Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201832 Svavar var Vestlendingur ársins Í nýársblaði Skessuhorns var kynnt að Vestlendingur ársins 2017 var Svavar Garðarsson í Búðardal í Dalabyggð. Í tilnefn- ingum sem bárust var einkum nefnt að Svavar hefur lagt fram hundruði klukkustunda í sjálfboðastarfi við að fegra og bæta umhverfið á heimaslóðum. Hann lagfærir og hreinsar opin svæði og er öðrum íbúum hvatning. Haustið áður beitti hann sér fyrir því að selir úr Húsdýragarðinum yrðu fluttir í laug í Búðardal. Þar fóðrar hann selina og undirbjó þá til að komast í sjó í sitt náttúrulega umhverfi. Stúlka var fyrsta barn ársins Fyrsta barnið sem fæddist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á árinu kom í heiminn að kvöldi nýársdags. Var það myndar stúlka; vó 3.822 grömm og var 52 sentímetrar að lengd. Stúlk- an er búsett í Reykjavík en foreldrar hennar eru þau Karlotta Maria Scholl úr Borgarnesi og Morgan Walford sem kemur frá Ameríku. Stúlkan er fyrsta barn foreldra sinna. Fæðingin hafði verið áætluð 22. desember, en stúlkan ákvað að láta bíða eftir sér fram á nýja árið. Ingólfur og Skaginn 3X hlutu viðskiptaverðlaun Ingólfur Árnason forstjóri Skagans 3X tók í byrjun árs við við- skiptaverðlaunum Viðskiptablaðsins. Fyrirtækið er á heims- vísu í þróun og framleiðslu á búnaði til matvælavinnslu. Í rök- stuðningi sagði m.a: „Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X er að umbylta matvælaiðnaði, sérstaklega í sjávarútvegi, með nýj- um og framsæknum lausnum. Fyrirtækið sérhæfir sig í kæli- og vinnslutækni og framleiðir í dag íslaus kælikerfi, alsjálf- virk lestarkerfi fyrir fiskveiðiskip og verksmiðjur fyrir vinnslu á uppsjávarfiski. Þó Skaginn 3X sé tiltölulega nýtt nafn í hug- um margra þá stendur það á gömlum merg. Skaginn 3X er sameiginlegt vörumerki þriggja systurfyrirtækja; Skagans hf., Þorgeirs & Ellerts hf. og 3X Technology ehf.“ Verksmiðjuhús rifin Á þessu ári hefur verið unnið við niðurrif framleiðsluhúsa sem tilheyrðu Sementsverksmiðjunni á Akranesi. Á næstsíð- asta degi ársins 2017 átti að byrja að sprengja tvö efnissíló, en þau reyndust svo rammlega járnabundin og efnismikil að verkið tókst ekki í fyrstu tilraun né annarri. Það var ekki fyrr en byrjað var að naga í sílóin með stórvirkum vélum af jörðu niðri sem tókst að vinna á þeim. Í framhaldi þess hófst nið- urrif efnisgeymslu og annarra mannvirkja. Það er fyrirtækið Work North ehf. sem tók að sér verkefnið fyrir Akraneskaup- stað í kjölfar útboðs. Búið er semja við fyrirtækið um að fella strompinn og líklega verður einnig samið um niðurrif veggj- arins sem umlykur sandþróna. Búið er að skipuleggja á svæð- inu blandaða íbúða- og athafnabyggð. Amtsbókasafn í nýtt húsnæði í Stykkishólmi Í byrjun árs var safnkostur Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi fluttur frá Hafnargötu 7 í nýtt Amtsbókasafn við Borgarbraut 6 og húsið vígt á kyndilmessu. Húsið er sambyggt grunnskól- anum og allt hið glæsilegasta. Hófst þar með nýjasti kaflinn í sögu safnsins, sem stofnað var árið 1847 og hét þá „Íslands vesturamts almenna bókasafn.“ Nýja safnhúsið er sambyggt grunnskóla staðarins og þykir í senn falleg bygging og nyt- samt að samþætta starfsemina við skólastarfið. Til stóð að selja Lauga Í upphafi ársins stefndi í að sveitarfélagið Dalabyggð næði samningum við fyrirtækið Arnarlón ehf. um kaup á eignarhlut sveitarfélagsins í Laugum í Sælingsdal auk jarðarinnar Sælings- dalstungu. Umsamið kaupverð var 460 milljónir króna. Tals- verðrar eftirvæntingar gætti sökum þess að þáverandi sveitar- stjórn fyrirhugaði að nýta andvirði sölu húsanna til að byggja nýtt íþróttahús í Búðardal. Af ýmsum ástæðum varð þó ekki af sölunni, en nýkjörin sveitarstjórn fékk málið í sínar hendur og ákvað formlega í sumar að hætta við söluna. Enn er áhugi fyr- ir sölu mannvirkjanna, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um næstu skref. Baldur lengi frá siglingum Í nóvember 2017 kom upp stór bilun í aðalvél flóabátsins Baldurs og var hann frá siglingum í nærfellt þrjá mánuði. Íbú- ar beggja vegna Breiðafjarðar fundu á þessum tíma verulega fyrir hversu háðir þeir eru þessari mikilvægu samgönguæð. Það var því fögnuður þegar siglingar hófust að nýju í febrúar. Enn óvissa um vegarlagningu Frestur til að skila inn athugasemdum vegna vinnslutillögu að aðalskipulagsbreytingum Reykhólahrepps vegna Vestfjarða- vegar rann út í byrjun janúar. Bárust athugasemdir og um- sagnir. Tvær veglínur voru til skoðunar hjá sveitarfélaginu; Framhald á næstu opnu Það sætti tíðindum Fréttaannáll ársins 2018 í máli og myndum Árið 2018 á Vesturlandi var enginn eftirbátur fyrri ára þegar kemur að fréttum úr landshlutanum, nema síður væri. Við upplifðum gríðarlegt berghlaup í Hítardal, sókn jafnt og bakslög í atvinnugreinum, fjöl- breytta menningu, íþróttir og mannlíf á hundrað ára afmælisári fullveldisins. Við sögðum frá fólkinu sem byggir Vesturland, þessum harða kjarna sem kýs að lifa hér og starfa og halda ljósi hans á lofti. Sveitar- stjórnarkosningar settu vissulega svip sinn á árið og ófáar fréttir voru skrifaðar af framboðum og úrslitum kosninga ekki síður en eftirleiknum, hverjir náðu sam- an um meirihluta, tóku við sveitarstjórastörfum og stýra nú skútunni. Þrátt fyrir allt skiptir blessuð póli- tíkin okkur öll máli, enda kosningar tæki íbúanna til að segja til um hvernig samfélagsgerð þeir kjósa. Svo er þeirra sem taka við kyndlinum að standa undir því trausti, en slíkt er ekki sjálfgefið ef marka má fréttir jafnvel af Austurvelli. Nú á árinu luku vegfarendur við að greiða fyrir að aka í gegnum Hvalfjarðargöng og voru mannvirkin afhent ríkinu til eignar og rekstrar í haust. Þar með má segja að lokið hafi farsællega stærstu einkaframkvæmd í samgöngusögunni. Hval- fjarðargöng hafa gjörbreytt skilyrðum til búskapar á Vesturlandi og skapað tækifæri. Vorið og sumarið reyndist úrkomusamt og fremur erf- itt til heyskapar hér á Vesturlandi. Tíðarfarið snertir fjölmarga kima atvinnulífsins, augljóslega bændur og sjómenn, en einnig, ferðaþjónustu og fjölmargar aðrar atvinnugreinar. Sólarleysi framan af sumri hafði þó hugsanlega mest áhrif á sálarheill landsmanna. Við þurfum jú vítamín frá sólinni og kannski skorti það í vor og sumar. Ýmislegt tókst okkur blaðamönnum á Skessuhorni að þefa uppi á árinu. Gleðifréttir og gagnrýnar, léttar fréttir sem þyngri. Við erum fjölmiðill sem hefur þá stefnu að gefa sem raunsannasta mynd af mannlífinu hverju sinni. Þá, eins og gefur að skilja, þarf stundum að fjalla um það sem betur mætti fara, skapa um- ræðu, leita lausna, ekki síður en varpa fram því já- kvæða og gleðilega sem sannarlega er oftar. Margt var okkur bent á og mörgu tókum við eftir. Hér á eftir verður stiklað á stóru í atburðum ársins 2018 í máli og myndum. Kæru lesendur! Takk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða, takk fyrir að lesa fréttir, takk fyrir að lesa Skessuhorn. Magnús Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.