Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 53

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 53
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 53 Ingibjörg Halldórsdóttir, Hvalfjarðarsveit Skatan á vélaleigunni Fyrir mér hefjast jólin í hádeginu á Þorláks- messu, þegar pabbi kveikir á heimatilbúnu eldavélinni á kaffistofunni hjá Vélaleigu Hall- dórs Sigurðssonar, dregur fram risastóran pott og sýður skötuna fyrir fastagesti á kaffi- stofunni sem eru orðnir þónokkrir í gegn- um árin. Ég er hálfpartinn alin upp þarna og sakna stundum kaffistofumenningarinnar sem tilheyrir hádeginu á litlum vinnustað. Þó það sé þröngt á þingi er það bara heimilislegt og allir eru afslappaðri en venjulega, því að máltíð lokinni er vanalega farið í jólafrí og þá geta jólin byrjað. Ármann Rúnar Sigurðsson, Búðardal Rjúpan á borðinu Ég þarf allavega að vera búinn að skjóta rjúp- una. Ég hef alltaf verið með rjúpu á aðfanga- dag og við erum með svona þrettán til fjórtán rjúpur á borðinu. Garðar Geir Sigurgeirsson, Akranesi Hátíðleikinn fyrir öllu Ég er alltaf með fastar matarvenjur á jólunum. Jólasteikin er hamborgarhryggur, kryddaður bara með rósmarín, er settur inn í ofninn um hálf tvö og alls ekki seinna. Hann á að malla á 82 gráðum þangað til klukkan sex, eða lengur, fer eftir því hvort ég er að syngja eða ekki. Malt og appelsín drukkið með. Svo er það eftirrétturinn, ís og ávextir svona eins og maður ólst upp við. Maturinn situr svolítið í fyrirrúmi og minningar frá barnæsku. Ég er maður sem reynir að halda í hefðir. Svo eru jólalögin og þessi hátíðleiki sem fylgir jólunum mjög mikilvæg. Ég er mjög fast- heldinn á siði og venjur og vill halda jólin heima hjá mér, ekki fara á eitthvað flakk. Dagný Rut Kjartansdóttir, Grundarfirði Jólaskreytingarnar upp! Jólin mega koma þegar það er búið að skreyta húsið, baka smákökurnar og setja upp jóla- tréð. Þegar ég var lítil þá var jólatréð alltaf sett upp á Þorláksmessu. Við setjum tréð hins vegar alltaf upp í byrjun desember, því við viljum njóta þess betur. Ása Fossdal, Reykhólum Svið á aðfangadag Þegar ég var lítil þá bjó frændi okkar úti í Nor- egi og kom til Íslands yfir jólin. Hann átti yfir- leitt fyrstu viðkomu hjá okkur í Reykjanesbæ áður en hann fór vestur til foreldra sinna. Hann vildi alltaf fá svið og það var oft svið hjá okkur fyrir jólin, og ef hann kom til okkar á aðfangadag þá var svið hjá okkur á aðfanga- dag. Það verður að vera svið einhvern tímann yfir hátíðarnar hjá mér og venjan er að það sé einhvern tímann milli jóla og nýárs. Sem betur fer elskar maðurinn minn líka svið. Einar Jón Geirsson, Búðardal Misbeittar sagir og jólatré Ein skýrasta minningin sem ég á af biðinni eft- ir jólunum þegar ég var barn, og margir kann- ast eflaust við, er af jólakertinu á eldhúsborðinu sem taldi löturhægt niður dagana í desember. Í seinni tíð hefur skapast sú hefð að sækja jólatré í skógræktarlund ásamt hópi góðra vina. Þetta er orðinn ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna á okkar heimili. Við tökum með okkur mis- beittar sagir og talvert ólíkar væntingar um hið fullkomna jólatré. Að verki loknu gæða sér all- ir á jólakökum og kakói og fara sáttir heim með falleg jólatré. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, Kleppjárnsreykjum Ananasfrómas á aðfangadag Jólin mega núorðið koma nokkurn veginn hve- nær sem er, en til þess að þau séu sem best þarf að tékka í örfá box. Fyrst og fremst þarf að baka marengstoppa, sem ganga undir nafninu snjó- kallakúkar á heimilinu, og engiferkökur. Aðr- ar smákökusortir eru bakaðar eftir hendinni, áhuga og nennu hvers árs fyrir sig. Á aðvent- unni hittumst við svo afkomendur systranna í Ásgarði og gerum sörur. Allir taka þátt, allt frá því að brjóta súkkulaðið í að fylgjast með kreminu harðna. Annað boxið er svo tónlistin, í upphafi aðventu byrja ég að spila „Nú stend- ur mikið til“ diskinn með Sigurði Guðmunds- syni en hann fékk ég í sængurgjöf á aðventunni 2012 og vekur alltaf góðar minningar. Tónlist- arútrásina fæ ég svo líka með Reykholtskórn- um en fátt er hátíðlegra en sameiginlegir að- ventutónleikar borgfirsku kóranna sem haldn- ir eru í Reykholtskirkju. Að lokum hef ég ekki þorað að sleppa því að gera ananasfrómas eftir uppskrift föðurömmu minnar, Dýrunnar Þor- steinsdóttur, fyrir aðfangadagskvöld. Sleppi ég honum er ég alls ekki viss um að jólin komi. klj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.