Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 45

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 45 ið. Þeim fataðist flugið þegar leið á mót og enduðu að lokum í 5. sæti með 38 stig, en aðeins sjö stigum frá toppliði Aftureld- ingar. Er það til vitnis um hve jöfn deildin var. UMFG sigraði 3. deildina í blaki Ungmennafélag Grundarfjarðar tryggði sér Íslandsmeist- aratitilinn í þriðju deild kvenna í blaki í vor. Úrslitakeppnin fór fram í Neskaupsstað og mættu Grundarfjarðarkonur vel stemmdar til leiks. Þær sigruðu alla fimm leiki sína 2-0 og tóku bikarinn með sér heim. Sundfólk gerði góða hluti Sundgarpar úr Sundfélagi Akraness gerðu góða hluti á árinu sem er að líða. Fremst meðal jafningja var Brynhildur Trausta- dóttir, sem varð Íslandsmeisatrí í 1500 m skriðsundi og keppti á Norðurlandamótinu fyrir Íslands hönd. Þá má geta þess að Inga Elín Cryer frá Akranesi, sem keppir fyrir hönd Ármanns, varð Íslandsmeistari í 50 metra laug í 100 m og 200 m flug- sundi og 200 m skriðsundi. Met og meistarar í kraftlyftingum Svavar Örn Sigurðsson úr Kraftlyftingafélagi Akraness varð Norðurlandameistari unglinga í klassískum kraftlyftingum með samanlagðan árangur upp á 572,5 kg. Svavar varð sömu- leiðis bikarmeistari í klassískum kraftlyftingum á árinu, eins og Alexandrea Rán Guðnýjardóttir. Borgfirðingurinn Einar Örn Guðnason, sem keppir undir merkjum Kraftlyftingafélags Akraness, varð bikarmeistari í klassískri bekkpressu. Hann setti jafnframt Íslandsmet í hnébeygju, bekkpressu og samanlögðu á árinu, sem og nýtt Íslandsmet í klassískri bekkpressu. Góður árangur hestamanna Vestlendingar stóðu sig vel í hestaíþróttum á liðnu ári. Jakob Svavar Sigurðsson og Júlía frá Hamarsey urðu Íslandsmeistar- ar í tölti fullorðinna og samanlagðir sigurvegarar í fjórgangi á Íslandsmótinu í hestaíþróttum. Í 100 m skeiði ungmenna varð Þorgeir Ólafsson Íslandsmeistari á Ögrun frá Leirulæk. Siguroddur Pétursson og Steggur frá Hrísdal sigruðu í B-úr- slitum í tölti á Landsmóti hestamanna í sumar og riðu sig upp í 4.-5. sæti í A-úrslitum. Jakob Svavar og Júlí höfnuðu í öðru sæti með einkunnina 9,06. Þorgeir Ólafsson og Hlynur frá Hauka- tungu Syðri unnu B úrslitin í ungmennaflokki og riðu sig upp í annað sæti í A úrslitum. Vestlendingar áttu einnig mikið af góðum kynbótahrossum á Landsmótinu og má þar helst nefna stóðhestinn Eldjárn frá Skipaskaga sem var efstur í sínum flokki með 8,44 í einkunn, Trymbill frá Stóra-Ási sem hlaut 1. verð- laun fyrir afkvæmi og Aðall frá Nýjabæ hlaut Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Valdís gerði vel í ár Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbn- um Leyni, lék á tólf mótum í Evrópumótaröð kvenna í golfi á liðnu ári. Bestum árangri náði hún þegar hún hafnaði í 3. sæti á Australian Ladies Classic Bonville mótinu í Ástralíu. Hún lauk keppni í 38. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar, sem er næststerkasta atvinnumótaröð kvenna í heiminum. Valdís Þóra keppti jafnframt á Opna breska meistaramótinu en komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Var það annað risamót Valdísar á ferl- inum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.