Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 61

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 61
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 2018 61 um símann, því jú, það vantaði ein- mitt kennara. Aldís pakkaði niður í töskurnar og var komin að Klepp- járnsreykjum skömmu síðar og orðin grunnskólakennari á yngsta stigi. „Frá fyrsta degi fannst mér gaman að kenna. Ég hellti mér al- veg út í starfið og gaf mig alla í kennsluna.“ Hálft ár í kirkjukórnum Aldís segir að um leið og hún hafi flutt í sveitina hafi komið aðvífandi fólk sem vildi fá hana í alls kyns félagsstarf. Hún var því skömmu eftir flutning í sveitina komin í kvenfélagið, ungmennafélagið og kirkjukórinn. Í kirkjukórnum kynntist hún fyrri manninum sín- um, Jóni Kristleifssyni frá Sturlu- Reykjum, eða Nóna eins og hann var einatt kallaður. „Ég er samt ekki þekkt fyrir að syngja neitt vel. En ég náði í manninn í kirkjukórn- um og hætti bara um áramótin þeg- ar ég var búin að því,“ segir hún og hlær. „Það var ekkert sóst eftir því að ég kæmi aftur. Hann var aftur á móti mjög góður söngvari og mikill tónlistarunnandi.“ Helgaði sig kennarastarfinu Jón og Aldís eignuðust saman tvo drengi en fyrir átti hann einn son, Kristleif sem dvaldi hjá þeim á sumrum og oft í fríum. Aldís seg- ir að hún hafi frá þessum tíma helg- að sig kennarastarfinu og menntaði sig frekar og varð sérkennari. Sem kennari í litlum sveitaskóla þurfti hún oftar en ekki að hoppa inn í ýmis hlutverk. Hún hefur kennt ótal börnum í gegnum tíðina. „Það sem mér þykir vænst um er þegar fólk kemur til mín þegar það er komið á fullorðinsár og segir við mig „Það er þér að þakka að ég lærði loksins að lesa, Aldís“. Það sýnir mér að ég var að gera góða hluti. Þegar ég sé fólk blómstra í lífinu, sem átti við erfiðleika að stríða í skóla, þá finnst mér gott að hugsa til þess að ég átti kannski einhvern þátt í að minnka þá erfiðleika.“ Erfið ár „Ég trúði því mjög lengi að ég yrði ekki eldri en fertug. Þessi kvíði sem myndaðist í mér á unglingsárum hafði örugglega eitthvað með þetta að gera. En ég trúði þessu lengi, fannst eins og það væri bara ritað í mína bók. Áratugurinn þarna milli fertugs og fimmtugs, frá 1999-2011 átti þess í stað eftir að verða hálf- gerður hamfaraáratugur í mínu lífi. Það var svo ótrúlega margt dap- urlegt sem gerðist. Mamma deyr 1999, svo var átakanlegur atburður í fjölskyldunni sem átti eftir að hafa miklar afleiðingar.“ Þennan áratug bjó Aldís líka með syni sínum á Sel- fossi í þrjú ár, þar sem hann stund- aði nám og hún kenndi tímabundið. „Það voru þrjú rosaleg ár í mikilli sorg og mikið álag að vera stöðugt á ferðinni og í burtu frá yngri synin- um og maka.“ Um ári eftir að Aldís flyst aftur frá Selfossi lést maðurinn hennar árið 2008 og skömmu eft- ir það varð annað dauðsfall í nán- ustu fjölskyldu og svo fáum árum síðar lést tengdamóðir hennar líka. „Maður var bara að vinna og vinna og vinna allan tímann. Og svo kom að því að ég brann bara yfir. Ég varð örmagna. Ég kunni ekki að takast á við alla þessa sorg. Maður veit bara ekki hvað maður á að gera í svona aðstæðum og á endanum þurfti ég að leita mér hjálpar sérfræðinga.“ Hætti sem kennari Aldís hélt áfram að vinna sem kennari nokkur ár í viðbót eftir lát Nóna en þegar sameina átti skólana í Borgarfirðinum undir einn skóla- stjóra og leggja niður hennar starf ákvað hún að segja upp. „Ég var líka bara örmagna. Ég var búin að þjösnast áfram í nokkur ár og gat ekki meira.“ Hún fékk starfsloka- samning til eins árs og hafði góð- an tíma til að velta fyrir sér næstu skrefum. „Mér finnst líka að kenn- arar eigi ekki að verða mjög gamlir í starfi. Þú missir snerpuna og þetta er bara mjög krefjandi starf sem krefst fullrar orku. Fljótlega kynnt- ist ég núverandi manninum mín- um, Garðari Sveini Jónssyni. Hann bara tók utan um okkur, mig og strákana, og hefur verið okkar stoð og stytta síðan.“ Draumurinn um iðjuþjálfann rætist Aldís var aftur komin á góðan stað eftir mörg erfið ár og hún þurfti að móta sér nýja stefnu í lífinu. „Þá bara af einhverri rælni fór ég að gramsa á heimasíðu Háskólans á Akureyri, fann iðjuþjálfunarfræðin og skráði mig bara,“ segir Aldís og hlær. „Ég hefði líklega aldrei farið í þetta hefði ég vitað hvað þetta yrði erfitt. Það var nokkurs konar klásus í lok haustannarinnar og nemenda- hópurinn skorinn niður.“ Aldís seg- ir að henni hafi stundum þótt erf- itt að vera í náminu. „Það er ótrú- lega margt sem maður hefur skoð- un á þegar maður fer í nám á þess- um aldri. Mér fannst sumt sem var verið að kenna okkur eitthvað svo tilgangslaust en það var líka margt mjög spennandi og skemmtilegt. Því er heldur ekki að leyna að haus- inn á manni er aðeins farinn að ryðga á þessum aldri.“ Iðjuþjálfun aldraðra heillaði mest En þegar fjögurra ára brambolti var lokið er Aldís alsæl með nám- ið og að hafa náð takmarkinu. „Það var tvennt sem heillaði mig mest í náminu, það voru geðheilbrigðis- málin og iðjuþjálfun aldraðra. Ég algjörlega heillaðist af málefnum aldraðra. Það var svo góð kennsla í þeim áföngum. Ég fékk bara al- gjörlega nýja sýn á þennan hóp og enn frekar eftir að ég fór að vinna með þessu frábæra fólki. Það var sannarlega mikið lán fyrir mig að fá vinnu í Brákarhlíð strax eftir að ég útskrifaðist og þar finnst mér frá- bært að vinna. Starfsfólkið er ein- stakt og íbúarnir yndislegt fólk. All- ir hafa tekið mér svo vel.“ Líkt og með kennsluna þá gef- ur Aldís sig alla í starfið. Blaða- maður hefur heyrt út undan sér að hún eigi stóran þátt í því að iðjan í Brákarhlíð er eins fjölbreytt og hún er. „Það er algjör misskilningur að iðjuþjálfar séu föndurfræðingar,“ segir Aldís þó vissulega sé hvers konar handverk mikilvægt og stór hluti af lífi margra. „Margt í iðju- þjálfun er í raun ekki svo frábrugð- ið því sem þú fæst við sem kennari. Maður er að leita að áhugasviði eða glóð hjá einstaklingum og blása lífi í glóðina. Hlutverk iðjuþjálfans er að draga fram styrkleika fólksins og hjálpa því að gera það sem það sjálft vill með því að koma með lausn- ir og hugmyndir sem gera iðjuna auðveldari. Að stunda iðju er í raun að lifa.“ klj Eftir nám í iðjuþjálfun fékk Aldís vinnu á dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi. Hún er alsæl með starfið í Brákarhlíð. Fyrri eignmaður Aldísar hét Jón Kristleifsson og með honum átti hún tvo drengi; Sigfús og Guðjón, en fyrir átti Jón soninn Kristleif. Hér eru þeir feðgarnir í sumarferðalagi vestur á fjörðum árið 1997. Systurnar voru fimm og bræðurnir fimm. Hér eru systurnar saman á fermingardegi Aldísar. F.v. Hildur, Ágústa, Jónína, Aldís og Ingveldur. Kristín, móðir Aldísar, var hörkudugleg kona. „Ég dáist að henni og finnst ég hafa lært mest af henni af öllum sem ég hef kynnst.“ Hér eru mæðgurnar saman á skírnardegi Aldísar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.