Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 52

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 52
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201852 Þetta máltæki; „Þá mega jólin koma fyrir mér,“ er gjarnan notað yfir athafnir sem fólki finnst nauðsynlegar í aðdraganda jóla. Byggir á hefðum og venjum viðkom- andi og getur verið afar persónubund- ið eða tengt fjölskyldum. Við heyrðum í nokkrum íbúum á Vesturlandi og spurð- um þessarar spurningar; hvað er nauðsyn- legt að gera í aðdraganda jóla? Tinna Rósa Þorsteinsdóttir, Akranesi Jólatré allan desember Ég var einu sinni svakalegur jólakrakki en svo hefur það elst af mér. Ég var einu sinni hræðileg og byrjaði að baka jólakökur í júní, því ég var svo sjúk í jólin. Í október var ég farin að föndra jólaskraut. Það fyrsta sem ég geri núna er piparkökuhús með dóttur minni um miðjan nóvember, þá má ég fara að skipu- leggja jólin. Þá kemur piparkökulyktin í húsið og við byrjum að spila jólalögin og svo kemur jólatréð alltaf upp 1. desember því mér finnst hálf tilgangslaust að hafa jólatré bara upp í þrettán daga. Ég vil njóta þess miklu lengur en það. Hlynur Benediktsson, Akranesi Toppurinn á jólatrénu Sem barn þá gerði ég mér litla grein fyr- ir því hvað væri hefð og hvað ekki. Ég hélt bara að allir færu í messu klukkan sex á að- fangadag og eftir það borðaði fólk sinn ham- borgarhrygg. Það var rjómabúðingur í eftir- rétt og alveg bannað að taka upp gjafir fyrr en allir væru búnir að borða og allt hefði verið vaskað upp. Biðin eftir uppvaskinu var erfið- ust. Auðvitað lærði ég fljótlega að þetta væri ekki eins allstaðar en þegar kom svo að því að stofna eigin fjölskyldu með konunni minni þá fóru siðirnir að skarast og nú eru hver jól frá- brugðin þeim seinustu. Við erum mikil jóla- börn og alltaf stemning í desember. En eina fasta hefðin er að við skreytum jólatréð allt- af saman, fjölskyldan, og þegar toppurinn er kominn á tréð þá mega jólin koma fyrir mér. Gunnfríður Ólafsdóttir, Borgarnesi Nýjar hefðir fæðast Mér finnst í raun ekkert þurfa að vera tilbúið, það er bara að fjölskyldan sé saman. Bæði við fimm og stórfjölskyldan. Við hittumst alltaf heima hjá mömmu og pabba en núna erum við farin að skapa nýjar hefðir og breyta. Við erum í millibilstímabili núna þar sem við erum að fara að halda okkar eigin jól á eig- in heimili. Guðbjartur Þór Stefánsson, Hvalfjarðarsveit Jólatrén sótt Ætli það sé ekki bara það að sækja jólatré með fjölskyldunni. Við förum í Skorradal, ég, kon- an, börnin, mamma, pabbi og systur mínar, um miðjan desember og sækjum eitt jólatré fyrir hvert heimili. Svo er tréð sett upp í stof- unni og krakkarnir og konan skreyta tréð. Þórunn María Örnólfs-Brynjudóttir, Akranesi Tékk í kirkjugarðinn Við fórum ýmist á aðfangadag eða á Þorláks- messukvöld í möndlugraut til mömmu og pabba, þá var hún búin að sjóða hangikjöt og það var hangikjötslykt sem mætti manni, til að eyða skötulyktinni. Þá vorum við að bera út pakkana og grauturinn var svona fyrri part- inn á aðfangadag eða seinni partinn á Þor- láksmessu. Mér finnst jólin ekki neitt spenn- andi núna eftir að mamma og pabbi fóru. En við reynum að skapa okkur okkar eigin hefð- ir. Ég sýð hangikjöt á Þorláksmessu, en ekki til að eyða skötulykt. Þegar hangikjötlyktin er komin í húsið, grauturinn borðaður og við systkinin búin að fara í tékk í kirkjugarðinn til mömmu og pabba og kveikja á kerti, þá mega jólin koma fyrir mér. Guðný Kristín Guðnadóttir, Hvalfjarðarsveit Jólagardínur í gluggana Ég er mikið jólabarn og jólin verða að vera hátíðleg hjá mér. Jólaundirbúningurinn hefst snemma, ég byrja á að baka jólasmákökur og fer að spila jólalögin um miðjan nóvember. Svo kveiki ég alltaf á jólaseríunni úti seinni partinn í nóvember. Við erum kannski ekki farin að mynda okkur sérstakar jólahefðir sjálf sem fjölskylda, en við skreytum alltaf jólatréð saman. Svo eru fastir liðir að fara með kerti og blóm í kirkjugarðinn og setja upp jóla- gardínurnar, það má ekki gleyma þeim. Mér finnst jólin mjög skemmtilegur tími svo það er hálf undarlegt að vera að pakka jólunum niður þar sem við erum að flytja núna í des- ember. En aðventuljósið, það er alltaf komið upp fyrsta sunnudag í aðventu. Jón Egill Jónsson, Búðardal Vinnan í kringum jólatréð Það fyrsta sem mér dettur í hug að sé ómiss- andi er að vera með lifandi jólatré. Það fylgir því lykt og stemningin sem skiptir mig svo- litlu máli og vinnan í kringum það. Það fylgir þessu smá vinna. Það þarf að velja tréð og hugsa vel um það, passa að vökva, skreyta það, ef maður fer illa með tréð þá hrynur það í sundur. Það hefur verið mismunandi hvaðan við fáum tréð, en við höfum aðgang að skóg- rækt foreldra minna og maður má fá eitt og eitt tré þaðan. Hilmar Már Arason, Ólafsvík Njóta, upplifa og slaka á Bakstur, afslöppun og samvera er það mik- ilvægasta. Svo er mikill jólaundirbúning- ur tengdur mínu starfi sem skólastjóri. Það er svo mikil stemning í skólunum hjá krökk- unum og maður upplifir þetta mjög sterkt í gegnum þau. Síðustu ár hefur jólaútvarpið líka verið hluti af undirbúningi jólanna. En ég legg alltaf meiri áherslu á að slappa af og upplifa og njóta, fremur en að vera búinn að kaupa eða gera eitthvað. Maður var upptekn- ari af því þegar maður yngri en núna vil ég njóta og upplifa og slaka á og hitta vini og vandamenn. „Þá mega jólin koma fyrir mér“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.