fólk hef- ur verið honum innan handar við uppbyggingu safnsins. „Þetta gerir enginn einn,“ segir hann. Sögurnar mega ekki glatast Á Hernámssetrið kemur gríðarlegur fjöldi erlendra ferðamanna ár hvert í leit að sögum um ættingja sem voru hér á landi á stríðsárunum. Og starfsfólk Hernámssetursins legg- ur mikið á sig við að aðstoða fólki í þeirri leit. „Við höfum verið dug- leg að finna út hvar þetta fólk var staðsett og okkur þykir mikilvægt að fá þessar heimsóknir og að grafa upp þessar sögur. Þetta er hluti af sögunni okkar sem við viljum ekki glata og með hverju árinu sem líð- ur eykst möguleikinn á því að sög- urnar gleymist. Fólkið sem var hér á þessum tíma og jafnvel nánustu af- komendur þeirra líka eru að kom- ast á þann aldur að geta ekki hald- ið sögunum lifandi lengur svo við þurfum að halda vel upp á þær. Við fengum til okkar einn daginn her- mann sem var orðinn 98 ára gam- all. Hann kom hingað með 96 ára gamla konuna sína að sýna henni staðinn sem hann hafði gegnt her- þjónustu á þessi ár. Það var bæði skemmtilegt og fróðlegt að fá þau hingað og nú er sagan hans til hjá okkur auk þess sem við eigum líka teikningar eftir hann sem munu fara hér upp á vegg, en hann var mikill listamaður.“ Mikilvæg tengsl við þjóðir sem tóku þátt í þessum hildarleik Gaui litli segir Hernámssetrið hafa byggt upp sterk tengsl erlendis og sé orðið vel þekkt víða um heim. „Þessi erlendu tengsl eru orðin mjög sterk bæði við sendiráð og söfn erlend- is eins og í Skotlandi, Bandaríkj- unum, Kanada, Bretlandi og ekki síst í Rússlandi. Rússar hafa sinnt þessu safni mjög vel sökum þess að þeir telja svæðið hér eiga gríðarlega stóran part af sögu síðari heims- styrjaldarinnar. Ef ekki hefði not- ið við birgðaflutninga bandamanna frá Hvalfirði vestur fyrir land og yfir til Rússlands hefði stríðið í Evr- ópu farið á annan veg. Þeim þykir því gríðarlega mikilvægt að koma þessum skilaboðum og boðskap til Íslendinga, hversu stóran hlut þeir áttu í seinni heimsstyrjöldinni, mik- ið stærri hlut en Íslendingar gera sér í raun grein fyrir.“ Rússar hafa því lagt töluvert til Hernámssetursins og sem dæmi gáfu þeir setrinu þrjár orður sem viðurkenningu fyrir þau störf sem þar er unnið við að varveita minn- ingu þeirra sem tóku þátt í skipalest- unum. Ein þeirra kemur frá háskóla í St. Pétursborg og önnur frá Ark- hangelsk. Þriðja orðan hafði aldrei farið út fyrir Rússland áður en hún var flutt að Hlöðum. „Svo merki- legt þykir þeim þetta safn okkar að þeir brjóta odd af oflæti sínu og af- henta okkur þessa dýrmætu orðu. Auk þess eigum við rússneska lista- verkabók sem var aðeins prentuð í 100 eintökum og áritaða bók frá Pútín sem hann áritaði aðeins tíu eintök af. Þetta eru tengsl sem mik- ilvægt er að rækta sögu okkar vegna og nú með styrknum frá SSV getum við gert það,“ segir Gaui litli. Vill leggja sitt af mörkum fyrir þá sem þjást vegna stríðsátaka Rætt við Guðjón Sigmundsson um Hernámssetrið að Hlöðum Gaui Litli og Magga Sigga, konan hans, á Hernámssetrinu að Hlöðum. Yfir sumartímann er opið fyrir gesti og gangandi að koma og skoða safnið og fá sér kaffi og kleinur. Hér má sjá matsalinn sem er einstaklega notalegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.