Skessuhorn


Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 84

Skessuhorn - 19.12.2018, Blaðsíða 84
MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 201884 Fyrsta myndavélin var fermingargjöf Þórunn Reykdal á Arnheiðar- stöðum í Borgarfirði kemur úr Garðahreppi, síðar Garðabæ, en flutti í Borgarfjörðinn árið 1979 til að kenna við Héraðsskólann í Reykholti. Í Borgarfirðinum hef- ur hún búið síðan. Þórunn fékk sína fyrstu myndavél í fermingar- gjöf, það var Kodak Retinetta IA 35 mm vél. „Jóhannes eldri bróð- ir minn kenndi mér öll helstu und- irstöðuatriði eins og um ljósop og hraða,“ segir Þórunn. Hún notaði þessa vél fram á þrítugsaldur en keyptir sér þá aðra filmuvél. „Það var bara ódýr gerð af vél en ég lét hana duga í mörg ár. Fékk mér svo Canon 35 mm vél og notaði hana þar til stafræna tæknin tók við. Á þessum tíma tók ég mikið af sli- desmyndum og þá helst af lands- lagi,“ segir Þórunn. „Ég er líffræð- ingur að mennt og er mikið nátt- úrubarn. Ég tók jarðfræðina aðeins með líffræðinni og hef alltaf haft gaman af jörðinni okkar og stór- brotna landslaginu. Mig hefur allt- af langað að mála eða teikna en ég hef ekki þolinmæði til þess. Ljós- myndirnar eru fljótlegri og það er eiginlega ástæðan fyrir þessum áhuga mínum,“ segir Þórunn. Reynir að halda vel utan um myndirnar Þegar stafrænu myndavélarn- ar komu á markað keypti Þórunn sér Sony Cyber myndavél og seg- ir hún þá þróun hafa breytt miklu fyrir ljósmyndaáhuga hennar. „Það var náttúrulega dýrt að láta fram- kalla filmurnar og stafræna tækn- in býður upp á svo marga mögu- leika og maður fer að taka mun fleiri myndir,“ segir hún. Þegar hún varð sextug fékk hún svo Ca- non EOS 1100 vél frá fjölskyld- unni. Þórunn hefur verið að taka myndir í fimm áratugi og seg- ir hún áhugamálið bara hafa vax- ið. En geymir hún allar myndirn- ar sem hún hefur tekið? „Ég er ekki nógu dugleg að halda utan um myndirnar en ég er með þær á þremur flökkurum en er núna að reyna að bæta mig í að velja bestu myndirnar og geyma á netinu. Ég er með gott úrval á flickr síðunni minni og dálítið á google skýi. En svo á ég kassa fullan af slidesmynd- um og alltof mikið af ósorteruð- um útprentuðum myndum sem ég þarf að finna út hvernig ég ætla að geyma. Ég er aðeins farin að nýta mér tæknina betur og nota forritið Lightroom til að vinna myndir og það hefur reynst mjög vel. Ef mað- ur er duglegur að sortera og merkja myndirnar með lykilorðum er auð- veldlega hægt að fara inn í safnið og finna myndir. Ég stefni á að vera enn duglegri við að gera þetta og passa vel upp á myndirnar mínar,“ segir Þórunn. Furðugóðar myndir úr símanum Eins og fyrr segir tekur Þórunn myndir af landslagi en hún hefur líka gaman að því að mynda blóm og dýr, þá sérstaklega fugla. „Þeg- ar ég byrjaði á fuglamyndunum reyndist Canon vélin ekki nógu öflug, svo ég skipti henni út fyrir aðra öflugri. Í dag á ég tvær vélar; Nikon 7200 vél og Sony alfa 6500 vél sem ég fékk nýverið. Ég fékk mér Sony vélina til að taka með mér í göngur og svona því hún er svo lítil og nett á meðan Nikon vélin er mun stærri, algjör hlunk- ur,“ útskýrir Þórunn en hún geng- ur mikið á fjöll og segir það ómiss- andi að hafa myndavél með sér við slík tækifæri. „Ég er alltaf með augun opin fyrir góðu myndefni, eins og blómum, andlitum í stein- um, sólsetri og fleiru, og vildi oft óska þess að ég væri með vél við höndina og þá er gott að eiga eina svona litla til að hafa með sér. Ég hef þó oft gripið í símann og það er mesta furða hvað myndirnar koma vel út sem ég tek með hon- um,“ segir Þórunn sem á Google pixel síma sem hún notar óspart samhliða myndavélunum sínum. arg/ Ljósm. Þórunn Reykdal Sagnaritari samtímans tekinn tali Þórunn Reykdal frá Arnheiðarstöðum í Hálsasveit Áhugaljósmyndarar finnast víða og fór þeim fjölgandi eftir að stafræn ljósmyndatækni gerði slíkt áhugamál í senn ódýrara og auðveldara en þekktist á filmu- og framköllunartímabilinu. Þeir eru ekki endilega að ljós- mynda í atvinnuskyni heldur drífur áhuginn og áhuga- málið þá áfram. Mjög víða stunda áhugaljósmyndar- ar ómetanlega samtímaskráningu fyrir sín byggðar- lög, skrá atvinnu- og menningarsöguna um leið og þeir safna í albúmið. Samtímaskráning af þessu tagi er oft vanmetin. Hér á Vesturlandi eru fjölmargir sem stunda áhuga- ljósmyndun af kappi. Í jólablöðum Skessuhorns allt frá upphafi útgáfunnar hefur einn áhugaljósmyndari á Vesturlandi verið kynntur til leiks. Við köllum þetta fólk Sagnaritara samtímans; samtímasöguritara. Fólkið sem á í fórum sínum þúsundir eða tugþúsundir mynda frá liðnum árum. Myndir sem varðveita annars glötuð augnablik. Þórunn í gönguferð á Bauluna í ágúst á þessu ári. Ljósm. Ásta Kristín Guðmundsdóttir. Tré. Þórunni þykir einnig gaman að taka myndir af fuglum. Séð úr lofti. Þórunn tekur mikið af landslagsmyndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.