Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 87

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 87
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 87 af því að nú er svo vinsælt að segja það sem maður á ekki að segja, þá var ég mjög hræddur um að ég myndi ekki valda starfinu. Þú ert að taka að þér að vera í forystu fyr- ir heilt samfélag. Þá verður maður að standa sig og gera allt sem mað- ur getur til að samfélagið blómstri á sem bestan hátt. Þetta er eina skiptið á ævinni sem ég hef átt erf- itt með að sofna á kvöldin, áður en ég tók ákvörðun um að verða bæj- arstjóri. Ég er maður sem sofna um leið og ég leggst upp í rúm, það er segin saga og hefur verið mikið hlegið að í gegnum tíðina,“ segir hann. „Pabbi var náttúrulega búinn að vera í þessu í 30 ár og ég vissi svo sem út á hvað þetta gekk. Það er ekki alltaf logn í kringum framkvæmdastjóra sveitarfélags. Við systkinin, sem börn sveitar- stjóra á litlum stað, fengum bæði að heyra það í orði og með líkam- legum tilburðum fullorðna fólksins ef því líkaði ekki hvað sveitarstjór- inn var að gera á hverjum tíma. Það hafði auðvitað áhrif,“ segir hann. Tvö símtöl sannfærðu hann Óviss um hvað hann ætti að gera ákvað Kristinn að leita ráða. Þar voru hæg heimatökin. „Það voru eiginlega tvö símtöl sem sannfærðu mig um að taka þetta að mér. Fyrst talaði ég við pabba, sem sagðist ekki vera nokkrum vafa um að ég gæti gert þetta. Hann sagði mér bara að stökkva á þetta,“ segir Kristinn. „Síðan hringdi ég í fyrrverandi yf- irmann minn á verkfræðistofunni Hnit, Guðmund Björnsson, og spurði hvað honum fyndist. „Endi- lega taktu þetta að þér, þú munt al- veg klára þig á þessu,“ sagði Guð- mundur við mig. Þá fór ég strax að efast og spurði hann hvernig færi ef ég klúðraði þessu og hinu og hvað myndi gerast ef mér mistækist þetta og hitt. Væri ég þá bara búinn að rústa öllum mínum starfsferli til frambúðar? Þá hló Guðmundur, sem var menntaður frá Þýskalandi, og sagði: „Þú ert alveg eins og Þjóðverjarnir, þú vilt bara plana ævi þína alveg frá fyrsta degi til dauða- dags. Það þýðir ekkert, þú verður að taka áhættuna og gera eins vel á hverjum tíma og þú getur.“ Þessi orð Guðmundar styrktu mig í því að taka ákvörðun um að taka starf- inu,“ segir Kristinn. Ekki starf heldur lífsstíll Kristinn sló til og tuttugu árum síð- ar er hann með reyndstu bæjar- og sveitarstjórum landsins. Það er því ekki úr vegi að spyrja hann hvern- ig starf bæjarstjórans sé? „Að vera framkvæmdastjóri sveitarfélags, hvort sem hann er kallaður sveitar- stjóri eða bæjarstjóri, er ekki starf heldur lífsstíll. Það kallar á fullan áhuga á samfélaginu og maður get- ur ekki litið á sig eins og venjuleg- an launamann sem skilur vinnuna eftir á skrifstofunni,“ segir Krist- inn. „Þess vegna verður bæjarstjóri að eiga góða og skilningsríka fjöl- skyldu. Nú held ég áfram að segja það sem maður á ekki að segja. Fjölskyldan er í rauninni mjög oft númer tvö og vinnan númer eitt, þó það sé ljótt að segja það þá er það bara þannig að hún gengur oft fyr- ir öllu. Bæjarstjóri reynir að vera til taks fyrir íbúana, hvort sem það er morgun eða miðnætti. Ef eitthvað kallar í vinnunni þá verður fjöl- skyldan að bíða og þannig er það bara. Ég hef að minnsta kosti ekki samvisku í að hafa hlutina öðruvísi. En ég er svo ótrúlega heppinn að hafa alla tíð notið svakalega góðs skilnings hjá minni fjölskyldu. Ef maður hefur ekki góða fjölskyldu og trygga vini á bakvið sig þá held ég að maður valdi ekki þessu starfi. Ég myndi allavega ekki treysta mér til þess,“ segir Kristinn. Skiptast á skin og skúrir „Síðan er þetta auðvitað þannig að það er ekki alltaf sólskin. Bæjar- stjóri framfylgir þeim ákvörðun- um sem bæjarstjórn tekur á hverj- um tíma. Þær kunna að vera mis- jafnlega vinsælar og það þarf alltaf að eiga í samskiptum við fólk sem líkar ekki endilega alltaf það sem er verið að gera. Þá gefur stund- um á. En ef það væri alltaf logn- molla þá væri engin tilbreyting. Það skiptast á skin og skúrir, eins og í öllum störfum,“ segir hann. „Heilt yfir er þetta virkilega gott og skemmtilegt starf. Ég held að öllum sem hafa áhuga á samfélags- málum þætti skemmtilegt að vera bæjarstjóri. Ákvörðun er tekin í bæjarstjórn um byggingu íþrótta- húss, stækkun dvalarheimilis, nýj- an gervigrasvöll, umhverfisverk- efni, áningarstaði eða hvað sem er. Bæjarstjóri vinnur að og fylg- ist með þeim málum frá því að ákvörðun er tekin og þar til verk- efninu er lokið. Það er mjög gam- an og gefandi að vera virkur þátt- takandi í svona jákvæðum breyt- ingum á samfélaginu. Svona upp- ir Kristinn. „Hann var í sinni tíð mjög áfram um það að hafa allt snyrtilegt, hreint og fínt. Þetta sést þegar maður kemur til Þingeyrar í dag. Þar er allt mjög snyrtilegt og þorpið sjálft alveg til fyrirmynd- ar. Eitthvað hefur maður nú lært af því,“ segir hann. En hvernig lá leið hans frá Þingeyri til Snæfells- bæjar? „Árið 1995 var ég í laxveiði með vini mínum Ólafi Rögnvalds- syni, eins og ég hafði gert í fleiri ár. Ég reyndar veiddi aldrei sjálf- ur heldur höfðu hann, bróðir minn og fleiri rennt fyrir fisk í Laugar- dalsá í Ísafjarðardjúpi í mörg ár. Þar sem ég ligg á árbakkanum spyr Óli hvort ég vilji ekki bara koma til sín. Þá um haustið 1994 hafði faðir hans fallið frá og Ólafur var orðinn einn með rekstur Hraðfrystihúss Hellissands á sinni könnu ásamt aðstoðarfólki sínu á skrifstofunni. Mér leist ágætlega á að prófa það, vissi að hraðfrystihúsið væri stönd- ugt og vel rekið og fannst spenn- andi að koma inn í þannig fyrir- tæki. Ég kom því hér um haust- ið 1995, viku eftir að snjóflóðin á Flateyri féllu og tók til starfa sem fjármálastjóri Hraðfrystihúss Hell- issands,“ segir hann. „Ég er Óla mjög þakklátur fyrir að hafa dreg- ið mig á Snæfellsnesið því hér er frábært að vera. Fólkið situr ennþá uppi með mig,“ segir Kristinn og brosir. Hræddur um að valda ekki starfinu Kristinn var fjármálastjóri Hrað- frystihúss Hellissands næstu þrjú árin, eða þar til hann var ráð- inn bæjarstjóri Snæfellsbæjar eft- ir kosningarnar 1998. Aðspurð- ur segist hann ekki hafa séð fyrir sér að gerast bæjarstjóri, en kveðst þó alltaf hafa haft mikinn áhuga á sveitarstjórnarmálum og hvers kyns samfélagsmálum. „Ég var í frábæru starfi sem fjármálastjóri hjá hrað- frystihúsinu og þegar bæjarstjór- astóllinn var fyrst nefndur við mig þá hló ég bara og og sagði „nei, það geri ég aldrei“,“ segir hann og brosir. En viðræður við þáverandi meirihluta urðu til þess að Krist- inn lét á endanum til leiðast. „En, Vegagerð um Búlandshöfða sumarið 1999. „Stuttur vegspotti getur gjörbreytt lífsskilyrðum fólks á ákveðnu svæði, sama hvort vegspottinn er um Kolgrafafjörð, Búlandshöfða eða Breiðholstbraut.“ Íþróttahús Snæfellsbæjar í Ólafsvík í byggingu árið 2000. „Núna er ég að vona að það klárist innan tíðar að við fáum leyfi til að bjóða út byggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi. Það er mál sem við höfum verið að þrýsta á síðan 2006,“ segir Kristinn. Hér er hann einmitt ásamt Magnúsi Stefánssyni, þáv. félagsmálaráðherra og Jónínu Bjartmarz, þáv. utanríkisráðherra í sólskinsskapi þegar tilkynnt voru úrslit úr hönnunar- keppni um þjóðgarðsmiðstöðina sumarið 2006. Framhald á næstu opnu 2018 Hoellsjökull 2003 Gervitunglamynd úr Spot-5 Hoellsjökull 2017 Gervitunglamynd úr Sentinel-2 Gleðileg jól og heillaríkt komandi ár Starfsfólk Landmælinga Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.