Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 96

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 96
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201896 Það er mikilfenglegt að geta gengið inn í samhengi og hefðir sem fylla tilveru okkar merkingu. Og forrétt- indi að sama marki að í amstri dag- anna og hversdagslífsins fáum við að stíga inn í helgi jólanna með allt öðrum hætti en inní nokkuð ann- að samhengi. Við lifum á tímum einstaklingshyggju, að mörgu leyti skiljanlega, og öll mörk og það sem kalla má sameiginlegt er á floti. Ekkert er eins hjá neinum og það sem við ólumst upp við hættir að vera mælikvarði á allt sem við tök- um okkur fyrir hendur. Það furðar sig hvorki nokkur á að fólk brjóti út af vananum af sjálfsdáðum né fer veröldin á hliðina ef eitthvað óvænt breytir helgimyndinni af jólum æskunnar. Sem er gott, en um leið berum við ábyrgð á því sem fullorð- ið fólk að varðveita hið einstaka og miðla því áfram til barnanna okkar; einhverju sem gerir þetta tímabil að mælikvarða á kærleika, elsku og umhyggju, þar sem fortíð og fram- tíð renna saman í „nú“ sem er ósk- andi að við séum fær um að njóta af innileik, í nánd. Þannig getum við viðhaldið tengslum við fjölskyldu og vini þannig að tilgangur lífsins sé áþreifanlegur; tilgangur lífsins er nefnilega tengsl. Ég held að það sé sama hvað- an við komum, jólin hafa sérstaka merkingu og taka öllum viðburðum og helgistundum fram þó að á okk- ar tímum virðist manni þó eins og gildi þeirra dyljist undir í efnislegri umgjörð um það hversu vel við getum veitt okkur. Á jólum látum við drauma okkar rætast, eða jafn- vel enn frekar; við reynum að láta drauma annarra rætast, og þá helst barnanna okkar. Það skiptir mig til að mynda meira máli að einhver fullnusta og núllstilling eigi sér stað á jólum heldur en í kringum afmæl- ið mitt. Ástæðan er líklegast sú að það sameiginlega á sér líka stað á jólum, sú tilfinning að það sé að minnsta kosti eitthvert augnablik í tíman- um öllum þar sem allir megi vera eins nærri því og mögulegt er, að dvelja í kærleikanum og vera eins hamingjusamur og maður bara get- ur orðið. Ég lifi í þeirri von, þó ég viti að í raun eru litlar líkur á að sú draumsýn sé veruleiki allra þeirra sem líða. Um þetta snýst tilfinning- in fyrir því heilaga sem ég upplifi og tengi jólum. Hið óvænta er vel- komið. Eftirvæntingin er hluti von- gleðinnar sem sakleysi jólabarns- ins færir okkur og í því er tímalaust undur. Það eru sannarlega forrétt- indi að fá að þjóna því samhengi í sínu starfi. Trúartilfinningin og óttaleysið Í kærleikanum getum við umfaðm- að og fyrirgefið, umborið og leið- beint, við getum skapað tilfinningu fyrir því heilaga þegar við sköpum augnablik, minningar, merkingu. Það er mikilvægt að skapa rými þar sem hver og einn fær að njóta sín á eigin forsendum því það eru ekki allir eins og við sjálf; en í því felst friðurinn innra og ytra, við sjálf getum bara verið sjálfum okkur trú og sönn í anda jólanna ef aðrir gefa okkur það rými. Að rækta tilfinninguna fyrir því heilaga er gefandi þáttur þess starfs að vera prestur. Þá fær maður í við- kvæmni sinni að vera galopinn en um leið ber maður ábyrgð á því að höndla hið heilaga af ábyrgð. Þann- ig að maður geti jafnvel miðlað agnarögn af þessum friði, inn í að- stæður og andrúmsloft þeirra sem gera sitt besta til að halda tengslum og tryggð við þennan grundvöll jólanna sem kristin trú er. Mað- ur gæti stundum orðið ansi ringl- aður af því öllu sem er haldið fram um jólin, kristna trú og þá andlegu næringu sem við eigum rétt á að fá aðgang að á þessari helgu hátíð. Á jólunum virðist manni og von- ar að allar manneskjur stefni að sátt; þrætur og deilur eru lagðar til hlið- ar, þeir sem eiga almennt aldrei nóg verða þakklátir fyrir það sem þeir hafa – og hefðin hefur líka kennt okkur að engin vegalengd virðist óyfirstíganleg; svona í orði kveðnu. Kannski fær allt bara að vera eins og það á að vera, þegar við horfum til baka. Að minnsta kosti er það mín reynsla að ég hef aldrei á æv- inni horft til baka og sagt við sjálf- an mig, „æ það hefði nú verið betra að þessi jól hefðu verið öðruvísi“. Og ég er af þeirri kynslóð sem hef- ur þurft að læra að það geta ekki og þurfa ekki öll jól að vera eins allt- af. Svo lengi sem við upplifum ör- yggi, frið – jafnvel smá fögnuð – þá eru jólin eins og þau eiga að vera, heilagur tími. Það verður merkilegt að fá að reyna það í fyrsta skipti þessi jól að mega túlka þennan at- burð, þessi jól, og skera þannig gat á himnuna á milli hins heilaga tíma og staðarins og stundarinnar. Sjá hvort að það takist að veita ljósi ei- lífðarinnar og sakleysi Jesúbarnsins inn í vitund þeirra sem hlusta. Ég hlakka til. Skapandi nálgun á það sem mestu skiptir Þegar maður nálgast hlutina með skapandi hætti þá minnkar ótt- inn við að manni verði refsað – eða öllu heldur – maður hefur því meiri trú á að manni takist ætlunar- verkið þegar maður er jákvæður og sveigjanlegur. Þá erum við í kær- leikanum, ekki bara til okkar sjálfra heldur gagnvart þeim sem að okkur snúa og jafnvel Guði. Ef við erum svo heppin að hafa einhverja hug- mynd um hvað eða hvernig hann er í hugum okkar sjálfra, þá kem- ur tilfinningin fyrir hinu heilaga til okkar með mismunandi hætti. Hjá einum er það sósan, hjá öðr- um hrein nærföt, jólabaðið, and- aktin áður en bjöllunum er hringt, eftirrétturinn sem er alltaf eins, tímalaus hefð – sem þó hófst ein- hverntíma. En í ofgnógtinni reyn- ist stundum erfitt að halda einföld- um hlutum „sérstökum“ og ef all- an ársins hring er alltaf ís, nammi og allar þessar kræsingar, þá verður erfiðara og erfiðara að meta mun- inn á því hvað er hversdagslegt og hvað eru lífsgæði eða munaður. Líf og fjör er ekki hægt að bera saman við þann djúpstæða fögnuð og sátt sem samhengi jólanna býður uppá. Þegar allt gengur upp. Gefi Guð þér þá náð að taka þessa tilfinningu með inní skammdegismánuðina sem taka við. Eftir jólin, þegar við stígum útúr hinum afmarkaða tíma sem hjálpaði okkur til að núllstilla kerfið þá er vert að velta því fyrir sér hvernig við getum umskapað hversdaginn án þess að vera klyfjuð af hefðum og þrúgandi skyldum? Jólin ættu að minna okkur á það hvernig hin skapandi nálgun getur alltaf átt við í viðfangsefnum lífsins. Þegar við dveljum í öryggi þeirra er vert að draga lærdóm af helgi þeirra og trúartrausti. Takist þér að halda því í huga og hjarta, þá fylgir hlýja og lærdómur, skilningur og fyrir- gefning inn í nýja árið. Guði sé lof og þökk fyrir allt þetta djúpstæða samhengi sem við viljum þreifa á svo jólin geti komið. Heims um ból. Allt er til reiðu. Hjörtun opin. Helgidómur hjartans Það er í hjörtum okkar sem jólin ganga í garð og það er í þeim líka sem þar sem við getum núllstillt og fyllst sælukennd og friði, því allt sé frá, það nálgast helgar tíðir. Jólin ganga í garð með ýmsum hætti. Við Íslendingar eigum ótrúlega margt til enn sem markar raunveru- lega sérstöðu, þar sem einhver and- legur þráður er í þessu húllumhæi öllu. Kannski er það arfleifð bóka- þjóðarinnar. Við virðumst hugsa fyrir því hvernig við viljum nærast andlega – með góðri bók úr flóð- inu – og þá og þó virðist það jafnvel vera soldið spari. Og við stelumst til að sinna andlegu þörfunum líka í hliði himinsins og helgidómi hjart- ans. Það má víst alveg kíkja í messu á jólum án þess að nokkur fari að velta því fyrir sér hvort það sé eitt- hvað að manni. Það er að segja – án þess að fólk fyrirverði sig fyrir að hafa þörf fyrir helgisiðina og pláss fyrir hugsunina um að hið heilaga hafi hljómgrunn í sál þess sem vill vera í tengslum. Ég nefndi tengsl við fortíð og framtíð. Tengslin við sjálfa/n sig er líka grundvallaratr- iði: og slíkan munað er margur til- búinn að borga mikið fyrir, í einka- tímum. Kannski er það alltof vand- ræðalegt í samanburði og metingi samtímans, þegar fólk viðurkennir að það þurfi á kirkjunni að halda? En kirkjan er ekki formsins vegna – þegar skíra, ferma, gifta þarf og jarða – heldur til þess að hið heil- aga hafi pláss. Það er ekki markmið nokkurs trúfélags held ég, að ein- staklingurinn þurfi á því að halda. Merking, tilgangur og gildi safnaða Þjóðkirkjunnar er metinn í félags- legu samhengi og heilögu, það er frátekinn staður fyrir þig og frið þess sem fæðist í hjarta á hverju ári. Við myndum samfélag safnaðarins með því að vilja vera til staðar fyr- ir hvert annað og varðveita það sak- leysi og þá samhyggð sem er hjart- anu næst. Þannig ganga jólin í garð, bæði í þéttbýlinu og dreifðum sveit- um Vesturlands, að þau sem meta og virða þetta samhengi og sam- leið kristni og þjóðar koma saman og fagna. Gleðjast yfir því að sagan af unga parinu sem hélt til Bethlem og fæddi þar í fjárhúsinu barnið sjálft, Guðs barnið Jesús Krist. Og englarnir sungu. Í sögunni er allt Þessi saga er mikilvægari en orða- gjálfur um neysluhyggju, valda- stofnanir, spillt stjórnmál, sjálfs- upphafningu og svik. Á endanum felur hún þetta allt í sér – eins og við þekkjum – en allt það ljóta get- ur engum skugga komið á hið heil- aga. Þegar þú lokar augunum þá er logi þess hreinn en hið ljóta er horf- ið. Og það er sagan af hinu guð- dómlega í öllum mönnum, fæðingu barnsins, hjá fátækum foreldrum, í gripahúsi. Þar ríkir hið góða eitt og er barmafullt af elsku og auðmýkt. Láttu elsku Krists vera leiðarljós þitt, eins og stjarnan var vitringun- um, og mundu að það er hvorki né verður bara ein leið til þess að finna það í hjarta sér hvernig veruleik- inn talar til manns. Hann gerir það kannski á jólunum hjá mörgum, en það breytir því ekki að hvern dag höfum við ástæðu til að þakka fyr- ir allt það sem við höfum fengið að njóta. Munum við að þakka fyrir þessa næmu og nánu tíð, þar sem kraftaverkið, undrið og hið óvænta fá að vera þau sjálf, og koma okk- ur jólaskapið með nýjum og nýjum hætti? Verum opin fyrir því að þessi jólin þá muni þau koma til okkar öðruvísi en áður, og sjá! Þau koma. Það sem ég hef meiri áhyggjur af er að um alla framtíð verða að- ferðir okkar til að nálgast hið heil- aga breytingum háðar og nú þeg- ar – í öllu kaup-hlaupinu og hruna- dansi kapítalsins – virðist leiðin sí- fellt greiðari og auðveldari; jafn- vel bara „easy way out!“ Tilfinning barnanna fyrir hinu heilaga dofnar sífellt. Þú hræðir börn ekki til þess að kunna að meta neitt. Ég spyr þig og mig því; hvernig mun takast að miðla því um framtíð hvernig lotn- ing eða djúp virðing hefur áhrif á okkur – og hvernig fá næstu kyn- slóðir skilið að hið heilaga lætur okkur líða eins og við viljum í raun verða betri manneskjur? Þetta eru mikilvægustu lexíurnar. Og þær eru sprottnar af því að við elskum. Við höfum hvert og eitt okkar aðferðir til að skoða sögu okkar og lífsafstöðu, við viljum skilja hvers- vegna við gerum það sem við verð- um að gera; í stað þess að gera það sem væri skynsamlegt eða kæmi okkur sjálfum betur í stóra sam- henginu. Ég reyni að heiðra þær tilfinningar sem gerðu mig ung- an að árum að miklu jólabarni og svo horfi ég í mildi á öll þau mistök sem ég var búinn að eigna öðrum og fyrirgef. Ég fyrirgef sjálfum mér og mínum, svo samferðafólki öllu – og anda djúpt. Af því fæðist vonin. Og með von í hjarta get ég enn á ný tekið allt í sátt. Allan hringinn. Á núllpunktinum. Þetta eru engar reglur held- ur bara hringur, hringur utan um heiminn; fjallahringur og sjóndeild- ar. Sannkallað núll, tóm – nýtt upp- haf! – sem við getum stigið inní og notið, í flæði jólanna. Þar er gleði ást og friður. Megi andi þinn endurnærast þessi og jól og friður Guðs vaka yfir ykkur. Arnaldur Máni Finnsson á Staðastað Núllstilling jólanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.