Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201836 akletti, sérsýningum safnsins á Hvanneyri og í Reykholti og að stofnað yrði varðveislusetur fyrir landshlutann í húsnæði við Sólbakka. Boðað var til íbúafundar þar sem greina mátti einarða andstöðu við fyrirhugaðar breytingar. Ekki hefur orð- ið af breytingum og starfsemi Safnahúss Borgarfjarðar er enn á sama stað. Aldarafmæli á Bifröst Á þessu ári var þess minnst með ýmsum hætti að Samvinnu- skólinn var stofnaður í Reykjavík 3. desember 1918, en Há- skólinn á Bifröst byggir á grunni hans. Skólinn var fluttur að Bifröst árið 1955 þar sem hann hefur verið starfræktur allar götur síðan, fyrst á framhaldsskólastigi en síðar sem háskóli. Á árinu var m.a. haldin Háskólahátíð og á sjálfan afmælisdaginn var boðað til hátíðarsamkomu þar sem meðfylgjandi mynd var tekin. Á henni eru átta síðustu rektorar við skólann. Tuttugu ár að baki Þann 18. febrúar síðastliðinn voru 20 ár liðin frá því Skessu- horn kom fyrst út. Fyrir lesendur voru í tilefni þess rifjuð upp brot úr sögunni í texta og myndum, sögu sem vissulega er samofin lífinu í landshlutanum þessa tvo áratugi. Meðfylgj- andi mynd er fréttaljósmynd ársins 2007 og sýnir giftugsam- lega björgun skipverja á Úllu SH um borð í Björgu, skip Lífs- bjargar, skammt utan við Rif. Myndina tók Alfons Finnsson. Vilja beisla vindorkuna Í febrúar voru kynnt á íbúafundi í Búðardal áform Storm orku ehf. um fyrirhugaðan vindorkugarð í Dölum. Fyrirtækið hyggst reisa á bilinu 28 til 40 vindmillur á allt að 600 hektara svæði í landi Hróðnýjarstaða í Dölum. Hver vindmylla verð- ur um það bil 94 metrar á hæð með 112 metra vænghafi og er áætlað afl hverrar myllu 3,6 MW. Hámarks afkastageta vind- orkugarðsins yrði því um 100 til 130 MW, en endanleg stærð mun ráðast af hagkvæmni verkefnisins, markaðsforsendum og öðrum atriðum sem hafa áhrif á efnahagslega og samfélags- lega hagkvæmni. Á haustmánuðum var síðan greint frá því að fyrirtækið EM Orka hf. hefur hug á að reisa vindorkugarð í landi Garpsdals í Reykhólahreppi. Gangi þau áform eftir munu rísa 35 vindmyllur á 3,3 ferkílómetra svæði á Garps- dalsfjalli, í nálægt 500 metra hæð yfir sjávarmáli. Áætlað afl hverrar og einnar vindmyllu er 3,6 MW og því yrði hámarks afkastageta vindorkugarðsins nálægt 130 MW. Ef allt geng- ur eins og best verður á kosið er áætlað að hægt verði að taka vindorkugarðinn að Hróðnýjarstöðum í notkun um mitt ár 2020 en þann í landi Garpsdals síðla árs 2022. Tíðir húsbrunar Það sem af er þessu ári hefur Slökkvilið Akraness og Hval- fjarðarsveitar farið í 38 útköll af ýmsu tagi. Flest útköllin hafa verið vegna elds í byggingum, eða ellefu talsins á jafn mörgum mánuðum. Að sögn Þráins Ólafssonar slökkviliðsstjóra er um töluverða fjölgun útkalla að ræða á þessu ári og sérstaklega er þróunin slæm í fjölda húsbruna. Til samanburðar voru útköll slökkviliðsins 25 árið 2017 og árið 2016 voru 32 útköll. Árið 2016 voru fimm útköll vegna elds í byggingum og tvö árið 2017. Fjöldi húsbruna hefur því margfaldast á þessu ári, sem vissulega er áhyggjuefni. Fjórða virkjunin í Húsafelli Urðarfellsvirkjun í landi Húsafells í Borgafirði var vígð snemma árs. Inntaksmannvirki eru í 370 metra hæð yfir sjáv- armáli, við Urðarfell þaðan sem virkjunin fær nafn sitt. Um fallvatnsvirkjun er að ræða þar sem lindarvatni er veitt í gegn- um rör, niður fjallshlíðina að stöðvarhúsi í Reyðarfellsskógi. Þar knýr vatnsaflið Pelton vél sem framleiðir orkuna. Fallið er 275 metrar og virkjunin á að geta skilað allt að 1100 kW af raforku. Raforkuframleiðsla virkjunarinnar dugar til að skaffa 1300 heimilum raforku. Þrjár virkjanir eru fyrir í landi Húsa- fells og er jörðin sjálfbær í orkuöflun fyrir alla þá starfsemi sem þar fer fram og ríflega það. Ísfiskur á Akranes Fyrirtækið Ísfiskur hf. hóf snemma árs fiskvinnslu á Akra- nesi. Fyrirtækið keypti sem kunnugt er bolfiskvinnsluhús HB Granda haustið 2017, auk þess sem hluti fiskvinnslubúnaðar fylgdi með í kaupunum. Starfsemin var í fyrstu smá í sniðum á Akranesi, en fyrirtækið seldi loks fyrrum höfuðstöðvar sín- ar í Kópavogi í haust og flutti alla starfsemi sína á Akranes. Þar starfa nú um 50 manns við vinnslu á ýsu og þorski til út- flutnings. Fiskeldi í sjó er umdeilt Á árinu voru talsverðar deilur um ágæti fiskeldis í sjó, bæði á innfjörðum Vestfjarða og Austfjarða. Þar togast á kröft- ug atvinnuuppbygging jaðarsvæða og hins vegar umhverfis- sjónarmið þeirra sem vernda vilja lífríki laxveiðiáa víðsvegar um landið. Sjókvíaeldi hefur í för með sér þá hættu að frjór lax getur sloppið úr kvíum og erfðamengað náttúrulega laxa- stofna. Dæmi eru um slíkar slysasleppingar. Deilt hefur ver- ið á stjórnvöld fyrir að leyfa sjókvíaeldi, en einnig á eftirlits- aðila fyrir að hafa vanrækt eftirlitsþátt sinn. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála afturkallaði starfsleyfi fiskeldis- stöðva í haust og eru sumar þeirra reknar á bráðabirgðaleyfi með undanþágu sem umhverfisráðherra gaf út. Skipulögð innbrot í heimahús Hrina innbrota var á árinu í heimahús víðsvegar um landið. Um skipulagða starfsemi erlendra glæpahópa var að ræða, at- vinnumanna í innbrotum. Þjófarnir fóru yfirleitt í gegnum glugga og leituðu eftir skartgripum, peningum og verðmæt- um smáhlutum. Góssið var svo sent erlendis til sölu, jafnvel með pósti. Afbrot voru tíðust á höfuðborgarsvæðinu en færð- ust svo einnig út um landið, snemma árs t.d. á Akranesi en síðar á Snæfellsnes. Lögreglan á Vesturlandi handsamaði þjóf í sumar sem reyndi flótta frá Snæfellsnesi. Viðkomandi hef- ur væntanlega vanmetið aðstæður. Snæfellsnesið er nefnilega þannig lagað að fáar leiðir liggja þaðan og því auðvelt að veita fyrirsát. Sá þjófur reyndist meðlimur skiplagðs glæpagengis og afplánar nú dóm. Nú í síðustu viku var innbrot í Borgar- nesi þar sem lögregla taldi vinnubrögð svara til glæpagengja. Fólk er því áfram hvatt til að læsa húsum og vera vel á verði gagnvart grunsamlegum mannaferðum. Góð veiði en oft gæftaleysi Veiði var oft góð við strendur Vesturlands á árinu, þegar gaf. Mikil ótíð einkenndi þó góða veiðimánuði eins í byrjun árs og aftur snemmsumars. Þeim sem stunduðu strandveiðar gekk þannig sumum brösuglega að ná 12 sóknardögum í öllum mánuðum. Milli brælutíðar gaf þó vel hvort sem var á hand- færin eða önnur veiðarfæri. Aflahæstur á strandveiðunum í sumar reyndist Skagamaðurinn Stefán Jónsson á Grími AK, sem réri frá Arnarstapa. Fiskaði hann 49,5 tonn í 48 róðr- um. Guðmundur Elíasson sjómaður á Akranesi rær á Flug- öldunni ST-54. Í mars var hann á handfæraveiðum norðan við Syðra-Hraunið á Faxaflóa og fékk þá 37 kílóa þorsk á krókinn. „Þetta er stærsti fiskur sem ég hef veitt og var því í hálfgerð- um vandræðum með að ná honum um borð. Þetta var hrygna og þar að auki full af loðnu sem gengið hefur hér inn á flóann að undanförnu,“ sagði Guðmundur í samtali við Skessuhorn. Sonur hans Hallgrímur tók myndina um borð. Samræming gekk afleitlega Nemendur í 9. bekk grunnskóla þreyttu í mars samræmd próf í íslensku, stærðfræði og ensku. Á prófi í íslensku urðu tækni- leg vandamál við prófið þess valdandi að einungis lítill hluti nemenda gat lokið þeim á tilsettum tíma. Próf sem lagt var fyrir í stærðfræði á fimmtudeginum gekk tæknilega upp svona nokkurn veginn. Á föstudeginum var svo komið að prófi í ensku. Skemmst er frá því að segja að tæknivandamál urðu aftur til þess að prófið mistókst með öllu. Þessi handvömm við framkvæmd prófanna lagðist illa í nemendur. Samræmd próf urðu af þessum sökum ekkert sérlega samræmd. Framhald á næstu opnu Fréttaannáll ársins 2017 í máli og myndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.